Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 54
312 LÆKNABLADIÐ síðan 2 % 1. júní, 3 % 1. sept. og 3 % 1. janúar 1985. Enda þótt aðrar breytingar fengjust ekki og fjármálaráðherra skrifaði undir með þeirri yfirlýsingu, að engar almennar flokkatilfærslur né kjarabreytingar fylgdu í komandi sérkjara- samningum, virtust forráðamenn B.H.M. sæmilega ánægðir og þá fyrst og fremst vegna þess, að fjármálaráðherra lofaði að beita sér fyrir lagabreytingu á þann veg, að samningstími yrði samkomulagsatriði hverju sinni og aldrei lengri en eitt ár nema með samþykki launamálaráðs. Petta loforð var efnt með lögum nr. 41/1984, þannig að samnings- tími er samkomulagsatriði hverju sinni, en fari aðalkjarasamningur fyrir Kjaradóm, er gild- istími hans 1 ár. Pá var gildistími þessa aðalkjarasamnings styttur til 28. febrúar 1985. Einnig var gerð bókun samhliða samningn- um um skipun nefndar til að bera saman kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og kjör þeirra, sem vinna hliðstæð störf annars staðar. Ríkið leggi nefndinni fullt liðsinni til að inna verkefnið af hendi. Launamálaráð B.H.M. taldi, að með þessum 2 atriðum væri stigið fyrsta raunhæfa skrefið um langt árabil í þá átt að ná fram því megin markmiði kjarabaráttu há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna, að þeirra störf séu metin hliðstætt til launa og störf há- skólamanna hjá öðrum launagreiðendum. B.H.M. fékk síðar á árinu 5 % hækkun frá 1. marz í stað áður umsaminna 4.5 % með hliðsjón af samningum við B.S.R.B. Sérkjarasamningur fastráðinna iækna. Samningur var undirritaður 23. maí sl. Gildis- tími er sá sami og aðalkjarasamnings B.H.M. Þessar breytingar einar urðu frá fyrri samn- ingi: — Læknar á heilsugæzlustöð H-1 taki alltaf laun einum launaflokki ofar en starfsaldur og önnur ákvæði segja til um. — Læknar, sem grunnraðað er í launaflokk 118 eða ofar, hækki um 1 flokk eftir 3 ár í því starfi. — Þá var sett inn í samninginn til áréttingar á aðalkjarasamningsatriði, að tímakaup skuli greitt á ferðum í fastar móttökur utan eigin heilsugæzlustöðva, en við hafði bor- ið, að læknum hafði yfirsést réttur til slíkra greiðslna. Eftirfarandi bókun var gerð með samningnum: »Samningsaðilar munu í samvinnu við heil- brigðismálaráðuneytið gera úttekt á starfsað- stöðu og starfskjörum heilsugæslulækna þó sérstaklega á H-1 stöðvum svo og heilsu- gæslulækna, sem jafnframt eru héraðslækn- ar. Stefnt er að því að niðurstöður athugunar þessarar liggi fyrir eigi síðar en í janúar 1985.« Gjaldskrá heimiiisiækna. Gjaldskrársamn- ingurinn rann út 29. febrúar sl. Miklar umræð- ur hafa farið fram um hann meðal heimilislækna í tengslum við nýjan samning heimilislækna utan heilsugæzlustöðva, en sá samningur tók gildi 1. maí sl. og þar með varð loks samfylking allra heimilislækna um hagsmuni, sem verður að vinna að á næstunni. Heimilislæknar töldu rétt að bíða með samningaviðræður um gjald- skrána eftir þeirri samfylkingu og verður fyrsti fundur haldinn 19. júlí n.k. Hækkun sjúklingagjalds frá 1. júní sl. hefur raunar gjörbreytt forsendum síðasta gjald- skrársamnings og hinum nýja samningi heim- ilislækna utan heilsugæzlustöðva. Gjaldskrármálið er orðið eitt af stærstu kjaralegu hagsmunamálum allra heimilis- lækna. Unnt er að sýna fram á, að gjaldskrá- in þyrfti að hækka um 150-160% miðað við þróun almennra launa á vinnumarkaðnum frá árinu 1962, þegar hún var ný af nálinni. Samningaviðræður vegna gjaldskrárinnar koma ekki til með að leysa þau stórmál, sem heimilislæknar standa frammi fyrir í þessum efnum. í september n.k. verður haldin kjararáð- stefna heimilislækna. Vonir standa til, að þá muni loks gefast tækifæri til að sameina allan hópinn til atlögu í málinu. Samningur sjúkrahúslækna. Nýr samningur var undirritaður 6. marz sl. Um gildistíma hans fer eftir lögum um kjarasamning B.H.M., þannig að hann rennur út 28. febrúar n.k. Launabreytingar urðu þær sömu og getið er hér að framan hjá B.H.M., en fyrsta hækkun 5 % kom þó strax frá 1. marz. Samningur heimilislækna utan heilsugæzlu- stöðva. Gildistími samnings númeralækna var frá 1. sept. 1982 til 31. des. 1983. Enda þótt samningstímabil væri stutt, var hægt að segja þeim samningi upp með 3ja mánaða fyrirvara af hálfu hvors samningsaðila og var það með hliðsjón af áformum um breytingu úr númera- kerfi yfir í kerfi heilsugæzlustöðva. A fundi númeralækna 29. des. sl. var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.