Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 48
216 LÆKNABLAÐIÐ á því máli. Bentu þeir jafnframt á að sam- kvæmt læknalögum ber læknadeild Háskóla íslands að setja reglur um sérfræðinám og gefa umsögn um veitingu sérfræðileyfa. Taldi nefnd deildarinnar að sérfræðiráð væri best skipað fulltrúum frá læknadeild Háskóla íslands, Læknafélagi íslands og heil- brigðismálaráðuneytinu. Töldu þeir óeðlilegt að Félag ungra lækna ætti aðild að slikri nefnd, þar eð þeir væru þá orðnir umsagn- araðilar um eigið sérnám. Þessar tillögur voru samþykktar á deildar- fundi læknadeildar og vísað til deildarráðs, en lítið hefur gerst í málinu síðan. Af hálfu Læknafélags íslands voru hins- vegar skipaðar þrjár nefndir 1976, sem allar skiluðu skriflegum tillögum. Hafa þær birst í Læknablaðinu. í fyrsta lagi nefnd um tillögur um fram- haldsnám í handlæknisfræði á íslandi, Læknablaðið 1980, 66: 21-3. í öðru lagi greinargerð um framhaldsnám í almennum lyflækningum á íslandi, Læknablaðið 1980, 66: 85-7. í þriðja lagi nefndarálit um heimilis- lækningar, Læknablaðið 1977, 63: 111-22. Þar er vel lýst kröfum í hverri grein og hvernig uppbygging náms ætti að vera. Á aðalfundi Læknafélags íslands 1982 var samþykkt tillaga þess efnis að ráða skyldi starfsmann á vegum félagsins í hlutastöðu til að sinna skipulagi á framhaldsmenntun hér- lendis. Á vegum Félags ungra lækna var haldin ráðstefna um þessi mál vorið 1982 og í framhaldi af því aðalfundarsamþykkt haustið 1982 þar sem heilbrigðisyfirvöld voru hvött til að beita sér á þessum vettvangi. í framhaldi af því var síðan stofnuð nefnd sú, sem hér skilar áliti. Þess ber og að geta, að læknasamtökin hafa, í samvinnu við yfirlækna á lyflæknis- deildum sjúkrahúsanna í Reykjavík, efnt til symposia eða námskeiða fyrir »súperkandi- data« og aðstoðarlækna á lyflækningadeild- um. Umræður um þessi mál hafa einnig farið fram innan læknadeildar Háskóla íslands og var árið 1983 breytt reglugerð nr. 78/1979 fyrir Háskóla íslands þar sem gert er ráð fyrir að læknadeild standi fyrir framhaldsmenntun læknakandídata eftir því sem fjárveitingar og aðrar aðstæður leyfa. B. Möguleikar hérlendis Eins og áður var vikið að er það skoðun nefndarinnar, að þegar sé hægt að hefja sérnám hérlendis og nýta beri til þess hinar svonefndu »súperkandidatsstöður« á sjúkrahúsunum í Reykjavík, sem og stöður reyndra aðstoðarlækna annars staðar á land- inu. Þessar stöður mætti nota til sérnáms í Iyflækningum, skurðlækningum, geðlækn- ingum og heimilislækningum. í heimilislækn- ingum þyrfti að auglýsa stöður á heilsu- gæslustöðvum landins og þá helst á stórum og vel búnum heilsugæslustöðvum, þar sem þrír til fjórir læknar eru starfandi. Má í þessu sambandi nefna Egilsstaði, Húsavík, ísafjörð og heilsugæslustöðvarnar í Fossvogi, Aspar- felli og Kópavogi. Komið yrði á sameiginlegri fræðslu fyrir aðstoðarlækna í svipuðum greinum svo sem með fyrirlestrum og með námskeiðahaldi. Þá mætti tengja sérgreinanámið innbyrðis með því að læknar flyttust milli deilda og jafnvel sjúkrahúsa. Við skipulagningu sérnáms hérlendis verður að leggja áherslu á sveigjanleika. Yfirlit yfir þær stöður sem nefndinni er kunnugt um og nýta mætti til sérnáms, er að finna í töflu I. »SUPERKANDI- DATSTÖÐUR«. Fjöldi »súperkandidatstaða« er í kringum 50 að meðtöldum stöðum á Akureyri. Tafla II sýnir fjölda »súperkandidats- staða« eftir greinum. FYRIRKOMULAG SÉRNÁMS Stofnun sækir um leyfi til heilbrigð- ismálaráðherra um að fá að annast fram- haldsnám. Heilbrigðismálaráðherra veitir slikt leyfi að fengnum tillögum læknadeildar Háskóla íslands. Umsókn fylgi starfslýsing og nánari út- listun á starfsemi viðkomandi stofnunar, kennslugrein, megináherslum, fjölda sér- fræðinga, fræðslustarfsemi, tutorkennslu svo og rannsóknarskyldu og kennsluskyldu viðkomandi aðstoðarlæknis. Námsstöður skulu auglýstar í samráði við sérnámsnefnd og er einungis heimilt að auglýsa þær stöður sem hún samþykkir. Sérnámsnefnd getur hlutast til um end- uskoðun á hæfni deilda til að annast sér- námskennslu. Sérgreinahópar skipuleggja sameiginlega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.