Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 193-8 193 Helgi Kristbjarnarson, Hallgrímur Magnússon, Guðmundur I. Sverrisson, Eiríkur Örn Arnarson, Tómas Helgason KÖNNUN Á SVEFNVENJUM ÍSLENDINGA INNGANGUR Þegar læknir þarf að meta eðli svefntruflana sjúklings er fátt eins mikilvægt og að hafa skýra mynd af því hvað eðlilegt getur talist. Þótt svefnvenjur fólks hafi verið kannaðar nokkuð erlendis (1, 2, 3, 4), fer því fjarri að hægt sé nota þær sem einu viðmiðun við mat á sjúklingum hér á landi. Kemur þar margt til; ólíkur vinnutími, ólíkur sólargangur, önnur stilling klukku og jafnvel ólíkt geðslag fólks. Með auknum kröfum um markvissa meðferð svefnsjúkdóma hefur aukist þörfin á að svefnvenjur þjóðarinnar séu vandlega kannaðar. Helsta könnun sem gerð hefur verið hér fram að þessu er sú sem Ríkisút- varpið lét framkvæma 1982 (5), en sú könn- un er mjög takmörkuð og ekki gerð í læknis- fræðilegum tilgangi. í því skyni að fá glögga mynd af svefnvenjum íslendinga var því á- kveðið að gera bréflega könnun sem náð gæti til marktæks hóps íslendinga. Könnuninni má skipta í tvo meginþætti, spurningalista og svefnskrá. Spurningalistinn hafði að geyma um þrjátíu spurningar sem flestum mátti svara með því að krossa við tiltekna valkosti. Svefnskráin var færð dag- lega og sýndi svefntímann undanfarandi nótt. Af niðurstöðum má ráða að svefntími og svefnvenjur eru með nokkuð öðrum hætti hér en tíðkast með sumum öðrum þjóðum. AÐFERÐIR Könnunin náði til einstaklinga sem fæddir voru 1962 eða fyrr og voru því um eða yfir tvítugt þegar hún var gerð. Könnunin fór fram í október 1982 og var síðan endurtekin í júní 1983, en svör bárust á nokkurra mánaða tímabili. Úrtakið var í fyrstu ákveðið eitt þúsund manns (tafla I), valið af handahófi úr þjóðskrá. Raunverulegt úrtak reyndist nokkru minna, þar eð þjóðskráin miðast við næstliðinn 1. desember, og varð því að Frá geðdeild Landspítalans. Barst ritstjórn 20/02/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 10/04/1985 nota nær ársgamla útgáfu hennar. Nokkrir höfðu látist eða flutt og fundust ekki. Spurn- ingalistar og svefnskrár voru send í pósti og eitt ítrekunarbréf sent til þeirra sem ekki svör- uðu innan fjögurra vikna. Öll úrvinnsla var tölvuunnin, spurninga- listar færðir í gagnagrunn, og svefnskrár voru lesnar með punktagreini (digitizer), með aðferð sem sérstaklega var þróuð fyrir þessa könnun og nánar er Iýst annars staðar í þessu blaði (6). Svarprósentan 63% var heldur í lægra lagi, en þetta er algengt vandamál við svona kannanir hérlendis. Til að kanna hvort sá hópur sem ekki svaraði væri frábrugðinn hinum sem svaraði, var hópurinn skoðaður með tilliti til kynskiptingar og búsetu þ.e. hvort fólk bjó á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri annars vegar, eða hvort það bjó annars staðar á landinu hins vegar. í þriðja lagi var kannað hlutfall fólks yfir sextugt í hópnum sem ekki svaraði. í öllum þessum atriðum var hlutfall fólks nánast það sama og í úrtakinu, þ.e. skeikaði minna en 3%, sem bendir til þess að svarhópurinn sé nægilega rétt úrtak. Við svipaðar kannanir erlendis hefur þó fundist viss munur á þeim sem svara og þeim sem ekki svara, t.d. hvað varðar greind og þjóðfélagsstöðu (7). Til að kanna nánar nokkur atriðanna sem fram komu í könnun okkar, var gerð viðbót- arkönnun með þeim hætti, að höfð var samvinna við fyrirtækið Hagvang um vissar spurningar sem fylgdu með í mánaðarlegri TAFLA I ÚRTAKSTAFLA Upphaflegt úrtak......................... 1000 Svör bárust................................ 630 Nýtanlegir spurningalistar................ 584 Nýtanlegar svefnskrár..................... 541 Seinna úrtak............................... 590 Nýtanlegir spurningalistar................ 328 Nýtanlegar svefnskrár..................... 298

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.