Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 13
LÆKNABLADIÐ 1984;70:287-92 287 Tryggvi Porsteinsson,' Jón Karlsson,1 Örn Smári Arnaldsson,2 Þorsteinn Jóhannesson' FRACTURA SUPRACONDYLARIS HUMERI Árangur meðferðar á 208 bömum sem komu á Slysadeild Borgarspítalans 1971-1979 ÚTDRÁTTUR Athuguð voru 208 börn með brot rétt ofan leggjarhnúa, sem meðhöndluð voru á Slysadeild Borgarspítalans á árunum 1971-1979. Öll brotin reyndust vera gróin og engir alvar- legir fylgikvillar komu í ljós. Eftirrannsókn var gerð á 75 börnum, sem höfðu hlotið brot með verulegri tilfærslu og purftu réttingar við. Árangur var talinn full- nægjandi í 70 tilvikum, en ófullnægjandi í fimm. Aðalástæðan fyrir breytingum á burðar- horni er að ekki hefur tekist að rétta úr varus eða valgusskekkju. Mælt er með óblóðugri réttingu og festingu með mjúkum umbúðum, en sé um að ræða alvarlegar blóðrásartruflanir, skerðingu á taugastarfsemi eða að viðunandi brotstaða næst ekki, getur blóðug rétting og innri fest- ing verið nauðsynleg. INNGANGUR Brot rétt ofan leggjarhnúa (fractura supracon- dylaris humeri) eru algeng hjá börnum. Nemur tíðni peirra 50 til 60 af hundraði allra oln- bogabrota hjá börnum (1, 2, 3). Meðhöndlun er iðulega erfið og geta alvar- legir fylgikvillar, svo sem Volkmanns-kreppa, sköddun á taugastofnum og skekkja um oln- boga, hlotist af pessu slysi (4, 5, 6). Ýmsum aðferðum hefur verið lýst við með- ferð á brotinu. Algengust er blóðug rétting og festing með mjúkum umbúðum eða gipsi. Ýmsir höfundar hafa sýnt fram á góðan árangur eftir slíka meðferð (1, 4, 7, 8, 9). Aðrir telja slíka meðferð ófullnægjandi, einkum pegar um er að ræða brot með mikilli tilfærslu (10, 11). Þessir höfundar hafa annað hvort mælt með strekkmeðhöndlun (12, 13) eða innri festingu með Kirschner-vírum, ýmist eftir blóðuga eða óblóðuga réttingu (6, 10, 14, 15). ') Slysadeild Borgarspitalans, 2) Röntgendeild Borgar- spítalans. Barst ritstjórn 26/06/1984. Samþykkt og sent í prentsmiðju 09/07/1984. Enn í dag ríkir pannig talsverður ágrein- ingur um heppilegustu meðhöndlun pessara brota. Meðferðin beinist einkum að pví að koma í veg fyrir óbætanlegan skaða af völdum blóðrásartruflunar annars vegar, en hins vegar að leiðrétta skekkju um olnbogann, sem leitt gæti til skertrar starfsgetu, verkja og lýta. Markmið pessarar samantektar er að gera grein fyrir árangri á meðhöndlun á brotum of- an leggjarhnúa hjá börnum, sem komu á Slysa- deild Borgarspítalans í Reykjavík á árunum 1971-1979, að báðum árum meðtödum. Eftirrannsóknin nær aðeins til peirra barna sem hlotið höfðu brot með verulegri tilfærslu og nauðsyn bar til að leggja inn á sjúkrahús til réttingar á brotinu. SJÚKLINGAR OG MEÐFERÐ Á árunum 1971-1979 komu 208 börn með fractura suppracondylaris humeri á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Tvö barnanna brotnuðu á báðum handleggjum, annað premur árum, en hitt einu ári eftir fyrra brotið. Þannig er um 210 brot að ræða og í eftirfar- andi umfjöllun verður gengið út frá fjölda brotanna en ekki einstaklinganna. Pessi brot eru flokkuð í tvo höfuðflokka. Flexionsbrot (1 %-2 %) og extensionsbrot (98 %-99 %). í pessari ritsmíð verður fyrst og fremst fjallað um síðarnefnda flokkinn. Með tilliti til byrjunarskekkju, hafa brotin verið sett í fimm flokka og er gengið út frá flokkun Henrikson (2), sjá mynd 1. Brotin voru flokkuð eftir pví hvort pau purftu réttingar við eða ekki, sjá töflu I. Hjá 120 barnanna var óveruleg eða engin tilfærsla á brotum og purftu pau pví ekki réttingar við. Pessi hópur var ekki kallaður til eftirrannsóknar, en sjúkraskrár peirra kann- aðar með m.t.t. aldurs, búsetu, orsaka og tíma- lengdar í meðferð. Af 90 brotum, sem réttingar purfu við, voru fjögur flexionsbrot og 86 extensionsbrot. Eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.