Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 201-4 201 Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason Gláka á íslandi 6. grein: NÝGENGIHÆGFARA GLÁKU Á ÍSLANDI INNGANGUR Tilgangur þessarar greinar er annarsvegar að kanna á hvaða aldri hægfara gláka var fyrst uppgötvuð hjá sjúklingum á göngudeild augndeildar Landakotsspítala frá stofnun hennar haustið 1973 og hinsvegar að áætla nýgengi hægfara gláku á byrjunarstigi og augljósu stigi. Gengið er út frá þeim forsend- um að glákusjúklingar á göngudeildinni séu um þriðjungur þekktra glákusjúklinga á land- inu sbr. 1. grein þessa greinaflokks (1). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Stuðst er við sjúkraskrár glákusjúklinga á göngudeild augndeildar Landakotsspítala og niðurstöður 1. greinar þessa greinaflokks. í töflu I greinir frá 746 sjúklingum með hægfara gláku (376 körlum og 370 konum), sem voru í meðferð eða eftirliti 31. júlí 1984. Kannaðar voru og sjúkraskrár þeirra, sem höfðu verið til meðferðar á deildinni allt frá því hún tók til starfa 1973 en voru dánir, í þeim tilgangi að fá vitneskju um á hvaða aldri glákumeðferð þeirra hófst. NIÐURSTÖÐUR í töflu II er sjúklingum, sem voru með hægfara gláku á göngudeild augndeildar Landakotsspítala 31. júlí 1984 og um getur í töflu I skipað í aldursflokka eftir kyni er sjúkdómurinn var fyrst greindur og meðferð hafin. Er rúmlega fjórðungur innan við sextugt. í töflu III eru þeir 146 sjúklingar (102 karlar, 44 konur) tíundaðir, sem komnir voru með sjúkdóminn á augljóst stig, þegar hann var fyrst greindur og meðferð hafin þ.e. með stækkaða sjóntaugardæld (excavatio glauco- matosa), sem er randstæð að meira eða minna leyti og sjónsviðsskerðingu einkennandi fyrr hægfara gláku (nerve fibre bundle defects, Frá augndeild Landakotsspitala. Barst ritstjórn 02/05/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 21/05/1985. Table I. Distribution of 746 open-angle glaucoma pa- tients31. July, 1984 at the Outpatient Glaucoma Clinic, St. Joseph ’s Hospital, Reykjavik, Iceland. Number and percentage distribution by age and sex. Age groups Both sexes Males Females N °7o N % N % 80+ 272 36.5 135 35.9 137 37.0 70-79.... 276 37.0 126 33.5 150 40.5 60-69.... 142 19.0 82 21.8 60 16.2 50-59.... 48 6.4 27 7.2 21 5.7 40-49.... 8 1.1 6 1.6 2 0.6 Total 746 100.0 376 100.0 370 100.0 Table II. Distribution of 746 open-angle glaucoma pa- tients at the Outpatients Glaucoma clinic, St. Joseph’s Hospital cf. Table I when the disease was first diagnosed and treatment started. Number andpercentage distributi- on by age and sex. Age groups Both sexes Males Females N % N °7o N °7o 80+ 59 7.9 21 5.6 38 10.3 70-79.... 223 29.9 110 29.2 113 30.5 60-69.... 273 36.6 138 36.7 135 36.5 50-59.... 177 23.7 97 25.8 80 21.6 40-49.... 14 1.9 10 2.7 4 1.1 Total 746 100.0 376 100.0 370 100.0 Table III. Distribution of 146 GVFD (glaucoma visual field defect) out of 746 open-angle glaucoma patients cf. Table II by age and sex. Number andpercentage of total glaucoma patients in age groups. Age-groups Both sexes Males Females N °7o N °7o N % 80+ 16 27.1 n 52.3 5 13.1 70-79.... 49 22.0 36 32.7 13 11.5 60-69.... 47 17.2 29 21.0 18 13.3 50-59.... 30 16.9 24 24.7 6 7.5 40-49.... 4 28.6 2 20.0 2 50.0 Total 146 19.6 102 27.1 44 11.9

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.