Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 18

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 18
290 LÆK.NABLAÐIÐ Extensionsbrot, sem úr lagi voru gengin (flokkur IV og V, sjá mynd 1), voru að jafnaði meðhöndluð með óblóðugri réttingu og mjúkum umbúðum, með olnbogalið í flexion. Gipsumbúðir voru ekki notaðar, nema hjá þeim börnum, sem einnig höfðu fengið brot á framhandlegg. í sjö tilvikum var skurðaðgerð beitt við þessi brot, ýmist vegna þess að ekki fékkst nægilega góð brotstaða eftir óblóðuga aðgerð eða vegna einkenna um blóðrásartruflun eða skerta taugastarfsemi. í öllum þessum tilvikum voru notaðir tveir Kirschner-vírar til innri festingar. í einu þessara tilvika reyndist upparmsslag- æð vera rifin. Hún var tengd á ný með góðum árangri. í öðru tilviki hafði miðtaug og upp- armsslagæð klemmst á milli brotenda með verulega minnkuðu blóðflæði. Eftir skurðaðgerð voru bæði taug og æð færð á sinn stað og komst blóðrás í eðlilegt lag aftur. í þriðja tilviki hafði miðtaug klemmst á milli brotenda og var taugin færð á sinn stað eftir opna réttingu. Árangur reyndist góður í öllum þessum tilvikum. í fjórða tilviki var gerð aðgerð 10 vikum eftir slysið, en upphaflega hafði brotið verið meðhöndlað með óblóðugri réttingu og ytri stuðningsumbúðum. Aðgerðin var framkvæmd vegna brottfalls- einkenna frá miðtaug og veiklunar á blóð- flæði í sveifarslagæð (arteria radialis). Við aðgerðina kom í ljós að miðtaug og upparms- slagæð höfðu klemmst á milli brotenda og hafði beinvefur vaxið utan um. Við aðgerð var losað um æð og taug og þær fluttar á sinn stað. Blóðflæði og taugastarfsemi urðu eðlileg á fáum mánuðum. í þremur tilvikum reyndist ekki mögulegt að fá viðunandi stöðu á broti eftir aðgerð og voru þau meðhöndluð með innri festingu eftir blóðuga réttingu. í sex tilvikum, þar sem viðunandi brotstaða náðist í byrjun eftir lokaða réttingu, reyndist nauðsynlegt að rétta á ný tveim til átta dögum síðar. Góð brotstaða fékkst í öllum þessum tilvikum, án þess að nauðsynlegt reyndist að gera innri festingu. Skyggnimagnari var notaður við rétting- ar á brotunum. í tveimur tilvikum var tímabundið notaður Dunlopstrekkur. í annað skiptið við brot þegar erfiðlega gekk að fá stöðuga brotlegu, en var sett í umbúðir sex dögum eftir áverk- ann. í hitt skiptið var um að ræða brot með Tafla II. Árangur meðferdar hjá 75 börnum, sem komu til eftirrannsóknar árín 1981- 1983. Flexionsbrot Extensionsbrot Alls Ágætt.............. — 60 60 Gott .............. 4 6 10 Sæmilegt........... — 5 5 Lélegt........... — — Samtals 4 71 75 minnkuðu blóðflæði og spenntum margúl (haematoma). Var notaður strekkur í einn sólarhring, en þá gert við brotið með blóðugri réttingu og innri festingu. Aldrei var notaður Dunlop-strekkur, sem einasta og endanleg meðferð. ÁRANGUR Við mat á árangri var flokkun Lagrange og Rigault lögð til grundvallar (16), sjá mynd 5. Árangur hjá þeim 75 börnum, sem komu til eftirrannsóknar á árunum 1981-1983, má lesa af töflu II. Árangur telst fullnægjandi í 70 tilvikum en ófullnægjandi í fimm tilvikum. Hjá 34 börnum fannst engin breyting á burðarhorni og hjá 19 börnum var breytingin minni en 5 sjá töflu III. Fimm börn höfðu 10° varusskekkju eða minna, þar af eitt 5 °. Stækkun á burðarhorni höfðu sex börn, þar af fjögur þeirra 4 ° eða minna. Skerðing á réttingu um olnboga kom fyrir í fjórum tilvikum og skerðing á beygingu í 11 tilvikum, þar af átta börn með 5 ° skerðingu eða minna. Ofrétting um olnbogann kom fyrir Ágætt: Hönd og handleggur eðlileg m.t.t. starfsgetu og útlits að mati viðkomandi. Breytingar á buðarhorni 5 ° eða minna. Gott: Hreyfiskerðing sem nemur 20 ° eða minna. Breytingar á burðarhorni undir 10°. (Séu báðir pessir fylgikvillar fyrir hendi, telst árangur sæmilegur). Sæmilegt: Hreyfiskerðing sem nemur 201°-50° eða breyting á burðarhorni 10°-20°. Lélegt: Hreyfiskerðing I olnboga yfir 500 eða breyt- ing á burðarhorni, sem nemur 20 ° eða meira. Ágætt og gott telst fullnægjandi hvað á- rangur snertir, en allt annað ófullnægjandi. Mynd 5. Mat á árangri meðferðar. Flokkun Lagrangae og Rigault (16).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.