Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 5-8 5 Gunnlaugur Snædal, Gunnar Herbertsson LEGBRESTIR Á ÍSLANDIFYRIR 1950 INNGANGUR Legbrestur er meðal alvarlegustu og hættu- legustu atvika, sem fyrir geta komið í fæð- ingu. Afleiðing legbrests er mjög mikill burðarmálsdauði og mæðradauði hár einnig oft af völdum hans. Legbrestur er tiltölulega sjaldgæfur í þróuðum Iöndum þar sem fæðingastofnanir eru til staðar og mæðravernd í all góðu lagi. Bætt tækni og eftirlit hefur leitt til minnkunar á burðarmáls- og mæðradauða svo og fram- farir á sviði svæfinga, Iyfja- og vökvagjafar, sem leitt hafa til þess að aðgerðir eru nú mun hættuminni en áður var. Áður fyrr voru legbrestir oftast afleiðing erfiðra aðgerða við fæðingar, afbrigðilegra fósturstaða eða grindarþrengsla. Flest þeirra vandamála, sem fyrrum leiddu til legbrests, eru nú meðhöndl- uð með keisaraskurði. Þannig hafa orsakir legbrests breyst á síðastliðnum áratugum, þar sem fleiri konur hafa nú ör í legi eftir fyrri keisaraskurði eða aðgerðir, sem veikja leg- vegginn. Af þessum ástæðum hefur tíðni legbrests farið vaxandi á síðustu áratugum. Nú á tímum hika konur ekki við að ganga með barn þótt áður hafi verið gerð aðgerð á legi, enda á eftirlit að geta komið í veg fyrir hættu af þeim völdum. Engar tölur hafa verið birtar um tíðni legbrests á íslandi til þessa. Með hliðsjón af breyttum orsökum legbrests (etiologia) og þeirri staðreynd að fáir læknar hafa séð eða fengið reynslu af meðferð þessa fyrirbæris, ákváðu höfundar að kanna tíðni legbrests á íslandi á fyrri tímum og rekja þá þróun, sem orðið hefur. í þessari grein verða rakin þau tilfelli, sein fundist hafa fyrir árið 1950, samkvæmt handbærum heimildum. LEGBRESTIR Á ÍSLANDI FYRIR 1950 Athugaðar hafa verið helstu heimildir, sem Frá Kvennadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 15/08/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 25/09/1985. geta um sjúkdóma á fyrri tímum. Má flokka þessar heimildir í þrennt: 1. Elstu heimildir 2. Heilbrigðisskýrslur 1881-1949 3. Aðrar heimildir 1. Elstu heimildir í ritinu Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400- 1800, er Sigurjón Jónsson læknir tók saman úr Annálum þessara fjögurra alda, er getið um eitt tilfelli sem líklegt má telja að hafi verið legbrestur. Er lýsing hans svohljóðandi: »Frá 2 konum er sagt á annálum er gátu ekki fætt, lágu lengi en komust þó til heilsu að lokum. Með því að hér er um sjaldgœf fyrirbrigði að rœða, er fráleitt koma fyrir í menningarlöndum nú á dögum, en hvorug frásögnin þó tortryggileg, skulu þær teknar hér upp«. Fyrri frásögnin er í Skarðsárannál og er hún á þessa leið: »1517. Svo bar til á Löndum í Stöðvar- firði.. . aðkonabóndans, erhét Anna.. ., tók barnsótt um Mikaelsmessu (29/9), og síðan lá hún með þeirri sótt fram á föstu og þá gróf á hennar kvið fyrir ofan naflann, og kom út handleggsbein barnsins holdlaust, ogskammt þar eftir gróf þar nærri annað gat, og kom þar út hausaske/jabeinið, og voru þar til tekin öll líkamleg bein barnsins, en síðan greri konan innan lítils tíma«. »Vafalaust hefur þetta verið utanlegs- þungi (graviditas extrauterina)«, segir Sig- urjón læknir við mat sitt á þessu tilfelli. Höfundar telja líklegra að hér muni hafa verið um legbrest að ræða en ekki utan- legsþykkt. Fæðing hefst með »barnsótt« svo konan hefur raunar byrjað fæðingu en ekki getað fætt barnið og hefur væntanlega orðið legbrestur og þá barn og fylgja farið út í gegnum legið og út í kviðarholið. Þaðan hafa síðan beinin smám saman gengið út í gegnum kviðvegginn. Ef um utanlegsþunga hafði verið að ræða þá fylgja því engir verkir er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.