Læknablaðið - 15.09.1985, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ
243
Rannsóknir frá Bandaríkjunum (26, 27) og
Svíþjóð (28) sýna að fólk kýs að sækja til
heilsugæslustöðva eða læknastöðva utan
sjúkrahúsa ef þess er kostur fremur en til
göngudeilda sjúkrahúsa.
Sjönell (28) kannaði áhrif af byggingu
heilsugæslustöðvar í Stokkhólmi. Stöðin
sinnti 21.800 íbúum Matteushverfisins. í
hverfinu höfðu áður verið tveir heimilis-
læknar, einn aðstoðarlæknir og fjórir hjúkr-
unarfræðingar. Á stöðinni voru hins vegar
7,5 stöðugildi heimilislækna og þar störfuðu
15 hjúkrunarfræðingar ásamt aðstoðarfólki.
Sjönell bar niðurstöður sínar saman við tvö
önnur hverfi, þar sem heilsugæslumál voru
óbreytt. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Heimsóknum til heimilislækna í hverfinu
fjölgaði á 18 mánuðum úr 15% af mannfjölda
hverfisins í 35%. Aukningin tók til allra
aldursflokka og beggja kynja. Heimsóknum
til hjúkrunarfræðinga fjölgaði um 101%. Þá
fækkaði heimsóknum hverfisbúa til slysa-
deilda og göngudeilda um 25 %. Lækkun varð
um 40% á slysadeildarheimsóknum og 15% á
göngudeildarheimsóknum.
Auk þess fann Sjönell, að læknavakt-
arútköllum til íbúa hverfisins fækkaði um
25%. Að síðustu fann hann að fjöldi allra
læknisheimsókna hjáhverfisbúum, minnkaði
úr 3,57 heimsóknum á íbúa á ári í 2,66 á íbúa
á ári, eða um 26%. Fleiri höfundar (29, 30,31,
32) hafa sýnt fram á svipaðar hreytingar við
uppbyggingu heilsugæslu i Svíþjóð.
Hér á landi hefur göngudeildum
sjúkrahúsa ekki verið ætlað að sinna almennri
sérfræðilæknishjálp. Hér er það fjöldi
tilvísana, sem að vissu leyti er sambærilegur
við aðsókn að göngudeildum sjúkrahúsa í
Svíþjóð. Nokkrar athuganir hafa verið gerðar
á tíðni tilvísana hér á landi (33, 34, 35, 36) og
skiptast þær í tvö horn, annars vegar er tíðni
tilvísana frá heilsugæslustöðvum 1,5-10% og
frá heimilislæknum utan stöðva 18,5%.
UMRÆÐA
í þessu yfirliti er farið yfir allmargar
rannsóknir þar sem reynt er að svara því, hvað
ákvarði sjúkrarúmaþörf. Höfundar notamik-
inn fjölda mismunandi þátta, til að finna
með samanburði tveggja eða fleiri upptöku-
svæða, hverjir þeirra geti skýrt mismunandi
sjúkrarúmanotkun.
Þrátt fyrir víðtækan samanburð tekst ekki
að skýra mismunandi rúmanotkun með öðru
en helt mismunandi rúmaframboði og ald-
urssamsetningu (1, 2, 3). Þessi vitneskja
gagnast þó lítt, því að víðast er talið að svo
lengi sem rúmin eru til staðar verða þau
notuð, a.m.k. þar sem kostnaður sjúkrahús-
dvalar er greiddur úr sameiginlegum sjóði
(tryggingar, fjárlög). Meira virði er að fá
skýringu á því hvernig þjónustuframboði þarf
að vera háttað á öðrum sviðum í heilbrigð-
isþjónustunni til þess að rúmaeftirspurn
verði hófleg.
Samkvæmt Hjort (2) og Nobrega (5) skiptir
heildarskipulag heilbrigðisþjónustunnar og
vægi hinna ýmsu þjónustuþátta mestu máli.
Mismunurinn á Olsó og Akershus-fylki er
nærtækt dæmi, sem hentar til samanburðar
við íslenskar aðstæður.
Það er mönnum víðast hvar keppikefli að
forðast offramboð sjúkrarúma eða öllu held-
ur að hafa sjúkrarúm ekki fleiri en unnt er að
komast af með. í því sambandi er fróðleg
niðurstaðan úr hinni víðtæku rannsókn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (9),
að mikill hluti sjúkrarúmanotkunar sé vitni
um »afleidda þörf«, sem ráðist af fjölda
lækna utan sjúkrahúsa og starfsaðstöðu
þeirra.
Afturvirkar athuganir í tilefnum
sjúkrahúsinnlagna (10, 11, 12) bera með sér,
að allmikill hluti innlagna sé óþarfur. Þessar
rannsóknir hafa e.t.v. takmarkað gildi, en eru
þó áminning um, að innlagnarákvarðanir ber
að vanda sem allra best, ekki síst vegna þess að
atriði, sem eru óháð veikindum sjúklingsins
hafa oft veruleg áhrif, þegar innlögn er
ákveðin. Fjöldi tilefnislausra innlagna getur
þó skýrt hluta af því hversu mikill munur er á
notkun sjúkrarúma, án þess að það hafi
nokkrar merkjanlegar afleiðingar. Grein-
arhöfundur hefur ekki fundið heimildir um
beinar rannsóknir á því hvers vegna mikill
munur á sjúkrarúmanotkun fær staðist, þó
svo að allar aðstæður og aðstaða séu fyllilega
sambærilegar og engar rannsóknir finnast,
sem skýra mismunandi sjúkrarúmanotkun í
tengslum við mismunandi sjúkdómstíðni.
Hins vegar liggur beinast við að álykta að
skýringin felist að miklu leyti í því að mikill
hluti sjúkrarúmanotkunar sé tákn um »af-
leidda þörf« (9). Útreikningar á sjúkrarúma-
þörf, sem áætlunargerð í sjúkrahúsmálum
hefur oft verið byggð á, eru af ofangreindum