Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 24
202 LÆKNABLAÐIÐ GVFD). Sjónsvið var mælt með Goldmann’s sjónsviðsmæli. Um 27% karla voru komnir með skerðingu á sjónsviði er meðferð var hafin og tæplega 12% kvenna. í töflu IV er aldurs- og kyndreifing 463 (237 karla og 226 kvenna) sjúklinga með hægfara gláku, sem settir voru á meðferð á árunum 1970-79 og verið hafa í eftirliti á göngudeild augndeildar. Sjúklingar eru flokkaðireftirþví hvað sjúkdómurinn var langt genginn er meðferð var hafin þ.e. hvort hann var á byrjunarstigi eða kominn á augljóst stig (GVFD). Um 27% karla voru með GVFD en rúmlega 15% kvenna. SKIL Ekki er með neinni vissu hægt að fá réttar Table IV. Distribution of 463 open-angle glaucoma patients at the Outpatient Glaucoma C/inic St. Joseph ’s Hospital, Reykjavik, Iceland started on glaucoma treat- ment during theperiod 1970-1979. Classified in subclini- cal stage and G VFD by age and sex. Both sexes Males Females Sub- Sub- Sub- Age clinic GV- clinic GV- clinic GV- groups stage FD stage FD stage FD 80+ ... 40 n 16 4 24 7 70-79.. 119 39 53 27 66 12 60-69.. 121 29 59 18 62 11 50-59.. 79 16 41 13 38 3 40-49.. 4 5 3 3 1 2 363 100 172 65 191 35 Total 463 237 226 Table V. Estimated average number of new open-angle glaucoma patients in Iceland each year (mean value) during the period 1970-79. It is presumed that the glaucoma patients in the Glaucoma clinic in Reykjavik are around one third of the total glaucoma population in Iceland. Both sexes Males Females Age- Subclinic GV- Subclinic GV- Subclinic GV- groups stage FD stage FD stage FD 80+ .... 12 4 4 2 8 2 70-79... 37 11 17 7 20 4 60-69... 37 8 18 5 19 3 50-59... 24 5 12 4 12 1 40-49... 1 2 1 1 1 111 30 53 19 59 11 Total 141 71 70 tölur um nýgengi hægfara gláku á byrjunar- stigi þar sem a.m.k. áratugur getur liðið uns skemmdir i taugaþráðum koma í ljós og ekki er unnt að mæla þrýstingsþröskuld (pres- sure sensitivity) hvers einstaklings. Á byrjunarstigum er sjúkdómurinn ein- kennalaus, sjúklingur finnur ekki til neinna óþæginda eða sjóntruflana og með þeim rannsóknartækjum, sem tiltæk eru, er oft erfitt að meta hvort um sjúklega breytingu er að ræða. Sumir geta þolað augnþrýsting yfir 30 mm Hg alllengi, án þess að bíða tjón af, þar sem aftur á móti aðrir fá glákuskemmdir við þrýsting innan við 20 mm Hg. Breyting á sjóntaugarósi sést oft ekki fyrr en sjúk- dómurinn er alllangt genginn og sjónsviðs- skerðing finnst oft ekki fyrr en sjúkdómurinn hefur staðið alllangan tíma nema sérstaklega sé leitað að henni. Mikill fjöldi taugaþráða í sjóntaug (axona) þarf að skemmast áður en sjónsviðsbreytingar verða finnanlegar með sj ónsviðsmælingu. Nýgengi hægfara gláku hefur aldrei verið kannað nákvæmlega (2). Flestar athuganir hafa tekið til valins hóps fólks f.o.f. þess sem hefur háan augnþrýsting. Slíkar rannsóknir segja ekki til um heildarnýgengi þar sem sýnt hefur verið fram á að töluverður hluti glákusjúklinga hefur lágan augnþrýsting (3). Meta má nýgengi gláku allvel út frá algengi sjúkdómsins í aldurshópum vegna þess að hann er ólæknanlegur og fólk deyr ekki úr honum. Þessi leið var því valin hér til að meta nýgengi hægfara gláku á íslandi. Enda þótt nýgengistölur hægfara gláku séu torfundnar er unnt að fá vitneskju um hversu margir bætast í hóp glákusjúklinga árlega hér álandi. Gefa slíkar tölur allgóðahugmynd um nýgengið. Hér á landi nær augnlæknisþjón- usta til langflestra landsmanna og augnlækn- ar eru einir um að mæla gleraugu. Eftir að nýskipan komst á augnlækninga- ferðir og augnlæknum fjölgaði á fólk orðið greiðan aðgang að þeim. Nær allir sem komnir eru á miðjan aldur þurfa á nokkurra ára bili að leita augnlæknis vegna breytinga, sem verða á sjón með aldrinum. Enda þótt sjúklingar komi aðeins til að fá mæld gleraugu leita augnlæknar sérstaklega að gláku. Ætti því hægfara gláka að finnast tiltölulega snemma þ.e. áður en verulegar skemmdir hafa átt sér stað. Fylgst er reglulega með sjúklingum, sem eru með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.