Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 207-10 207 m Matthias Kjeld, Jón Eldon, Þórarinn Ólafsson KALSÍUM,MAGNESÍUM OG FOSFOR í SERMI INNGANGUR Mælingar á kalsíum (Ca) í sermi hafa verið gerðar allt frá árinu 1921, er Kramer og Tisdail (1) lýstu fellingaraðferð sinni. Fram- farir í mælingartækni hafa leitt til þess, að efni í blóði eru mæld með sívaxandi markvísi (precision) og áreiðanleika. Aðferðir til þess að mæla ólífrænan fosfór (P), magnesíum (mg) og kalsíum (ca) hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og má þar nefna t.d. mælingu litrófseindagleypnimælir (atomic absorption spectrophotometry), fyrir Ca og Mg, en sú mælingaraðferð er talin með sérhæfðari (specific) aðferðum fyrir þau efni. Ýmiskonar sjálfvirkni hefur aukið markvísi mælinganna því þarf einatt að endurtaka viðmiðunargildi fyrir hin ýmsu efni. Önnur ástæða til slíkra mælinga er hugsanlegur líffræðilegur munur á þjóðum eða hópum fólks, sem gæti verið erfða- eða umhverfisbundinn. Þannig gætu t.d. fæða, sólfar eða lifsvenjur hugsanlega breytt einhverju um þéttni þessara efna í blóði. Nútíma mæliaðferðir kynnu að skynja þann mun. Sermisgildi hinna tvígildu bakskautsjóna, Ca+ + og Mg+ +, hafa verið til umræðu nýlega af ýmsum ástæðum. Má þar nefna háþrýsting í slagæðum (3,4), samband ámilli vatnshörku og kransæðasjúkdóma í hjarta (5, 6, 7), iktsýki (8), hreyfingaleysi og þyngdarleysi í geimnum (9), tíðahvörf (10), árstíðabundnar vítamín-D sveiflur (11) og Ca-gildi í sermi hjá fárveiku fólki (12). Loks hefur komið í ljós að hyperparathyreoidismus er mun algengari en áður var talið (13, 14). Sermisgildi Ca, Mg, og P, í heilbrigðum íslendingum hafa ekki áður verið birt svo okkur sé kunnugt, en rannsóknastofur í efnameinafræði hafa stuðst við eigin mæl- ingar smærri hópa eða erlend gildi (15). Við Frá Rannsókn 6, Rannsóknadeild Landspítalans, Tilraunastöð Háskólans að Keldum og Svæfingadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 06/04/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 24/05/- 1985. birtum því hér niðurstöður úr sermismæl- ingum Ca, Mg og P*. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Blóðsýni 108 íslendinga (53ja kvenna og 55 karla) á aldrinum 18-68 ára voru tekin til mælinga. Voru þau hin sömu og áður hefur verið lýst við kalíum og natríum mælingar (16) og voru niðurstöður úr öllum 108 sýnum teknar með, en tvær konur tóku getnaðarvarn- arpilluna og tveir tóku þvagræsilyf, ein lanoxid. Sýni þessi voru tekin í nóvember og fólkið var ekki fastandi. Sýni voru geymd við -20°C þar til Ca og Mg voru mæld tveimur mánuðum eftir blóðtöku, Pi rúmu ári síðar. Við Ca- og Mg- mælingarnar á Keldum var notaður litrófs- eindagleypnimælir (atomic absorption spec- trophotometer) frá Perkin Elmer Inc. af gerðinni 305-B með air-acetylene loga. Staðlar voru frá Merk (Titrisol), sýni voru þynnt 1:75 með 0.25% lanthanum chloride. Sýnin voru öll mæld í sömu lotunni ásamt sama »seronorm« (aðkeypt gæðastýring- arsýni með þekktri þéttni mælingarefna (analytes), Nygárd A/S, Noregi) sýninu 10 sinnum. Pi var mældur með aðferð Daly og Ertings- hausen (17) (óafoxaður phosphomolybdate complex mældur við 340 nm) á Multistat III centrifugal analyzer (Instrumentation Labo- ratories). Hlutvik (coefficient of variation) aðferðarinnar milli lota (inter-assay) var 3.40%, en sjö mælingar sama sýnis í sömu lotu sýndu 0.85% hlutvik innan lotunnar (inter-assay variation). Notaður var heima- tilbúinn staðall en »Precipath U« (aðkeypt gæðastýringarsermi Boehringer Mannheim GmbH) var notað til að meta nákvæmni. Uppgefin gildi fyrir Precipath U höfðu verið mæld á SMA (Technicon) og með hand- aðferð, sem notar molybdenum blátt efna- hvarfið. Hvorug aðferðin var sambærileg við okkar mælingu og gildinu úr SMA því breytt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.