Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 57

Læknablaðið - 15.11.1984, Síða 57
LÆKNABLADID 313 samþykkt að starfa eftir samningnum fram til 31. marz 1984. Enda þótt ötullega væri unnið að samningsgerð, m.a. með vikulegum fundum, varð henni ekki lokið fyrir þann tíma. Núm- eralæknar samþykktu á fundi 27. marz að vinna áfram eftir samningnum og þá til 30. aþríl. Voru samningarnir samþykktir með naumum meirihluta á fundi 17. sama mánaðar. Hinir nýju samningar marka nokkur tíma- mót, þar sem númerakerfið svokallaða var lagt niður og samningar sniðnir að samningum heilsugæzlulækna eftir því sem hægt var. Samninganefndarmenn voru sammála um, að númerasamningarnir hefðu gengið sér til húð- ar og bæri að leggja þá niður. Enda var svo komið, að smám saman höfðu bæjarfélög í meira eða minna mæli farið að styrkja eða reka stofur heimilislækna, sem ekki réðu við rekstrarkostnaðinn miðað við viðunandi starfs- aðstöðu. Var staðan því brðin sú, að hluti númeralækna í Reykjavík naut aðstoðar borg- aryfirvalda varðandi rekstur og starfandi númeralæknar annars staðar nutu allir ein- hverrar aðstoðar frá viðkomandi sveitarfé- lögum. Petta fyrirkomulag fól í sér mikinn mismun á vinnuaðstöðu og kjörum lækna, enda þótt þeir að nafninu til störfuðu eftir sömu samningum. Pað skal þó tekið fram, að nokkrir læknar utan heilsugæzlustöðva ósk- uðu ekki eftir, að horfið yrði frá númerakerf- inu. Ekki þykir ástæða til þess að rekja ítarlega nefnda samninga, enda hafa þeir verið gefnir út. Þó verður getið helztu atriða: — Læknir með a.m.k. 1750 einstaklinga á skrá hjá sér fær greiddar kr. 24.000.00 í fast mánaðargjald og kr. 21.000.00 vegna kostn- aðar við rekstur. Hlutfallsleg greiðsla er Kaffi er líka naudsynlegt á adalfundum. til þeirra, sem hafa færri en 1750 einstak- linga. — Fyrir unnin læknisverk verður greitt skv. gjaldskrársamningi heilsugæzlulækna. — Greitt verður í Námssjóð og Lífeyrissjóð og greiðslur í veikindaforföllum og orlofi verða hliðstæðar þeim, sem heilsugæzlu- læknar njóta. — Lífeyrisréttindi fengust fyrir eldri lækna. — Þeim heimilislæknum, sem áður höfðu unnið sem númeralæknar og haft a.m.k. 500 samlagsmenn, er heimilt að starfa áfram skv. hinum nýja samningi, en að öðru leyti er gert ráð fyrir, að um fullt starf skv. samningum verði að ræða. — Læknir, sem hyggst hefja störf samkvæmt- samningnum, tilkynnir það samningsaðil- um og viðkomandi sjúkrasamlagi, en að mati samningsaðila og viðkomandi héraðs- læknis þarf að vera þörf fyrir fleiri heim- ilislækna, sé heilsugæzlustöð á staðnum. Samningurinn gildir frá 1. maí 1984 og út þetta ár. Nokkur reynsla hefur þegar fengizt af samningi þessum. Tekjur flestra virðast svip- aðar og áður, en þess eru dæmi, að læknar, sem hafa hvað flesta samlagsmenn á skrá, hafi lækkað í tekjum. Samningurinn uppfyllir áður framsett skil- yrði L.R. fyrir stuðningi við kerfisbreytingu heimilislæknaþjónustu í Reykjavík, að til sé samningur fyrir þá lækna, sem starfa vilja utan heilsugæzlustöðva. í dag er ekki útlit fyrir, að kerfisbreytingu verði komið á á Stór-Reykjavíkursvæðinu í náinni framtíð. Það eru því brýnustu verkefni læknasamtakanna í málefnum lækna utan heilsugæzlustöðva, að sjá svo um, að þeir eigi kost á að skapa sér aðstöðu ekki lakari en gerist á heilsugæzlustöðvum. Er líklegt, að einhverjir heimilislæknar væru fúsir til áfram- haldandi sjálfstæðs reksturs læknastöðva, sem hefðu sama hlutverki að gegna og heilsu- gæzlustöðvar, ef rekstrargrundvöllur slíkrar aðstöðu er tryggður. Samningur sérfrædinga utan sjúkrahúsa. Þann 19. apríl 1983 var samið um breytingu á samningi um sérfræðilæknishjálp frá 20. júní 1982, með gildistíma til 1. des. sama ár, og er hans getið í síðustu ársskýrslu. Viðsemjendur voru þá ekki til viðtals um höfuðkröfu sérfræðinga um breytingar á til- vísanakerfinu, en gáfu þó óbeint til kynna, að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.