Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 8

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 8
282 LÆKNABLADIÐ vaknað efasemdir um pýðingu þeirra fyrir greiningu heymæði. Tilgangur pessarar athugunar var: 1) Að kanna hvort einhver munur væri á sjúkdómsgreiningu lungnasjúklinga meðal starfsfólks við landbúnað, sem hefur já- kvæð fellipróf gegn mótefnavökum heysótt- ar og peirra sem hafa neikvæð fellipróf. 2) Að kanna næmi og sérhæfni slíkra felli- prófa við greiningu á heymæði. 3) Að kanna hvort reykingar og fjöldi peirra ára sem unnin voru í heyryki hafi einhverja pýðingu fyrir niðurstöður felliprófa. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Könnunin var afturvirk og var farið yfir sjúkraskrár allra sjúklinga, sem upplýsingar fengust um á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Vífilsstaðaspítala, ef fellipróf höfðu verið gerð gegn mótefnavökum Micropolyspora faeni (M. faeni). Könnunin náði yfir tímabilið 1977- 1981. Safnað var upplýsingum um aldur, kyn og niðurstöður felliprófa, svo og upplýsingum um reykingavenjur, árafjöldann sem unninn var í heyryki, sjúkdómsgreiningu, öndunarpróf og einkenni 0-2 klukkustundum og 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. í ein- staka tilfellum var haft samband við sjúklinga, pegar upplýsingar í sjúkraskrám reyndust ófull- hægjandi. Eftirfarandi skilyrðum varð að vera full- nægt, til pess að sjúklingar væru teknir í rannsóknina: 1) Fellipróf hefðu verið framkvæmd gegn M. faeni. 2) Sjúklingur hefði unnið í heyryki. 3) Sjúkdómseinkenni frá neðri öndunarvegum væru til staðar. Útilokaðir frá könnuninni voru: 1) Sjúklingar með neikvætt fellipróf fyrir M. faeni, en jákvætt fellipróf fyrir öðrum ofnæmisvöldum. 2) Sjúklingar með vafasamt jákvætt fellipróf fyrir M. faeni. Á þennan hátt voru útilokaðir sex sjúklingar með neikvætt fellipróf fyrir M. faeni, en jákvætt gegn öðrum ofnæmisvöldum. Einn sjúklingur var útilokaður vegna vafa á pví, hvort fellipróf gegn M. faeni væri jákvætt. Einnig voru útilokaðir 11 sjúklingar sem ekki höfðu einkenni frá neðri loftvegum. öll felliprófin voru framkvæmd við Allergi- laboratoriet á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg með tvídreifingu í hlaupi (double gel diffusion) (18). Niðurstöður voru metnar jákvæðar, neikvæðar eða vafasamar. Einn höfunda lagði mat á niðurstöður allra felli- prófanna (L.B.) Skilgreiningu á lungnapembu og langvinnu berkjukvefi hefur verið lýst áður (19). Astmi er skilgreindur sem sjúkdómur vegna berkjuþrengsla, sem geta gengið alveg til baka með eða án meðferðar. Heymæði var skilgreind á eftirfarandi hátt: 1) Endurtekin köst með hósta og mæði 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. 2) Endurtekin köst af mæði og háum hita 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. 3) Hár hiti og breytingar á lungnamynd, sem samrýmast heysótt 8-24 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. Sjúkdómsgreiningin byggðist á að einu eða fleiri fyrrnefndra atriða væri fullnægt. Mati á röntgenmyndum af lungum og önd- unarmælingum (spirometria) hefur verið lýst áður (19). Reykingasaga var skráð þannig: 1) Reykir: Sá sem hefur reykt a.m.k. einn vindling á dag eða tilsvarandi magn af öðrum tóbaksvörum í eitt ár og reykir innan mánaðar fyrir könnunina. 2) Hefur reykt: Sá sem hefur reykt a.m.k. eins og að ofan getur, en hefur hætt fyrir meira en mánuði síðan. 3) Aldrei reykt: Sá sem uppfyllir hvorugt ofangreindra skilyrða. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð chi- square og Student’s t-próf (20). NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir fjölda sjúklinga, aldurs- og kyn- dreifingu og árafjölda, sem unninn var í hey- ryki, borið saman við fellipróf gegn M. faeni. Sjúklingar sem voru M. faeni neikvæðir voru marktækt yngri og höfðu unnið skem- ur í heyryki en hinir (p < 0.05). Tafla II sýnir samanburð sjúkdómsgrein- ingar og jákvæðra felliprófa gegn M faeni. Astmasjúklingar skilja sig frá hópnum og hafa marktækt færri jákvæð fellipróf, en sjúklingar með heymæði marktækt fleiri jákvæð felli-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.