Læknablaðið - 15.09.1985, Page 10
224
LÆKNABLAÐIÐ
gena. Um alllangt skeið hafa menn vitað, að
vaxtarvakar (mitogen) valda niðurbroti ínósi-
tóllípíða (16), en orsakasamhengi hefur vant-
að. Með aukinni þekkingu á ínósitóllípíða-
boðkerfinu hefur tekist að tengja það þeim
breytingum, sem verða í frumum fyrst eftir
hvatningu til frumufjölgunar, en þær eru
hækkun á Ca+ +-styrk í umfrymi og hækkað
sýrustig (17). Sýnt hefur verið fram á að
forbol estrar virkja Na+/H+ pumpu, sem
pumpar H + út úr frumunni og hækkar þannig
sýrustig hennar (18). Sennilega gerir
díasýlglýseról hið sama. Ínósitól-þrífosfat
veldur hækkun á Ca+ +-styrk eins og áður var
lýst. Inósitóllípíða-kerfið tengist þannig beint
þeim atburðum, sem taldir eru hrinda af stað
frumuskiptingu. Auk þess virðast sum þekkt
oncogen tengjast hinum ýmsu þáttum kerfis-
ins (sjá mynd 2). Þannig mælir s’/'s-oncogenið
fyrir um myndun próteins, sem er náskylt
vaxtarvaka í þlóðflögum (platelet derived
growth factor), sem vitað er að veldur
niðurbroti ínósitóllípíða (19). erb-B onco-
genið geymir uppskrift fyrir hluta af viðtaka
EGF vaxtarvakans (epidermal growth fac-
tor), sem veldur hækkun á Ca++-styrk (20),
líklega vegna niðurbrots ínósitóllípíða. Auk
þess að fosfóra tyrosin eru prótein src og ros
oncogenanna einnig ínósitóllípíða-kínasar
(21), sem fosfóra ínósitólfosfólípídð og hafa
þannig áhrif á magn fosfatidyl-ínósitól-dífos-
fatsins sjálfs, sem eins og oft hefur komið
fram að ofan gegnir aðalhlutverki í öllu
kerfinu.
Á allra síðustu árum hefur þannig birst fyrir
sjónum manna öflugt stýrikerfi, þar sem
margháttuð bóð, sem frumunni berast leiða
til myndunar boðefna, sem síðan hrinda af
stað endanlegum viðbrögðum frumunnar
(samdrætti, prostaglandinmyndun, seyti,
blóðflöguklumpun, frumufjölgun o.s.frv.).
Undirritaðir vinna að athugunum á hlutverki
þessa kerfis í myndun prostasýklíns í æðaþeli.
Ástæða þess, að við bjóðum lesendum
Læknablaðsins upp á kynni við öll þau flóknu
ferli og samtengdu hringi, sem að framan er
lýst, er hins vegar sú sannfæring, að svo
víðtækt kerfi, sem flettast inn í svo marga
kafla frumulíffræðinnar, muni á næstu árum
krefjast athygli allra þeirra, sem við læknis-
fræði fást. Þegar liggja fyrir upplýsingar, sem
benda til, að lyfjaáhrif lithiums skýrist af
hindrun á starfsemi ínósitól-fosfatasa, sem
aftur leiðir til minnkaðra ínósitólbirgða og
minnkaðs magns fosfatidyl-ínósitól-dífosfats
í frumuhimnu (22). Skert taugaleiðni í syk-
ursjúkum hefur einnig verið skýrð með
minnkuðu ínósitóli í axonum (23), þannig að
bein hagnýt dæmi eru þegar farin að berast frá
rúmstokknum. Fréttnæmust eru þau tíðindi,
að fyrsti atburður í lífi hvers einstaklings eftir
frjóvgun eggsins sé niðurbrot fosfatidylínósi-
tól-dífosfats, og sú breyting, sem verður í
Ca+ + -styrk í egginu og er upphaf fósturþró-
unar, sé afleiðing af nýmyndun ínósitólþrífos-
fats (24).
HEIMILDIR
1) BerridgeMJ. Inositol triphosphateanddiacylglycer-
ol as second messengers. Biochem J 1984; 220: 345-
60.
2) Berridge MJ, Irvine R.F. Inositol triphosphate, a
novel second messenger in signal transduction.
Nature 1984; 317: 315-21.
3) Nishizuka Y. Turnover ofinositol phospholipids and
signal transduction. Science 1984; 225: 1365-70.
4) Hokin MR, Hokin LE. Enzyme secretion and the
incorporation of P32 into phospholipids of pancreas
slices. J Biol Chem 1953; 203: 967-77.
5) Michell RH. Inositol phospholipids and cell surface
receptor function. Biochim Biophys Acta 1975; 415:
81-147.
6) StrebH, IrvineRF, BerridgeMJ, Schulzl. Releaseof
Ca+ + from a nonmitochondrial intracellular store in
pancreatic acinar cells by inositol-l,4,5-triphos-
phate. Nature 1983; 306: 67-9.
7) Takai U, Kishimoto A, Kikkawa U, Mori T,
Nishizuka Y. Calcium dependent activation of a
multifunctional protein kinase by membrane phos-
pholipids. J Biol Chem 1979; 254: 404-10.
8) CastagnaM, Takai Y, Kaibuchi K, Sano K, Kikkawa
U, Nishizuka Y. Direct activation of calcium
activated, phospholipid-dependent protein kinase by
tumor promoting phorbol esters. J Biol Chem 1982;
257: 7847-51.
9) Zawalich W, Brown C, Rassmussen H. Insulin
secretion: Combined effects of phorbol ester and
A23187. Biochem Biophys Res Commun 1983; 117:
448-55.
10) Kaibuchi K, Takai Y, Sawamura M, Hoshijima M,
Fujikura T, Nishizuka Y. Synergistic functions of
protein phosphorylation and calcium mobilization in
platelet activation. J Biol Chem 1983; 258: 6701-4.
11) Rink TJ, Hallam TJ. What turns platelets on?
Trends Biochem Sci 1984; 8: 215-9.
12) Sagi-Eisenberg R, Lieman H, Pecht I. Protein kinase
C regulation of the receptor-couplet calcium signal in
histaminsecreting rat basophilic leukaemia cells.
Nature 1985; 313: 59-60.
13) Bell RL, Kennerly DA, Stanford N, Majerus PW.
Diglyceride lipase: A pathway for arachidonate
release from human platelets. Proc Natl Acad Sci
1979; 76: 3238-41.
14) Feinstein MB, Sha’afi RI. Role of calcium in