Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 25

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 25
LÆKNABLADID 1984;70:295-8 295 NABLAÐIÐ 70. ÁRG. - NÓVEMBER - 1984 Heysjúkdómar á íslandi »Heysótt nefnist veikleiki, er tilfellur peim er gefa myglað og illa verkað hey á vetrum, og er hann alþekktur úti á íslandi, orsakast hann af phlogistiskum dömpum úr heyinu, er sjúgast inn með andardrættinum, og af sér Ieiða kvefsótt, hæsi, hósta og öll hin sömu tilfelli og annað phlogistiskt loft og dampar, svo sem af kolum, brennisteini, forarmýrum og öðru pess háttar.« Þannig lýsir Sveinn Pálsson læknir sam- bandi heysóttar við illa verkuð hey (1). Grein hans birtist í Tímariti hins konunglega ís- lenska lærdómslistafélags 1790. Fjórum árum síðar skrifar Jón Pétursson læknir grein í sama tímarit, sem ber nafnið »Um líkamlega viðkvæmni«. Hann segir, »að illa umhirt eða lengi forsómuð sé heysótt margra manna bani hér á landi, par sem sjúkdómurinn umbreyt- ist í fullkomna ólæknandi megrusótt (phtisin), eður vatnssýki, bæði í brjósti og annars staðar í líkamanum« (2). Báðar pessar tilvitnanir eru teknar úr fróð- legri grein eftir Örn Elíasson um heymæði á íslandi, sem birtist í Læknablaðinu 1982 (3). í grein Arnar er einnig útdráttur úr doktorsriti Jóns Finsen í Kaupmannahöfn 1874 (4). Jón gerði ítarlega grein fyrir sambandi heysóttar við myglu í heyryki og varð fyrstur manna til pess að benda á, að einkenni komi á kvöldin og á nóttunni, nokkrum tímum eftir vinnu í heyryki. Lýsing Sveins Pálssonar er fyrsta lýsing, sem vitað er um í heiminum á heysótt og er víða til hennar vitnað (5). Áður hafði ítalskur maður, Ramazzini að nafni, lýst svipuðum sjúkdómseinkennum hjá mönnum, sem unnu í ryki frá korni og byggi (6). Rit hans kom út 1713, og er talið vera fyrsta lýsing á ofnæmi pví, sem heysóttin flokkast undir og kallast á ensku »allergic alveolitis«. Enginn vafi er á pví, að heysjúkdómar hafa fylgt íslendingum frá upphafi byggðar, og staðhæfing Sveins Pálssonar að »Heysótt nefn- ist veikleiki, er tilfellur peim er gefa myglað og illa verkað hey á vetrum,« sýnir að orðið heysótt hefur verið vel pekkt hér á landi. Eins og fram kemur í ummælum Sveins Pálssonar gerðu menn sér grein fyrir pví að myglað og illa verkað hey var hættulegra en gott hey. Örn Elíasson getur pess, að í heilbrigðis- skýrslum 1870 gefi Jón Hjaltalín landlæknir mönnum pað ráð að binda þunnan klút fyrir vitin til að varna því að þeir andi að sér hey- ryki og myglu. Hafa ráðleggingar Jóns Hjalta- líns haldið gildi sínu fram á pennan dag. Engar verulegar tilraunir virðast hafa verið gerðar til pess að kanna heysjúkdóma á íslandi fyrr en Ólafur Björnsson héraðslæknir á Hellu hóf rannsóknir á bændum í Rangár- vallasýslu fyrir tæpum fjórðungi aldar. Honum entist ekki aldur til að ljúka rannsóknum sínum, en prófessor Pepys og félagar geta um niðurstöður á felliprófum fyrir Micropolyspo- Heymaurar valda oftast brádaofnæmi fyrír heyryki. Myndin sýnir heymaurínn Lepidoglyphus destruc- tor. (Teikning Thorkil Hallas).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.