Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 42
212 LÆKNABLAÐIÐ eru á veg komnar. Vonir standa til, að nokkur lausn fáist á vandamálum langlegusjúklinga með yfirtöku á rekstri Hafnarbúða á næst- unni en lausn þess máls virðist nú í sjónmáli. Þrátt fyrir naumt skammtað fé til tækjakaupa hefur tekist sæmilega að endurnýja og afla nýrra tækja til lækninga og rannsókna. Þar nýtur spítalinn einstakrar góðvildar margra einstaklinga og félaga. Takmarkið hlýtur að vera að gera spítalann þannig úr garði að þegar því 20 ára timabili lýkur árið 1997, sem samið var um að þessi rekstur skyldi standa, detti engum annað í hug en að haldið verði áfram á sömu braut. Eins og horfur eru í dag hljótum við að vera bjartsýn á að það takist. Góðir gestir ég bið ykkur að taka undir árnaðaróskir til dr. Bjarna Jónssonar um leið og við óskum eiginkonu hans og fjölskyldu alls hins besta. Dr. Bjarni svaraði með eftirfarandi orðum: Nú er langt síðan ég gekk austur Túngötu á vetrarmorgnum, sveinstauli i Reykjavík- urskóla og varla vaknaður. Þá urðu stund- um á vegi mínum fullorðnir menn, tígulegir að mér fannst með þykka doðranta undir hendinni. Þeir voru á leið í Landakotsspítala og höfðu innbyrt meiri visku, að ég hélt, en ætlandi væri dauðlegum mönnum. Man ég þar eftir Þórði Þórðarsyni, sem lék í revýum á siðkvöldum, Karli Sig. Jónassyni, sem bar höfuð yfir þá félaga og setti einn til klakks votaband og Braga Ólafssyni, sem var meira prúðmenni en aðrir menn. Ekki hvarflaði þá i huga minn að líkjast þeim, enda hugsaði ég þá meira um stjörnu- fræði og hefði líklega lagt stund á þá grein hefði ég átt þess kost. En svo fór ég fetaði í þeirra spor. Að loknu prófi var mér opið kandidatspláss í Landspítala en atvik urðu til þess, að kandidatsstaða var sett á Landakoti — og kaus ég hana. Ég kom hér svo 1. janúar 1936 og hefi verið viðloðandi síðan, þó nú séu fimm ár liðug síðan ég þvoði mér síðast í þessu húsi og fór í hanska. Að vísu hafa verið frátafir en þær voru allar tengdar starfinu hér. Það er þá sex mánuðum fátt í hálfa öld, sem ég hefi slitið iljaskinninu á þessum slóðum. Þegar ég kom hér fyrst var einn fyrir af þeim fyrirmönnum, sem ég mætti stundum í hríðarhraglanda í Landakotsbrekkunni og síðar bættist annar þeirra við. Fremstur maður hér var þá Matthías Ein- arsson en Halldór Hansen erfðaprins. Matthías var mikill læknir, ljóngreindur athafnamaður með skaplyndi hershöfðingja. Sjaldan þurfti hann þó að beita hörðu. Halldór var lærdómsmaður, dugnaðar- forkur, harður við sjálfan sig en ljúfur við aðra og gat ekki sagt nei. Að Matthíasi látnum átti spítalinn í vök að verjast og hefir átt það fram á þennan dag, stundum svo að lá við að honum yrði lokað. Á miðjum þorra 1959 tók ég við af Halldóri Hansen og var í fyrirsvari spítalans þar til í árslok 1979. Á þessum árum gekk á ýmsu; enginn dagur var baráttulaus og fór stundum í hart. En fyrir hvert spor sem við sigum aftur á bak, miðaði oftast tveimur áfram. Ekki voru allir læknarnir ætíð á mínu máli. Mér er það þá til gleði, að þeir skuli setja mig á stall með fyrirrennurum mínum, sem ekki stóð um styrr, til gleði af því að þeir hafa fundið, að ég vildi vel og nokkuð hefir miðað fram á veginn. Það yljar að finna hug lækna spítalans, ungra sem gamalla með yfirlækninn í broddi fylkingar og Erlu hægri hönd hans í þessu umstangi að ógleymdum manninum frá Cata- loníu, sem gerði myndina. Ég hefi lengi vorkennt ungum stúlkum, sem hafa látið glepjast til þess að gefast læknum án þess að vita hvaða líf þær áttu í vændum. Heimilislíf lækna er um margt annan veg en tíðkast í þjóðfélaginu og þyngri byrðar lagðar á herðar konunnar; en læknarnir taka þetta allt með sjálfskyldu. Ég þakka þá sæmd, sem mér er sýnd og deili henni með konu minni. Oú est la femme spyrja franskir og öll vitum við, að þáttur konu er sterkur í ferli mannsins. En þess er að jafnaði lítils getið. Það liggur í láginni hverjar hafa verið hugmyndir hennar, starf og stoð á erfiðum stundum. Ég þakka.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.