Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1985, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.09.1985, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 223 Mynd 2. Myndun og hlutverk boðefnanna ínósitólþrífosfats og diacylglýseróls. Fosfólípasi C (PLC) klýfurfosfatidyl- ínósitóldifosfat (PtdIns4,5Pý þegar boðefni binst réttum viðtaka á yfirborði frumuhimnunnar. Við það myndast ínósitól-þrífosfat (ÍPJ, sem losar Ca** úrfrymisnetiþannig að Ca* *-styrkur í umfrymi eykst, og diacylglýseról, sem virkjar prótein kinasa C og er auk þess sjálft arakídónsýruforði. Efst er sýnt hvernig nokkur oncogen tengjast þessu kerfi. úr frumuhimnum (13), sem síðan er nýtt til myndunar prostaglandína, þromboxans og leukotriena. Allar sameindir fosfatidyl-ínósi- tóls, sem brotna fyrir tilstilli boðefna, virðast hafa arakídónsýru í stöðu 2. Þessi arakídónsýra losnar oft fyrir áhrif di- acylglýseról lípasa eða fosfólípasa A2 (14), ef diacylglýseról hefur fyrst verið fosfórað. Báðir þessir hvatar eru háðir Ca+ +, þannig að hvatning viðtaka, sem valda niðurbroti fosfa- tidyl-ínósitól-dífosfats leiðir basði til mynd- unar hráefnis fyrir prostaglandinmyndun og til virkjunar nauðsynlegra hvata. Við enn hærri Ca+ +-styrk virkjast enn aðrir fosfólípasar, sem losa arakídónsýru og fleiri fitusýrur úr öðrum fosfólípíðum, en ekki er ljóst hvort þetta gerist í lifandi frumum við náttúrulegar aðstæður (15). Einnig hefur reynst erfitt að henda reiður á hvaðan losuð arakídónsýra kemur, því sérstakir acyltrans- ferasar flytja arakídónsýru milli fósfólípíða. Enn eitt boðefni, hringtengt GMP (cGMP), er oft liður í ínósitóllípíðakerfinu. Virkjun myndunarensímsins, guanyl cyclasa, er háð oxun arakídónsýru, en er annars að mestu leyti óskýrð. cGMP verkar á svipaðan hátt og cAMP; það hvetur sérstakan prótein kinasa. Áhrifin eru þó oft þveröfug, því kinasarnir fosfóra mismunandi prótein eða mismunandi staði á sömu próteinum. Ínósitóllípíða-boðkerfið hefur mest verið rannsakað í blóðflögum, þar sem það miðlar boðum um klumpun, og í ýmsum kirtilfrum- um, þar sem það miðlar boðum um seyti. Á síðasta ári hefur áhugi á þætti þessa boðkerfis í miðlun boða um frumuskiptingu aukist mjög, sérstaklega eftir að upp komst um tengsl kerfisins við starfsemi víðkunnra onco-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.