Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 32

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 32
300 LÆKNABLADID 8. Sjúkrahús út um landið 9. Berklaveikisrannsóknir 10. Hagskýrslur og bókfærsla lækna 11. Ferðastyrkur til lækna 12. Sjúkrasjóðir 13. Heilbrigðisnefndir 14. Vitfirringastofnun 15. Lyfsölumál og lyfjaskrá 16. Yfirsetukvennamál Næsti læknafundur var svo haldinn 29. júlí 1898. har hittust 9 læknar og stofnuðu peir »íslenskt læknafélag«. Átti það að ná til alls landsins. Lög voru samin og reglur um bróðurlega samvinnu milli lækna (Codex ethi- cus). Tilgangur félagsins var að »efla samlyndi og bróðerni, samvinnu og persónulegu viðkynn- ingu milli íslenska lækna, að annast öll sam inleg áhugamál læknastéttarinnar, halda uppi heiðri hennar í öllu og vernda íslenska lækna- reynslu frá gleymsku.« Ætlunin var, að halda læknafundi eigi sjald- nar en annað hvert ár og gefa út alpýðlegt tímarit um heilbrigðismál. Ekkert framhald varð á pessari félagsstarf- semi pví ókleift reyndist að ná saman lækna- fundum. Helsti Þrándur í Götu var strjálbýlið og erfiðar samgöngur og viðbúið er að rýr efnahagur lækna og erfiðleikar að fá stað- gengla í héruð hafi einnig spilað inn í. »EIR« alpýðlegt rit um heilbrigðismál komst á fót og var gefið út í tvö ár 1899 og 1900 en síðan ekki söguna meir. í rauninni hafði áðurnefnt félag ekkert með útgáfu ritsins að gera, hún var á vegum bóksala nokkurs, enda pótt læknar skrifuðu í pað. Læknablaðið Eftir að skriður komst á starfsemi Læknafé- lags Reykjavíkur bar fljótlega á góma innan vébanda pess hvort ekki væri nauðsyn á að stofna íslenskt læknablað. Um pað voru skipt- ar skoðanir. Það reið loks á atkvæðum héraðslækna, sem skrifað var til um málið hvort blaðið yrði stofnað eða ekki en peir 24 sem svöruðu hvöttu frekar til pess og tjáðu sig fúsa að kaupa blaðið. Fyrsta tölublað Lækna- blaðsins leit svo dagsins ljós í janúar 1915 og líður pví senn að 70 ára afmæli pess. Læknafélag Reykjavíkur var í nokkur ár eini forsvarsaðili íslensku læknastéttarinnar. Á fundum pess var bráðlega farið að ræða nauð- syn pess að stofnað yrði allsherjar félag lands- ins lækna. Einkum varð sú umræða virkari og dugnað var útfáfa Læknablaðs (hins eldra) um stokkunum, pví talsvert var skrifað um málið par. Ekki var nú hrifningin mikil fyrir peirri hugmynd, a.m.k. hjá læknum utan Reykjavíkur, en leitað var álits peirra bréflega. Aðeins 12 tjáðu hug sirin. Af peim voru 11 fylgjandi slíkri félagsstofnun en einn á móti. Þar kom pó að Læknafélag íslands var formlega stofnað í janúar 1918 og átti Læknafélag Reykjavíkur par stærstan hlut að máli. Einn var sá í íslenskri læknastétt, sem hvað harðast barðist fyrir pví að koma á fót allsherjar félagi íslenskra lækna, stofnun Læknablaðsins og öðrum framfaramálum sem lækna varðaði. Það var eldhuginn Guðmundur Hannesson prófessor. Hann var ópreytandi á pessum árum sem og lengi síðan, að hvetja íslenska læknastétt til dáða á öllum sviðum. Talandi dæmi um ódrepandi kjark hans og dugnað var útgáfu Læknablaðs (hins eldra) um priggja ára bil frá pví í nóvember 1901 til jafnlengdar 1904. Þetta var hans frumkvæði einvörðungu, hann lagði til mest allt efni, ritaði blaðið eigin hendi og sendi læknum fyrir norðan og austan. Auðvitað voru fleiri mætir læknar, sem létu að sér kveða á pessum árum, en manni finnst pessi maður standa upp úr, a.m.k. úr fjarlægð litið. Hagsmunamál Frá upphafi vega hafa aðalverkefni Læknafé- lags Reykjavíkur verið að vinna að bættum launakjörum og öðrum hagsmunamálum lækna, halda uppi fræðslustarfsemi, ræða pað sem til framfara gæti orðið í heilbrigðismálum pjóðarinnar og beita sér eftir mætti í peim efnum. Læknafélag Reykjavíkur hefur löng- um haft forystu fyrir íslenskri læknastétt og verið stefnumarkandi í málum hennar, annað hvort upp á eigin spýtur eða í gegnum heildarsamtökin. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg próun pví hér hafa hvað flestir læknar haft búsetu og innbyrðis tengsl peirra verið nánari en í einangrun landsbyggðarinnar. Með breyttum aðstæðum í pjóðfélaginu og skipulagsbreytingum innan læknasamtakanna hefur staða Læknafélags íslands á hinn bóginn styrkst verulega. Ýmis mál og verkefni hafa færst yfir í pess hendur, a.m.k. í orði kveðnu, verkefni sem áður voru alfarið á vegum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.