Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 199-200 199 Helgi Kristbjarnarson MAT Á SVEFNIMEÐ SVEFNSKRÁ Upplýsingar þær sem sjúklingar gefa læknum um svefn sinn eru oft ónákvæmar og óá- reiðanlegar. Oftast fá læknar aðeins lýsing- arorð eins og góður, slæmur eðamisjafn til að byggja meðferð á. Með vaxandi áhuga á greiningu og réttri meðferð svefnsjúkdóma hefur þörfin á hlutlægri lýsingu á svefni vaxið. Á svefnrannsóknardeildum og jafnvel á fram- sæknum heilsugæslustöðvum, þar sem feng- ist er við svefntruflanir, er í auknum mæli farið að nota svefnskrá sem fyrsta stig í mati á þessu vandamáli. Svefnskrá er blað sem sjúklingurinn hefur við höndina og fyllir út á hverjum morgni í eina viku, lýsingu á svefni undanfarandi nætur. Þekktasta svefnskráin af þessu tagi er líklega sú sem kennd er við Stanford svefn- rannsóknardeildina í Kaliforníu og notuð er víða. í þessa skrá færir fólk auk svefntíma, Frágeðeild Landspítalans. Barst ritstjórn 20/02/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 10/04/1985. hvenær það lagðist til svefns og hvenær það reyndi að sofna o.þ.h. Þótt þessi skrá sé góð er hún nokkuð flókin í útfyllingu og hætta á að fólk misskilji hvernig á að fylla hana út, nema hún sé útskýrð gaumgæfilega. í sambandi við könnun á svefnvenjum íslendinga sem framkvæmd var á vegum Geðdeildar Landspítalans, hefur verið þróuð ný gerð af svefnskrám sem hefur reynst mjög vel, og er auðskilin öllum þorra fólks án mikillaútskýringa. Ámyndinniersýnt hvernig skráin er fyllt út. Sá tími sem sofið er hverja nótt er færður inn með blýantsstriki. Sjúk- lingur metur hversu áreiðanlegar þessar upplýsingar eru, merkir inn dagsetningu og skrifar sérstakar athugasemdir, svo sem um vaktavinnu. Upphaflega var skráin fjölrituð, en hefur nú verið endurskoðuð lítillega og prentuð í tveim litum sem gerir hana enn aðgengilegri. Jafnframt var skrifað tölvufor- rit sem gerir kleift að vinna úr miklum fjölda FYLLIST ÚT A HVERJUM MORGNI SVEFNSKRÁ KVÖLD NÓTT DAGSETNING. 18 19 20 21 22 23 24 1 2 3 4 5 6 7 MÁNUDAGSKVÖLD it- /z •A f/t e/i ÞRIOJUDAGSKVÖLD MIOVIKUDAGSKVÖLD FIMMTUDAGSKVÖLD FÖSTUOAGSKVÖLD LAUGARDAGSKVÖLD SUNNUDAGSKVÖLD DAGUR 10 11 12 13 14 15 16 17 18 ÞRtOJUDAGUR MIOVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUOAGUR LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR MANUDAGUR ATHUGASEMDIR: FYLLIST ÚT Í VIKULOK. Hefur svefntiminn þessa viku veriö mjög frábrugöinn þvi venjulega? □ já Ef svo er, skýröu i stuttu máli hvernig: Hor/h a vio/có íoxleoo U Tí. ov co t 2 S o S w 111 1 i I í i l □ □ □ □ □ □ J? □ □ □ í? □ % □ □

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.