Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 26

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 26
296 LÆKNABLAÐIÐ ra faeni (M. faeni) á 12 sjúklingum frá Ólafi. Eru það örugglega fyrstu jákvæðu felliprófin fyrir M. faeni sem gerð voru á íslenskum sjúklingum (7). Um miðjan síðasta áratug var almennt farið að nota fellipróf til pess að kanna útbreiðslu mótefnavaka heysóttar hjá lungnaveikum bændum hér á landi. í upphafi var pví trúað, að jákvæð fellipróf væri sönnun þess, að sjúklingur hefði heysótt. Efasemdir gerðu þó fljótt vart við sig. Pví voru niður- stöður felliprófa, sem gerð voru á árunum 1977 til 1981, á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Vífilsstaðaspítala kannaðar sérstaklega. Eru niðurstöður þessara rannsókna kynntar hér í blaðinu (8). Þessar niðurstöður sýna að felli- prófin eru ónothæf til þess að greina heysótt. Jákvætt fellipróf sýnir aðeins að sjúklingurinn hefur orðið fyrir viðkomandi mótefnavaka og myndað mótefni gegn honum. Könnunin bend- ir einnig til þess að Thermoactinomyces vulga- ris (T. vulgaris) sé ekki til á íslandi, en þessi örvera er megin orsök heysóttar í Finnlandi, og hefur fundist í þeim löndum öðrum, þar sem heysótt hefur verið rannsökuð. í greininni eru einnig leiddar nokkrar líkur að því, að heyryk geti valdið lungnaþembu og langvinnri berkjubólgu. Þegar rannsóknir hófust á ofnæmissjúk- dómum á Vífilsstöðum 1977, kom fljótlega í ljós, að bráðaofnæmi í öndunarfærum virtist oft tengjast vinnu í heyryki. Árið 1979 var birt niðurstaða rannsókna á heyofnæmi í Orkn- eyjum, sem ótvírætt gaf til kynna, að heymaur- ar væru aðalorsök bráðaofnæmis af heyryki (9). Annar okkar (D.G.) uppgötvaði 1982 ofnæmi fyrir villtum músum hjá þremur sjúk- lingum með asthma, sem settu ofnæmisein- kenni sín samband við heyryk (10). Vafalítið verða allir héraðslæknar meira eða minna varir við heysjúkdóma ekki síður en þeir læknar sem fást við lungnasjúkdóma og ofnæmissjúkdóma. Búnaðarfélag íslands átti frumkvæði að því að stofnaður var starfshóp- ur undir forystu landlæknis árið 1980. Hópur þessi hefur síðan unnið að rannsóknum á þessum sjúkdómum og fengið til liðs við sig tvo danska sérfræðinga, Thorkil E. Hallas frá Statens Skadedyrlaboratorium og Suzanne Gravesen frá Allergologisk Laboratorium í Kaupmannahöfn. Hallas hefur rannsakað maura í íslensku heyi (11, 12, 13, 14). Hann hefur fundið 19 maurategundir. Algengustu maurategundirnar fundust í meira en helmingi heysýnanna. Tarsonemus sp. fannst í 96 % sýnanna, Acarus farris í 81 %, Lepitoglyphus destructor í 83 %, Tydeus interruptus í 78 % og Cheyletus eruditus í 50% sýnanna (11). Hann hefur einnig kannað hvernig áhrif hey- verkun og geymsla heysins hefur á fjölda heymauranna og innbyrðis hlutfall tegundanna í heyinu. Suzanne Gravesen og félagar hafa rannsakað ýmsa aðra þætti í heyinu, svo sem myglu, frjókorn, hitakæra geislasýkla og mót- efnavaka frá músum (15). Hún hefur fundið 15 tegundir myglu í þurrheyi, en aðeins þrjár tegundir fundust í votheyssýnum. Einnig fann hún hitakæra geislasýkla í ríkum mæli í öllum þurrheyssýnum, sem könnuð voru, en aðeins í litlum mæli í votheyssýnum. Athyglisvert er, að hún fann mótefnavaka úr músaþvagi í öllum heysýnum, sem hún kannaði og einnig mótefnavaka frá músahárum í þrem heysýnum af tíu, sem könnuð voru. Þessar rannsóknir voru undirstaða fyrir þær athuganir á bráðaof- næmi af heyryki, sem kynntar voru hér í blaðinu (16) og sýna þær, að heymaurar eru meginorsök þess ofnæmis. Einnig vekur at- hygli, að mygla virðist sjaldan valda bráðaof- næmi. Hins vegar veldur hún alloft mótefna- myndum af IgG gerð. Gerð hefur verið ítarleg könnun á úrtaki sveitafólks í tvimur landshlutum, Víkurlækn- ishéraði og í Strandasýslu, með tilliti til heysjúkdóma. í Víkurhéraði er úrkoma ein hin mesta á landinu og þar er heyið að mestu leyti hirt í þurrhey. í Strandasýslu er úrkoma u.þ.b. helmingi minni og þar er einkum heyjað í vothey. Könnunin hefur annars vegar beinst að því að athuga bráðaofnæmi hjá bændafjöl- skyldum þar sem heimilisfaðirinn er 50 ára eða yngri. Þessi aldursmörk eru valin vegna þess, að bráðaofnæmi er sjúkdómur barna og ungs fólks. Þeir sem vinna að staðaldri í heyryki hafa einnig verið rannsakaðir með tilliti til lungnastarfsemi og áhrifa heyryks á hana. Fellipróf voru einnig gerð gegn mótefna- vökum heysóttar. Úrvinnslu þessara kannana er ekki lokið, en athuganir á felliprófum sýna að 72,9 % felliprófa gegn M. faeni eru jákvæð í Víkurhéraði, en 23,0 % í Strandasýslu. Þessi munur er marktækur. Einnig fannst mark- tækur munur á fjölda þeirra, sem fengið hófðu sótthita eftur vinnu í þurrheyi. í Víkur- héraði höfðu 18,5 % þeirra, sem kannaðir voru, fengið sótthita, en 7,9 % í Strandasýslu (17). Heysótt er þó ekki einungis bundin við menn. Henni er fyrst lýst í hrossum hér á landi af Jóni Hjaltalín árið 1837 (18). Þorkell Jó-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.