Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1985, Page 56

Læknablaðið - 15.09.1985, Page 56
246 LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:246-48. Guðmundur Vikar Einarsson', Þórir Njálsson', Ólafur Eyjólfsson2, Hallgrímur Benediktsson2 ONCOCYTOMA RENIS INNGANGUR Oncocytoma er þekjuæxli, sem hefur verið lýst í nokkrum líffærum og sérstaklega í kirtlum eins og skjald-, kalk- og munnvatns- kirtlum (1). Oncocytomata voru fyrst greind í nýrum fyrir um það bil áratug (1) og við afturskyggnar rannsóknir hefur komið í ljós, að þessi æxli hafa alltaf verið ákveðinn hluti nýrnaæxla (1). Uppruni þessara æxla er frá efri nýrna- píplum. Vanalega er æxlið hringlaga, gult — brúnt og oft með öri í miðju (1) (mynd 1). Frumurnar einkennast af fjölda kyndikorna (mitochondria), sem gera frymið mjög korn- ótt. Kjarnaskiptingar (mitosur) eru nær engar (mynd 2). Við lýsum fyrsta greinda tilfellinu á íslandi. SJÚKRASAGA Sjúklingur er hálfáttræð kona, sem hefur verið til reglulegs eftirlits á göngudeild Krabbameinsdeildar Landspítalans í fimm ár. Árið 1979 var greint cystadenocarcinoma papilliferum serosa í eggjastokk. Báðir eggjastokkar voru fjarlægðir og gefin geilsameðferð á eftir. Engin þekkt meinvörp. Við eftirlit árið 1983 kvartaði sjúklingur um tíð þvaglát, tæmingarörðugleika og væga kviðverki. Við skoðun þá var kviður nær eymslalaus og enga fyrirferð að finna. Engin bankeymsli voru yfir nýrum. Blóðpróf, smásjárskoðun á þvagi og ræktun voru eðlileg. Lungnamynd var eðlileg. Nýrnamynd með skuggaefni (urografia) sýndi hliðrun á neðri hluta nýrans út á við. Ömun sýndi vel afmarkað, þétt æxli í eða miðlægt við nýrað u.þ.b. 4 sentímetra i þvermál. Tölvusneiðmyndir af nýrum sýndu hnöttótt æxli, 4 sentímetra í þvermál, með lítilli kölkun í miðjunni (mynd 3). Nýrnaæðarannsókn leiddi í ljós vel afmarkað, hnöttótt æxli miðlægt í nýranu (mynd 4). Slagæðar voru strekktar í kringum æxlið. Gefið var adrenalín í nýrnaslagæð og ekki greindust æxlisæðar. Beina- og lifrar-ísótópaskönn voru eðlileg. Nýrað var fjarlægt og þegar það var skorið upp kom í ljós gul-brúnleitt æxli á fyrrgreindum stað með kalki í og örvef í miðju æxlisins. Vefjagreining: Oncocytoma renis. Engin meinvörp í aðlægum eitlum. Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerð og ári seinna var hún við góða líðan og án þekktra meinvarpa. Frá Landspítalanum, 'handlæknisdeild, 2röntgendeild og JRann- sóknastofu Háskólans í meinafræði. Barst ritstjórn 05/07/1985 og sent í prentsmiðju. UMRÆÐA Oncocytoma er sjaldgæft æxli í nýra. Eftir að oncocytomata í nýrum fóru að greinast á síðasta áratug hafa verið gerðar afturskyggn- ar rannsóknir, aftur til ársins 1950 og í Ijós hefur komið, að þessi æxli eru til staðar í u.þ.b. 5% tilvika, þar sem æxlin höfðu áður verið greind sem nýrnafrumukrabbamein (re- nal cell adenocarcinoma) (1-4). í okkar tilviki er skýrt frá oncocytoma í nýra, sem er það fyrsta, sem greint er á íslandi. Er oncocytoma renis Hlkynja œxli? Tilvik eru ekki þekkt, þar sem sjúklingar hafa dáið vegna oncocytoma renis (1). Samt sem áður verður að hafa það í huga, að annarrar gráðu oncocytomata, sem hafa væga marg- breytni-kjarna að þvi er varðar stærð og lögun o.s.frv. (nuclear pleomorphism), eru í tengsl- um við illkynja ástand (4) og að örsmásæ bygging þeirra (ultrastructure) bendir til þess, að oncocytomata eigi uppruna sinn í frumum efri nýrnapípla, eins og nýrnafrumukrabba- mein (3, 5). í þriðja lagi eru til frásagnir af oncocytoma renis báðum megin og á mörgum stöðum samtímis (1, 6). í fjórða lagi hefur verið lýst oncocytomata í öðru nýranu og nýrnafrumukrabbameini i hinu. Gæti það bent til þess, að þessi æxli gætu verið forstig krabbameina (1). Töluvert hefur verið ritað um hugsanlega greiningu fyrir aðgerð og hvort slíkt myndi breyta meðferð. Þetta tengist einnig því, sem rætt var um hér að ofan, hvort oncocytomata séu illkynja. ísótópa-skönn með 99mTc-glúkoheptónati og 13lI-ortójódóhippurati hafa ekki gert mönnum kleift að gera greinarmun á oncocy- toma og nýrnafrumukrabbameini (7). Ómun og tölvusneiðmyndir sýna þétt (solid) æxli og þar verður ekki gerður greinarmunur á nýrna- frumukrabbameini og oncocytoma (7, 8).- Nýrnaæðamyndir sýna oft »hjólgjarðar«— einkenni með slagæðum og bláæðum um- hverfis, sem svo ganga inn að miðju (radialt).-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.