Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 50
218 LÆKNABLAÐIÐ b. Landspítali-Námsstaða í eitt ár, lyflækn- ingadeild. Deildir: Þriggja mánaða vera á mismunandi lyflækningadeildum, lungnadeild, hjarta- deild, gigtsjúkdómadeild, meltingarsjúk- dómadeild. Fræðslustarfsemi: Klínískir fundir: þriðju- daga Fræðslufundir: fimmtudaga Fyrirlestrar: föstudaga Kennsla: Þátttaka í kennslu læknastúdenta og annars starfsfólks. Starfssvið: Daglegur rekstur deilda, undir handleiðslu sérfræðinga. Viðvera á bráðavöktum. Rannsóknarskylda: Skila einu rannsóknar- verkefni á árinu. Göngudeildir: Fylgja sjálfstætt eftir eigin sjúklingum (20-30). Að loknu einu ári á ofangreindum sjúkrahúsum gæti komið til framlenging á stöðunni annað ár e.t.v. á öðrum spítala ef samkomulag næst milli sjúkrahúsa þar að lútandi. Mundi slíkt samkomulag vera gert að tilstuðlan sérgreinahóps og samþykkt af sérnámsnefnd. Þessar stöður mætti einnig nýta fyrir aðrar sérgreinar svo sem heimilislækningar og geðlækningar. HEIMILISLÆKNINGAR Það nám, sem þyrfti að koma upp í heimilis- lækningum hér heima væri námsstaða í eitt ár á heilsugæslustöð. Þyrfti heilsugæslustöðum að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. a) Þrír til fjórir fastráðnir læknar, b) Tutor- kennsla, c) Vaktskylda, d) Skipulögð fræðslustarfsemi og vikulegir fundir, e) Rannsóknarverkefni, f) Lágmarksstarfsemi i mismunandi þáttum heilsugæslu, s.s. ung- barnaeftirliti, mæðravernd og skólaheilsu- gæslu. í öðrum greinum sem nauðsynlegar eru til sérnáms í heimilislækningum þyrfti að fá námsstöður á sjúkrahúsunum annaðhvort með því að nýta fyrirliggjandi námsstöður s.s. í lyflækningum eða með að skipuleggja stöður á sjúkrahúsunum fyrir námslækna í heimilislækningum sérstaklega. Skipan sérgreinahóps innan heimilislækninga ætti hafa forgöngu. Sérnám i heimilislœkningum. 1. Námsstaða í eitt ár á heilsugæslustöð t.d. heilsugæslustöð í Kópavogi, Egilsstöðum, Húsavík, Asparfelli. Vinna við heilsugæslu undir umsjá reynds læknis (tutors) sem fer yfir afgreiðslu tilfella og kennsla í viðtalstækni. Þátttaka í ungbarnaeftirliti, mæðravernd og skólalækningum. Þátttaka i vakta- og vitjanaþónustu. Þátttaka í fræðslustarfsemi á heilsugæslustöð t.d. fræðslufundum. Fylgst með vinnu annarra sérfræðinga á stofu t.d. vikulega i ýmsum greinum s.s. húð- lækningum, gigtarlækningum, háls-nef og eyrnalækningum o. s.fr. Lokið einu rannsóknarverkefni á árinu á sviði heimilislækninga. Auk þessa er möguleiki að taka hluta sérnáms í heimilislækningum á eftirtöldum deildum: Námsstaða í eitt ár á lyflæknisdeild sbr. að ofan t.d. á lyflæknisdeild Landspítalans eða Borgarspítalans. Námsstaða á geðdeild í 6 mánuði t.d.á Borgarspítalanum. Námstaða fyrir lækna í heimilislæknanámi á kvensjúkdómadeild í 6 mánuði. Námsstaða á barnadeild í eitt ár t.d. á Landakoti. Námsstaða fyrir lækna í heimilislæknanámi á skurðdeild í 6 mánuði, t.d. á Landspítal- anum. Reykjavík 17. nóvember 1984

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.