Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 48

Læknablaðið - 15.11.1984, Page 48
308 LÆK.NABLADID Hjúkrunarskóli íslands verði lagður niður, var vísað til stjórnar. Stjórnin taldi ekki ástæðu til að mótmæla, þar sem ákvörðun hafði þegar verið tekin og mótmæli því tilgangslítil. Tillaga um greiðslu ferðarkostnaðar á fundi L.Í., sem aðalfundur vísaði til stjórnar, var rædd á formannaráðstefnu 18. febrúar sl., án þess að niðurstaða fengist. Formaður L.í. mun flytja tillögu á aðalfundinum í ágúst um greiðslufyrirkomulag. Undir liðnum Önnur mál var lesin tillaga frá Læknafélagi Austurlands, sem barst of seint til að vera tekin sem ályktunartillaga. Par var lagt til að taka upþ viðræður við vinnuveit- endur um sérstakar slysa- og líftryggingar lækna á ferðum í starfi. Tillagan var send samninganefndum læknafélaganna, en áður hafa samninganefndir verið með hliðstæðar kröfugerðir. Samskipti við önnur lönd 1. Guðmundur Pétursson var fulltrúi L.í. á Nordisk seminar om medisinsk etik, sem haldið var í Oslo dagana 22.-24. september 1983. Erindi og umræður fundarins birtust í norska læknablaðinu (Tidsskrift for den Nor- ske lægeforening, nr. 5, 1984, 104) og voru gefnar út sérprentaðar. Guðmundur á sæti í Siðanefnd L.í. 2. Formaður og framkvæmdastjóri sátu Nor- disk Sekretariatsmöte í Stokkhólmi dagana 5. og 6. október 1983. Sekretariatsfundirnir, þ.e. fundir starfsmanna læknafélaganna eru haldn- ir annað hvert ár, þau ár, sem »centralstyrel- se« fundirnir eru ekki. Aðaltilgangur þeirra er að undirbúa og semja dagskrá miðstjórnafund- anna. Auk þess var rætt það helzta, sem gerst hafði á árinu í hverju landi. Einnig var rædd hugmynd um að koma fastari skipan á sam- skipti norrænu læknafélaganna með stofnun Nordisk lakarrád. Framkvæmdastjóri hefur sótt einn slíkan fund áður, en nú þótti ástæða, að tveir færu á fundinn héðan, þar sem ákveðið var, að næsti miðstjórnafundur yrði á tslandi. 3. Viktor Á. Sighvatsson, þáverandi gjaldkeri F.Í.L.Í.S., var fulltrúi L.í. á aðalfundi sænsku læknasamtakanna, sem haldinn var í Stokk- hólmi 11. og 12. nóvember 1983. Hann sendi L.f. skýrslu um fundinn. 4. Nordiska centralstyrelsemötet. Stjórnir læknafélaganna á Norðurlöndum koma saman á fund annað hvert ár til skiptis á Norður- löndum. Fundirnir nefnast centralstyrelsemöte á sænsku og nefndir miðstjórnafundir hér. Síðasti fundur var haldinn í Reykjavík dagana 17.-20. júní sl., en það er í fyrsta skipti, sem slíkur fundur er haldinn á íslandi. Sjötíu og fjórir erlendir og sextán ís'lenzkir fulltrúar sátu fundinn. Fastur liður á fundunum er, að gerð er grein fyrir helztu tíðindum í starfi félaganna frá síðasta fundi. Mesta athygli vakti frásögn um 7 vikna verkfall, sem finnskir læknar hafa nýlega staðið í. Það færði þeim 12-14 % launahækk- un. Kristján Baldvinsson hafði framsögu fyrir hönd íslands. Annar fastur liður í þessum fundum er málefni Nordisk Medicin, sem er gefið út af læknafélögunum á Norðurlöndum. Hagur blaðsins hefur ekki verið góður undan- farin ár, en fyrir ári var skipuð ný ritstjórn, sem hefur gert verulegar breytingar á blaðinu, og gengur það nú betur fjárhagslega. Rit- stjórnin telur, að gera þurfi frekari breyting- ar á blaðinu til að gera það áhugaverðara og fer fram á aukinn fjárstyrk (10 kr. sænskar á félaga á ári) næstu 2-3 árin. Telur ritstjórn- in líklegt, að á þeim tíma geti áhugi auglýs- enda aukizt svo, að blaðið beri sig. Fulltrúi Svíþjóðar hafði aðalframsöguerindi um samræmingu framhaldsmenntunar og sér- fræðiviðurkenningar á Norðurlöndum, en framsögu af hálfu íslands hafði Sveinn Magn- ússon. Á undanförnum árum hefur mikill áhugi verið á þessu máli og það rætt á ýmsum samnorrænum fundum læknafélaga, Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning og landlækna Norðurlanda. Að frumkvæði þeirra síðast töldu var stofnuð nefnd skipuð einum frá hverju landi til að vinna að málinu. Það hefur vakið verulega óánægju, að læknafé- lögin eiga ekki beina aðild að nefndinni og fulltrúar Finna, Normanna og Svía í henni eru embættismenn, sem læknar þekkja ekkert til. Fulltrúi Dana er læknir með þekkingu á málinu og landlæknir er fulltrúi íslands. Þor- valdur Veigar Guðmundsson er varamaður hans. Fundurinn beindi því til læknafélaganna að vinna að því hvert í sínu landi að fá beina aðild að nefndinni, og var Noregi falið að vinna að sameiginlegri greinargerð, sem öll félögin gætu staðið að. Tillaga frá Finnlandi, sem ísland studdi, um að koma fastari skipan á samskipti læknafé- laganna með stofnun Nordisk Lákarrád, náði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.