Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 52
310 LÆKNABLADID Arinbjörn Kolbeinsson fulltrúa félagsins í ráð- ið. 4. Alloft berast óskir frá ýmsum aðilum um að fá nöfn og heimilisföng lækna til að senda þeim ýmsar upplýsingar eða auglýsingar. Stjórnin hefur ákveðið, að nafnalistar skuli hvorki afhentir fyrirtækjum né einkaaðilum. 5. Árlega berast L.Í. til umsagnar reglugerða- og frumvarpstillögur. Við gerð athugasemda leitar stjórnin að jafnaði aðstoðar ýmissa lækna með sérstaka þekkingu á því sviði, er tillögurnar fjalla um. Á starfsárinu voru gefnar umsagnir um frumvörp um tóbaksvarnir, Ljós- mæðraskóla, tannlækningar, lyfjalög og breyt- ingar á almannatryggingalögum. 6. Formaður og framkvæmdastjóri notuðu tækifærið, þegar peir voru í Stokkhólmi á sl. hausti og sátu fund með íslenzkum læknum, en hann sóttu um 20 læknar. Einkum var rætt um atvinnumál, tryggingamál og sampykktir síð- asta aðalfundar. 7. Að undanförnu hefur tölvuvæðing á skrif- stofu læknasamtakanna verið í athugun og pegar verið tekin ákvörðun um kaup á tölvu með ritvinnslukerfi, sem notist fyrst og fremst fyrir Fréttabréf lækna og Læknablaðið. Einnig notast tölvan til spjaldskrárgerðar, útgáfu ársskýrslna, taxtablaða o.fl. Ráðgefandi sér- fræðingar vinna nú að tillögum um, hvaða tölvubúnað og ritvinnslukerfi muni hagstæðast að kaupa miðað við væntanleg not. 8. Orðanefnd L.í. hefur tekið til starfa eftir nokkurra ára hvíld. Stjórnin skipaði í nefndina Bjarna Pjóðleifsson, Magnús Jóhannsson og örn Bjarnason, og hefur nefndin starfað ötul- lega undir forystu pess síðast nefnda. Megin verkefni nefndarinnar er að vinna að nýju orðasafni í læknisfræði. Haft var samband við Baldur Jónsson, formann íslenzku málnefnd- arinnar, og gerði hann tillögu um framgang málsins, og er unnið samkvæmt henni. Tekizt hefur náin samvinna milli orðanefndarinnar og málnefndarinnar. Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur sampykktu að greiða laun starfsmanns, Magnúsar Snædal, cand. mag., í 3 mánuði, en málnefndin legg- ur til vinnuaðstöðu fyrir hann og ber kostn- að af tölvunotkun. Petta er aðeins hluti peirrar vinnu, sem parf að kaupa. Læknafélög- in greiða laun starfsmanns til að koma málinu af stað. Sótt var um styrk úr Vísindasjóði, en hann fékkst ekki. Er nú verið að leita eftir fjárstuðningi annarra aðila. 9. Á síðasta ári styrkti L.í. námskeið, sem fyrst og fremst voru ætluð fyrir unga lækna, sem hyggja á framhaldsnám í lyflækningum. Hug- myndin er sú, að pessi námskeið verði vísir að skipulögðu framhaldsnámi. Stjórnin hefur haldið áfram að styrkja pessi námskeið og voru haldin prjú slík á sl. vetri, en pau eru skipu- lögð af yfirlæknum lyfjadeilda sjúkrahúsanna í Reykjavík. 10. Garðabæjarmál. Seint á árinu 1983 hófu tveir heimilislæknar störf í Garðabæ sam- kvæmt númerasamningi. Áður en peir hófu störf, gerðu þeir samninga við bæjarstjórn um þátttöku bæjarins í rekstrarkostnaði og um launatryggingu. Starfsaðstaða peirra var í hús- næði bæjarins og nefnd Heilsugæzlan í Garða- bæ. í þessum samningum er m.a. kveðið á um, að peir muni auglýsa opnun stofu á hefðbundinn hátt og að önnur auglýsing og kynning á Heislugæzlunni skuli ekki brjóta á bága við lög og reglur læknafélaganna. Lækn- arnir auglýstu opnun stofu í dagblöðum, jafnframt var opnun Heilsugæzlunnar kynnt í fjölmiðlum, þ.ám. í blöðum útgefnum í Garða- bæ. Bæjarstjórn kynnti síðan opnun Heilsu- gæzlunnar með dreifibréfi til allra bæjarbúa. Fyrirhugað var, að á öftustu síðu pess dreifi- bréfs yrði skráningareyðublað, par sem bæjar- búar gætu skráð ósk um læknaskipti og sent á bæjarskrifstofuna. Vegna mótmæla læknanna og læknafélaganna var pó fallið frá pessu og texta breytt. Annað dreifibréf var síðan sent 27. des. 1983 til íbúa Garðabæjar, en aftan á pví var »könnun v/opnunar heilsugæslunnar í Garða- bæ« á pví, hverjir ætli að skipta um lækni fyrir 31. des. 1983. Dreifibréfinu var síðan safnað saman af hálfu bæjarstjórnar og mun sú söfnun hafa staðið fram yfir áramót. í númera- samningi peim, sem læknarnir störfuðu eftir, var ákvæði um, að læknaskipti geti einungis farið fram um áramót, og er þetta áréttað í dreifibréfinu. í dreifibréfinu sagði ennfremur: »Rétt er að vekja athygli bæjarbúa á, að hið nýja rekstrarform Heilsugæslunnar hefur í för með sér verulegan sparnað fyrir bæjarsjóð og þar með gjaldendur. Sparnaður pessi næst ekki nema bæjarbúar bregðist fljótt við og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.