Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 58

Læknablaðið - 15.11.1984, Side 58
314 LÆKNABLAÐID þennan stutta samningstíma yrði ekki beitt ákvæðum 2. gr. samningsins um tilhögun tilvísana. Megin ástæða framlengingar samningsins af hálfu sérfræðinga var slæm samningsstaða þeirra vegna sífelldra hótana viðsemjenda um að setja málið í gerð. Samkvæmt þessum nýja samningi fengu einstakir sérfræðingar rétt til að segja sig undan samningnum með 4ra mánaða fyrirvara, skv. 12. gr. hans, miðað við 1. des. 1983. Rúmlega 130 sérfræðingar neyttu þessa réttar með skriflegum uþpsögnum, sem bárust L.R. fyrir 1. 1983. Samningaviðræður hófust í nóvember og höfuðkrafa L.R. var, að þáverandi tilvísana- kerfi yrði lagt niður og einstakir sérfræðingar fengju uppsagnarrétt með eðlilegum fyrirvara, óháðum gildistíma samningsins. Einnig voru gerðar kröfur um breytingar og hækkun á gjaldskrá. Ekkert miðaði í samkomulagsátt og vegna almennrar biðstöðu annarra samninga þótti eðlilegt að gefa frest til frekari viðræðna, enda framlengdu bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar frá sumrinu 1983 alla kjarasamninga óbreytta og lögðu bann við launahækkunum tii 1. febrúar 1984. Við breytingar á þeim lögum í meðförum Alþingis var bann þetta þó ekki í gildi nema fram í síðari hluta desember- mánaðar. Um miðjan janúar í ár hófust samningavið- ræður að nýju og voru þá þegar gefin fyrirheit um breytingar á tilvísanakerfinu, en til þess þurfti lagabreytingu. Þann 27. marz lá fyrir samkomulag, sem samninganefndir beggja aðila undirrituðu með fyrirvara um sam- þykki Tryggingaráðs og Læknafélags Reykja- víkur. Báðir aðilar samþykktu samningsdrögin. Helztu kostir þessa samnings eru þeir, að tilvísanir eru felldar niður sem greiðsluheimild samlaga. Sérfræðingar fengu rétt til að segja sig undan samningnum óháð gildistíma hans. Þá eru ákvæði um, að gjaldskrá skuli endur- skoðuð á árinu. Sérfræðingar neyddust hins vegar til að falla frá svo til öllum kröfum um launahækkanir og taka upp meðaltalseininga- fjölda á viðtöl innan hverrar sérgreinar í stað lengri og styttri viðtala, sem samninganefndar- mönnum var ljóst, að var skref aftur á bak. Samningurinn hefur verið gefinn út og vísast að öðru leyti til hans, en hann gildir til 1. apríl 1985. Starfsmatsnefnd Nefndin hélt 9 fundi á árinu 1983 og mat 95 aðstoðarlækna og ákvað upphaf starfsaldurs 22 sérfræðinga. Orlofsnefnd L.í. og L.R. Almennur áhugi lækna er á orlofshúsum læknafélaganna í Brekkuskógi og íbúðinni á Akureyri. Mjög góð nýting er yfir sumarmán- uðina, allgóð á vormisseri, en lítil að vetri til. Til að auka nýtingu að vetri hefur leigan ver- ið lækkuð verulega yfir vetrarmánuðina. Hef- ur það mælzt vel fyrir og aðsókn aukizt. Leigutekjur af húsunum og íbúðinni nægja aðeins fyrir u.þ.b. helmingi rekstrar- og við- haldskostnaðar, en hinn hlutinn er greiddur af iðgjaldatekjum Orlofssjóðs lækna. Lífeyrissjóður lækna veitti á sínum tíma lán fyrir kaupverði beggja orlofshúsanna og fyrir hluta kaupverðs íbúðarinnar á Akureyri. Af- borganir af lánum þessum hafa engar farið fram og vaxtagjöld að hluta lagst við höfuð- stól skuldarinnar. Á síðasta ári nægðu iðgjöld í fyrsta sinn til að greiða alla ársvexti af skuldinni auk þess hluta rekstrarkostnaðar, sem leigutekjur greiddu ekki. Samkvæmt ályktun aðalfundar L.í. 1983 verður næsta fjárfestingarverkefni Orlofs- nefndar að festa kaup á orlofsíbúð í Reykja- vík. Það er mat Orlofsnefndar, að enn hafi Orlofssjóður ekki fjárhagslegt bolmagn til þessara íbúðarkaupa, en nefndin mun áfram hafa ályktunina að leiðarljósi. Námskeiðs- og fræðslunefnd L.í. og L.R. 1. Aðalverkefni Námskeiðs- og fræðslunefnd- ar læknafélagnna á sl. ári var skipulagning haustnámskeiðs, sem haldið var í Domus Medica dagana 20.-25. september 1983. Fjallað var um aðgerðir við kransæðasjúk- dómum, tölvuvæðingu í heilbrigðisþjónustu og augnsjúkdóma. Auk þess flutti dr. W.G. Reeves frá University Hospital, Queen’s Medical Center, Nottingham, erindi um The Importance of Immunology in Medicine. Tuttugu og sjö erindi voru flutt um ýmsar rannsóknir íslenzkra lækna. Námskeiðinu lauk með sérstöku 2ja daga tölvunámskeiði verklegu og fræðilegu. Var eftirspurn eftir því meiri en hægt var að sinna. Er í ráði að koma föstu formi á slík námskeið. 2. í september sl. hélt nefndin í samvinnu við fræðslunefnd F.Í.H. málþing um brjóstveiki. Auk fjölda íslenzkra fyrirlesara fluttu þar erindi þau Calle Bengtson, dósent, og Mari- anne Hagman, dósent, bæði við Gauta- borgarháskóla.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.