Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 8
282 LÆKNABLADIÐ vaknað efasemdir um pýðingu þeirra fyrir greiningu heymæði. Tilgangur pessarar athugunar var: 1) Að kanna hvort einhver munur væri á sjúkdómsgreiningu lungnasjúklinga meðal starfsfólks við landbúnað, sem hefur já- kvæð fellipróf gegn mótefnavökum heysótt- ar og peirra sem hafa neikvæð fellipróf. 2) Að kanna næmi og sérhæfni slíkra felli- prófa við greiningu á heymæði. 3) Að kanna hvort reykingar og fjöldi peirra ára sem unnin voru í heyryki hafi einhverja pýðingu fyrir niðurstöður felliprófa. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Könnunin var afturvirk og var farið yfir sjúkraskrár allra sjúklinga, sem upplýsingar fengust um á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Vífilsstaðaspítala, ef fellipróf höfðu verið gerð gegn mótefnavökum Micropolyspora faeni (M. faeni). Könnunin náði yfir tímabilið 1977- 1981. Safnað var upplýsingum um aldur, kyn og niðurstöður felliprófa, svo og upplýsingum um reykingavenjur, árafjöldann sem unninn var í heyryki, sjúkdómsgreiningu, öndunarpróf og einkenni 0-2 klukkustundum og 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. í ein- staka tilfellum var haft samband við sjúklinga, pegar upplýsingar í sjúkraskrám reyndust ófull- hægjandi. Eftirfarandi skilyrðum varð að vera full- nægt, til pess að sjúklingar væru teknir í rannsóknina: 1) Fellipróf hefðu verið framkvæmd gegn M. faeni. 2) Sjúklingur hefði unnið í heyryki. 3) Sjúkdómseinkenni frá neðri öndunarvegum væru til staðar. Útilokaðir frá könnuninni voru: 1) Sjúklingar með neikvætt fellipróf fyrir M. faeni, en jákvætt fellipróf fyrir öðrum ofnæmisvöldum. 2) Sjúklingar með vafasamt jákvætt fellipróf fyrir M. faeni. Á þennan hátt voru útilokaðir sex sjúklingar með neikvætt fellipróf fyrir M. faeni, en jákvætt gegn öðrum ofnæmisvöldum. Einn sjúklingur var útilokaður vegna vafa á pví, hvort fellipróf gegn M. faeni væri jákvætt. Einnig voru útilokaðir 11 sjúklingar sem ekki höfðu einkenni frá neðri loftvegum. öll felliprófin voru framkvæmd við Allergi- laboratoriet á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg með tvídreifingu í hlaupi (double gel diffusion) (18). Niðurstöður voru metnar jákvæðar, neikvæðar eða vafasamar. Einn höfunda lagði mat á niðurstöður allra felli- prófanna (L.B.) Skilgreiningu á lungnapembu og langvinnu berkjukvefi hefur verið lýst áður (19). Astmi er skilgreindur sem sjúkdómur vegna berkjuþrengsla, sem geta gengið alveg til baka með eða án meðferðar. Heymæði var skilgreind á eftirfarandi hátt: 1) Endurtekin köst með hósta og mæði 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. 2) Endurtekin köst af mæði og háum hita 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. 3) Hár hiti og breytingar á lungnamynd, sem samrýmast heysótt 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. Sjúkdómsgreiningin byggðist á að einu eða fleiri fyrrnefndra atriða væri fullnægt. Mati á röntgenmyndum af lungum og önd- unarmælingum (spirometria) hefur verið lýst áður (19). Reykingasaga var skráð þannig: 1) Reykir: Sá sem hefur reykt a.m.k. einn vindling á dag eða tilsvarandi magn af öðrum tóbaksvörum í eitt ár og reykir innan mánaðar fyrir könnunina. 2) Hefur reykt: Sá sem hefur reykt a.m.k. eins og að ofan getur, en hefur hætt fyrir meira en mánuði síðan. 3) Aldrei reykt: Sá sem uppfyllir hvorugt ofangreindra skilyrða. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð chi- square og Student’s t-próf (20). NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir fjölda sjúklinga, aldurs- og kyn- dreifingu og árafjölda, sem unninn var í hey- ryki, borið saman við fellipróf gegn M. faeni. Sjúklingar sem voru M. faeni neikvæðir voru marktækt yngri og höfðu unnið skem- ur í heyryki en hinir (p < 0.05). Tafla II sýnir samanburð sjúkdómsgrein- ingar og jákvæðra felliprófa gegn M faeni. Astmasjúklingar skilja sig frá hópnum og hafa marktækt færri jákvæð fellipróf, en sjúklingar með heymæði marktækt fleiri jákvæð felli-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.