Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 44

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 44
306 LÆKNABLAÐIÐ læknisfræðinnar á íslandi, svo og til endur- byggingar Nesstofu, og Þóroddar Jónassonar fyrir margvísleg trúnaðarstörf fyrir læknasam- tökin og fyrir að hafa ávallt borið merki lækna- stéttarinnar hátt. Formaður rakti starfs- og æviferil beggja. Voru peir síðan kjörnir heið- ursfélagar einu hljóði. Við fundarslit var þegið boð Læknafélags Vestfjarða um að halda aðalfund L.í. 1984 á ísafirði. Fundargerð aðalfundar L.Í. 1983 birtist í Læknablaðinu, 5. tbl. 1984, og vísast að öðru leyti til hennar. Stjórnarfundir Stjórn Læknafélags íslands heldur fundi að jafnaði á þriðjudögum kl. 17.00 til 19.00/19.30. Á því tímabili, sem skýrslan nær yfir, hafa verið haldnir 37 fundir og að meðaltali hafa verið tekin fyrir 8 mál á hverjum fundi. Auk þessa eru sameiginlegir fundir stjórna L.í. og L.R., og hafa 3 slíkir fundir verið haldnir á starfsárinu. Petta eru nokkru færri sameigin- legir fundir en verið hefur undanfarin ár. Samvinna stjórnanna hefur þó verið náin um mörg mál og engu minni en fyrr. F ormannaráðstef na Fundur stjórnar L.í. með formönnum svæða- félaganna var haldinn laugardaginn 18. febrúar í Domus Medica. Fulltrúum frá Félagi ís- lenzkra heimilislækna, Félagi ungra lækna, Sér- fræðingafélagi íslenzkra lækna og Félagi yfir- lækna var boðið að sitja fundinn, og komu fulltrúar frá tveim þeim fyrstnefndu. Fundarefni: 1. Formaður gerði grein fyrir afgreiðslu álykt- ana síðasta aðalfundar. 2. Formaður gerði grein fyrir útgáfustarfsemi á vegum læknasamtakanna. 3. Gerð var grein fyrir »Garðabæjarmálinu« (sjá síðar). 4. Haukur Pórðarson gerði grein fyrir starf- semi nefndar, sem gera á úttekt á banka- málum lækna. 5. Rætt um sérfræðiréttindi í fleiri en einni grein læknisfræðinnar (sjá síðar). 6. Rætt var um kostnað vegna ferða fulltrúa á fundi L.í. Tillögu um, að L.Í. greiddi allan kostnað við ferðir á fundi L.Í. var beint til stjórnar L.í. á síðasta aðalfundi. Ýmsar leið- ir voru ræddar, skoðanir voru skiptar og málinu vísað aftur til stjórnar L.í. Málin rædd. 7. Störf heimilislækna utan heilsugæzlustöðva á svæðum, þar sem heilsugæzlustöðvar starfa. 8. Kjaramál. Kjaramálafundir Tveir kjaramálafundir voru haldnir á starfsár- inu, þann 10. nóv. 1983 og 29. maí 1984. Á báðum fundunum var farið yfir stöðu samn- inga, kynntar hugmyndir að kröfugerðum á þeim fyrri og raktar niðurstöður samninga á þeim síðari. Á síðari fundinum urðu talsverðar umræður um mismunandi launakjör lækna og hvernig væri að jafna þau. Samþykkt var að bera saman launakjör hinna ýmsu hópa lækna og sem lið í því að kalla saman fulltrúa hópanna til að ræða samanburðargrundvöll. í lok fundarins kom fram, að skipa þyrfti nefnd til að endurskoða vottorðagjaldskrá lækna. Afgreiðsla ályktana og tillagna frá adalfundi 1983 Áiyktun um, að stjórn félagsins láti semja nýjar reglur um, með hvaða hætti læknum skuli heimilt að kynna sig og starfsemi sína fyrir kollegum. Skipuð var nefnd til að gera tillögu um málið, en í henni sitja Páll Sigurðs- son, Snorri P. Snorrason og Víkingur H. Arn- órsson, sem er formaður nefndarinnar. Nefnd- in hefur hafið störf, en ekki skilað álliti enn. Ályktun um að skora á heilbrigðisráðherra að láta gera áætlun um læknapörf á íslandi til aldamóta var send ráðherra, en skriflegt svar barst ekki. í apríl í vor gengu formenn L.í. og L.R. og framkvæmdastjóri læknafélaganna á fund ráðherra vegna þessa máls, og tók hann

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.