Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 32
206 LÆKNABLAÐIÐ leitaskapanauðsynlegangrundvöllaðheildar- yfirsýn, ekki aðeins um þeirra ástand heldur einnig fjölskyldna þeirra. Slík vitneskja um líf og hagi einstaklingsins skapar allt annan og mun betri grundvöll til meðferðar á geðræn- um vandamálum. Brestur á slíkri vitneskju getur tafið eða jafnvel gert óvirka meðferð sjúklings hjá geðlækni. í nánast öllum lönd- um hafa heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir kostum góðrar samvinnu og því lagt ríka áherslu á að draga úr einangrun heilsugæslu- stöðva og sérdeilda, ekki síst geðdeilda. Reynsla af góðu samstarfi gæti einnig nýst fyrir þá sem eru að sérmennta sig. Til dæmis ættu læknar í geðlæknisnámi að starfa um stund á heilsugæslustöðvum og læknar í námi í heimilislækningum að njóta markvissari þjálfunar á geðdeildum, þó þannig að þeir hefðu einnig leiðbeinanda, hvor úr sínu fagi. En til þess að svo geti farið, þá þarf fyrst að þróa samstarfið, öðlast reynslu af því og tryggja góðan grundvöll. Slíkt form mennt- unar gæti að sjálfsögðu einnig gilt um nám i öðrum starfsgreinum þeirra starfshópa er vinna að heilsugæslumálum og við geðlæknis- þjónustu. Lárus Helgason

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.