Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1985, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.09.1985, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:239-45 239 Skúli G. Johnsen ÁHRIF HEILSUGÆSLU Á SJÚKRAHÚS- INNLAGNIR OG AÐSÓKN AÐ GÖNGUDEILDUM Yfirlitsgrein INNGANGUR Síðasti áratugur var einhver mesti upp- gangstími heilbrigðisþjónustunnar hér á landi frá upphafi. Sjúkrahús voru byggð og stækkuð um allt land og fjölda heilsu- gæslustöðva komið á fót. Á árunum 1970-1982 fjölgaði sjúkrarúmun úr2923 eða 14,3rúmáhverja 1000íbúa, í 3890 eða 16,6 rúm á 1000 íbúa. Þetta er meðal hins hæsta, sem gerist. Á sama tímabili voru teknar í notkun 29 heilsugæslustöðvar og má nú segja að allir landshlutar, þegar frá eru taldir Reykjavík og Reykjanes, hafi fullnægjandi aðstöðu til heilsugæslustarfs samkvæmt lögum. Flestir þekkja aðdragandann að byggingu heilsugæslustöðva hér á landi. Þeim var fyrst og fremst ætlað að bæta almenna lækn- isþjónustu, en þó sérstaklega læknaskort í dreifbýli. Enga nánari lýsingu á markmiðum með byggingu stöðvanna er að finna í greinar- gerð með frumvarpi að lögum um heil- brigðisþjónustu eða í gögnum þingsins, þingskjölum og umræðum meðan á umfjöll- un Alþingis stóð. Þróun heilsugæslu má styðja með öðrum og víðtækari rökum. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur frá 1977 talið góða heilsu- gæslu undirstöðu í heilbrigðiskerfi þjóða og telur stofnunin hana lykilinn að bættu heilsu- fari. Allmargar þjóðir höfðu áður komið auga á nauðsyn þess að efla heilsugæslu. Finnar settu lög árið 1972 (Folkhalsolagen), þar sem uppbygging heilsugæslustöðva og hjúkrunar- heimila í tengslum við þær var forgangsverk- efni. Árið 1972 voru samþykkt lög um »Health Maintenance Organizations« í Bandaríkjunum, þar sem lögð er áhersla á bætta þjónustu utan sjúkrahúsa. Árið 1974 endurskipulögðu Bretar stjórn og skipulag Frá Borgarlæknisembættinu. Barst ritstjórn 28/05/1985. Samþykkt og sent í prentsmiöju 04/07/1985. heilbrigðisþjónustu sinnar, m.a. í því skyni að gera kleift að efla heimilislækningar og heilsuvernd. Árið 1976 gaf sænska Socialstyrelsen út tilmæli til landsþinga um að breyta skipu- lagningu heilbrigðisþjónustunnar, þannig að heilsugæsla yrði bætt og að hún myndaði undirstöðu heilbrigðiskerfisins. Norðmenn settu sérstök lög árið 1981 um heilbrigðis- og félagsþjónustu utan stofnana. Þar er ábyrgðin færð til sveitarfélaganna og fjármögnun hennar einfölduð og gerð tryggari, svo að hún mætti eflast. Hér á landi hefur uppbygging heilsu- gæslustöðva staðið yfir í tæp 20 ár. Hún hefur gjörbreytt allri aðstöðu heilbrigðisþjónustu í dreifbýli og læknaskortur þar er að mestu úr sögunni. Á allra síðustu árum hafa sveitar- stjórnarmenn kvartað yfir rekstrarkostnaði stöðvanna og hefur það orðið til að draga úr áhuga sveitafélaga, þar sem heilsugœslu- stöðvum hefur enn ekki verið komið á fót. Jafnframt hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að þær muni auka þörf á dýrari þjónustu. Það er því nauðsynlegt að afla vitneskju um hvaða áhrif heilsugæslustöðvarnar hafa á aðra og dýrari þjónustuþætti. Verða þær hrein viðbót og auka þær jafnvel þörf fyrir sérfræðilega læknis- og sjúkrahúsþjónustu? Svarið við því er mikilvægt fyrir stefnu- mörkun um uppbyggingu heilbrigðisþjónust- unnar í framtíðinni. í síðari spurningunni er gefið til kynna það eðli heilbrigðisþjónust- unnar, að hún sé samsett úr keðju, þar sem hver hlekkur hefur áhrif á þann næsta. Með auknu framboði á einum stað getur eftirspurn ýmist vaxið eða minnkað á öðrum. Ríki skortur á einu sviði, leitar eftirspurnin þang- að sem framboðið er, jafnvel þótt þjónustan sé ekki sniðin að þeim vanda, sem upp er borinn. Síðastliðna tvo áratugi hefur áhugi manna vaxið á að rannsaka ofangreinda eiginleika

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.