Læknablaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ
233
LÆKNABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og |L|R|
Læknafélag Reykjavíkur
71. ÁRG. SEPTEMBER 1985
HVER ER HÖFUNDUR?
í því, sem hér fer á eftir, ræði ég höfundarhug-
takið frá sjónarhóli ritstjórans og set fram
almennar ábendingar, að það megi verða til
þess, að auðvelda þeim, sem rita greinar, að
ákveða hverjir geta talist höfundar. Með
öðrum orðum sagt: Þessari grein er ætlað að
stuðla að því, að höfundarhugtakið fái á ný
þann virðingarsess, sem því ber. Að greinar-
Iokum er sagt frá skilgreiningu á höfundar-
hugtakinu,semAlþjóðanefndritstjóralækna-
tímarita samþykkti nýverið.
Fjölgun höfunda
Sú fjölgun höfundarnafna á fræðilegum
greinum, sem orðið hefir á síðustu áratugum,
á sér ýmsar orsakir. Eðlilegt er, að læknar
sækist eftir því, að fá nafn sitt skráð á greinar,
enda eru vísindastörf metin eftir skráðum
gögnum. Hins vegar hefir ný rannsóknatækni
valdið því, að erlendis standa menn frammi
fyrir því, að setja 15, 25 og jafnvel yfir 50
skráða »höfunda« á eina og sömu greinina
(1). Er þar um að ræða hópa, sem vinna að
sameiginlegum rannsóknaverkefnum, oft á
mörgum stöðum og jafnvel mörgum löndum
samtímis. í stað svo yfirþyrmandi nafnaþulu
er nú fremur sett heiti rannsóknahópsins/
verkefnisins og síðan nöfn þátttakenda
neðanmáls. Önnur leið er sú, að setja þá í haus
greinar, sem raunverulega hafa skrifað grein-
ina og aðra þátttakendur neðanmáls. Er
síðarnefnda aðferðin í áttina við það, sem
brezkur höfundur ritaði fyrir hálfum öðrum
áratug:
»Hver skrifaði greinina? Þú að sjálfsögðu.
Settu því ekki sem meðhöfunda hóp manna,
sem hjálpuðu þér óbeint, en skrifuðu ekki
stakt orð; þakkaðu þeim í greinarlok« (2).
Sami höfundur hafði ennfremur þetta að
segja:
»Höfundar, sem settir eru i haus greinar,
eiga að vera þeir, sem raunverulega skrifuðu
hana. Tveir geta skrifað saman grein, ef til vill
getaþrír gert það, en alls ekki fleiri saman. Sex
menn geta ekki skrifað saman grein, frekar en
þeir gætu sameiginlega ekið saman bifreið«
(2).
Abyrgur höfundur
Áður en lengra er haldið, er nauðsynlegt að
víkja að höfundarrétti.
Þegar grein er send Læknablaðinu, með ósk
um birtingu, afhenda höfundar (höfundur)
blaðinu höfundarrétt, enda er fram tekið, að
eftirprentun sé óheimil án leyfis ritstjórnar.
Ef höfundar eru tveir eða fleiri kemur einn
þeirra fram fyrir hönd hinna (responsible
author) (3) og sér um það, að gerðar eru
nauðsynlegar umbætur á handriti. Þurfi að
gera meiriháttar breytingar á grein, er sá hinn
sami ábyrgur gagnvart ritstjórn, að farið sé
eftir fyrirmælum hennar, en rökstyðja ella í
skriflegu svari, hvers vegna ekki verði fallist á
athugasemdir ritstjórnar. Hver annast þetta
hlutverk ákveða höfundar.
Hvaða kröfur á þá að gera til þessa
einstaklings?
Viðkomandi þarf að hafa verulega þekk-
ingu á því efni, sem um er fjallað, á að hafa
tekið þátt í rannsókn þeirri eða könnun, sem
sagt er frá og á að vera gjörkunnugur því
handriti, sem ritstjórn er sent (3).
Þessar kröfur hafa verið orðaðar annan
veg:
Ábyrgur höfundur ætti
— að hafa lagt til verulegan hluta af efni
greinarinnar: Átt hugmynd að rannsókn
eða gert áætlun um úrvinnslu,
— að hafa safnað upplýsingum og gögnum
og túlkað þau, þannig að þau falli inn í
efnið,
— að hafa tekið þátt í að rita greinina og
endurskoða/endurrita hana,
— að vera fær um það, að verja efnið í hópi
þeirra, sem geta gagnrýnt það vísindalega
og
— að geta þannig tekið fulla ábyrgð á því
efni, sem hann telst höfundur að (1).