Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Síða 44

Læknablaðið - 15.09.1985, Síða 44
242 LÆKNABLAÐIÐ ræða mismunandi aldursdreifingu eða sjúk- dómsmynstur ræðst rúmanotkun fyrst og fremst af rúmaframboði og ástandi heilsu- gæslu. Sjúkrarúmaþörf er því ekki föst reiknanleg stærð, heldur mótast notkunin af þjónustu- framboði utan sjúkrahúsa á félags- og heil- brigðissviði. Sé sjúklingaflæði ekki stýrt með ákveðin markmið í huga, þá stjórnast það af sjálfu sér eftir þeim farvegi, sem opinn er hverju sinni. Það er þó unnt að stýra flæðinu með því að opna nýjan farveg, eins og fram kemur í eftirfarandi rannsóknum. Kekki (4) kannaði samband allra fanga (resources) heilbrigðisþjónustunnar í Finn- landi annars vegar og hvernig þau væru notuð hins vegar. Rannsóknin var þversniðsathug- un, sem tók til ársins 1977, en þá voru fimm ár Iiðin frá því að heilbrigðisþjónustulög Finna tóku gildi. Rannsóknin sýndi, að þjónusta almennra lækna á heilsugæslustöðvum hafði aukist til muna, en jafnframt hafði afnot dýrrar sjúkrahúsþjónustu dregist saman, bæði á legu- og göngudeildum. Þrátt fyrir aukið framboð læknisþjónustu, sem átti sér stað með uppbyggingu heilsugæslustöðvanna, hafði heildarsókn sjúklinga til lækna aðeins aukist óverulega, því aðsókn að göngudeild- um og til sjálfstætt starfandi lækna hafði minnkað. Einnig kom í ljós, að fjölgun lækna á heilsugæslustöðvum, hafði leitt til beinnar útgjaldalækkunar. Rannsóknin sýndi, að breyting á nýtingarmynstri er mest háð fjölda lækna sem starfa á heilsugæslustöðvum. Flöfundur reiknaði út breytingar á notk- unarmynstri heilbrigðisþjónustunnar í Finn- Iandi á einu ári miðað við: 1. Viðbótarstöðu læknis á heilsugæslustöð. 2. Viðbótarstöðu heilsuverndarhjúkrunar- fræðings. 3. Viðbótarrúm á hjúkrunarheimili í tengsl- um við heilsugæslustöð. 4. Viðbótarrúm á langlegudeild. 5. Viðbótarrúm á deildarsjúkrahúsi. Áhrif viðbótarstöðu læknis á heilsugæslustöð voru eftirfarandi: 1. Fjölgun heimsókna til heilsugæslulæknis um 2846, þar af 608 vegna heilsuverndar. 2. Fækkun heimsókna til sjálfstætt starfandi Iækna um 1332. 3. Fækkun heimsókna á göngudeildir sjúkrahúsa um 1201. 4. Fækkun innlagna á deildarskipt sjúkrahús um 106. 5. Fækkun legudaga á sjúkrahúsi um 476. 6. Fjölgun legudaga á hjúkrunarheimili í tengslum við heilsugæslustöð um 7,5. Kostnaðarútreikningur á þeim breytingum sem hér er getið, sýndi árlegan sparnað sem nam 148,700 finnskum mörkum (svarar til 959.000 íslenskrakrónaágengi 2. apríl 1985). Rannsóknir frá Nýja Sjálandi (7), Ástralíu (8), Bandaríkjunum (14, 15, 16, 17) og ísrael (18) sýna að innlagnartíðni lækkar við til- komu heilsugæslustöðva eða fjölgun heimilis- lækna. Fyrir allmörgum árum var mikið rætt um vandræði slysadeilda og bráðamóttöku sjúkrahúsa vegna þess mikla fjölda sjúklinga, sem leituðu þangað með vandamál, sem fyrst og fremst tilheyra heimilislæknum. Ýmsir hafa rannsakað þetta fyrirbæri og komist að því, að það mátti helst skýra með skorti á heimilislæknisþjónustu (19, 20, 21,22, 23, 24, 25). Þegar starfsemi slysadeildar Borgarspítal- ans er athuguð, má sjá, að þessi þróun hefur einnig átt sér stað hér álandi (25). Milli áranna 1968-1984 fjölgaði þeim, sem leituðu til slysadeildar um 96%, eða úr 20.203 í 39.601. Enn meira fjölgaði þeim, sem leituðu til deildarinnar vegna annars en slysa, þ. á. m. kvilla, sem eru venjulegt viðfangsefni heimil- islækna. Árið 1970 komu 4245 einstaklingar af þessum sökum en 11.931 árið 1983 eða 181 % aukning. Þar sem skortur á heimilislæknum er mestur, fær sjúkdómsmynstur þeirra, sem heimsækja bráðamóttökur, sama svip og gerist á heilsugæslustöðvum (20, 21,22, 23). í rannsókn sinni á notendum bráðamóttöku í Stokkhólmi fann Guðjón Magnússon (22), að af úrtaki rúmlega 1000 íbúa, sem bjuggu á starfssvæði vanbúinnar heilsugæslustöðvar sóttu 30°/o úrtaksins bráðamóttöku sjúkrahúsa á 15 mánaða tímabili. Á sama tíma heimsóttu 17% heimilislækni. Af þeim, sem Ieituðu til slysadeildarinnar, komu ein- ungis 17% vegna slysa en milli 34% og 64% voru með kvartanir, sem hefði mátt leysa hjá heimilislækni, eftir því hvaða viðmiðun er notuð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.