Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 17

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 17
LÆKNABLADID 289 69 % frá höfuðborgarsvæðinu, 10 % frá Vest- urlandi, 11 % frá Suðurlandi, 5 % frá Norður- landi og 5 % frá Austurlandi. Legutími: Legutími barnanna á Borgarspítal- anum var 1-11 dagar, að meðaltali 3 dagar. Orsakir og slysstadur: Orsök fyrir brotinu var fall í öllum tilvikum. Þannig slösuðust 110 börn í eða við heimahús, níu í skóla við leikfimiiðkun og 16 á barnaleikvöllum. Við aðrar ípróttaiðkanir slösuðust 34 börn, par af 12 við fall af reiðhjóli og fimm við fall af hesti. Við fall úr hæð hlaut 21 barn brot. Olnboga- brot í sambandi við algengar barnaípróttir svo sem knattspyrnu, skíða- og skautahlaup, reyndust öll minni háttar. Slysatíðni eftir mánuðum: Á mynd 4 má sjá slysatíðni eftir mánuðum, bæði fyrir allan hópinn og hina sem í aðgerð fóru. Önnur meiðsli en brot ofan leggjarhnúa Brot á framhandlegg: Sex börn fengu einnig brot á framhandlegg. í premur tilvikum var um grænviðarteinungsbrot að ræða, sem með- höndluð voru með gipsspelku. í premur tilvik- um voru brotin verulega úr lagi færð og voru pau meðhöndluð með gipsumbúðum eftir lok- aða réttingu. Þessir áverkar virtust í engu tilviki hafa áhrif á lokaárangur olnbogabrot- anna. Fjöldi 28 Mynd 4. Slysatídni eftir mánudum. Tauga- og æðaáverkar: í tveimur tilvikum kom í ljós að upparmsslagæð (arteria brachia- lis) hafði færst aftur fyrir condylus humeri og í einu tilviki var upparmsslagæðin rifin. Þessi börn höfðu öll einkenni um blóðrásartruflun við komu. Átta börn höfðu upphaflega ein- kenni um áverka á taugum á framhandlegg og á hendi. í premur tilvikum var um að ræða truflun á starfsemi miðtaugar (nervus medianus) og í premur tilvikum truflun á starfsemi sveifar- taugar (nervus radialis) og í tveimur tilvik- um á ölnartaug (nervus ulnaris). Einkenni um meiðsli og skerta starfsemi á tveimur eða fleiri taugastofnum í sama slysi komu ekki í ljós. Meðferð: Brot án tilfærslu voru meðhöndluð í mjúkum umbúðum (collar’n cuff) og verður peirra ekki frekar getið hér á eftir. Flexionsbrot (flokkur II og III, sjá mynd 1) voru fimm að tölu. Eitt peirra hafði ekkert Fjöldi 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Aldur Mynd 3. Aldursdreifing barna med brot, sem purftu réttingar við. gengið úr skorðum en hin fjögur voru með- höndluð í gipsi með olnbogalið í extension eftir óblóðuga réttingu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.