Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 16
10 LÆKNABLAÐIÐ Að meðaltali var fjöldi fyrri fæðinga, 3,2 börn (1-9 börn áður fædd). Legbrestir í fyrsta flokki voru átta alls (38,1%). Sex konur höfðu áður fætt með »klassískum« keisaraskurði (langskurður í leg), og hjá þremur þeirra brast legið án undangenginna verkja eða sóttar á 35.-36. viku. Þverskurður í neðri hluta legs (Sectio Caesarea inferior transversa) hafði áður verið gerður hjá tveimur konum. Sjá töflu I. Legbrestir af öðrum flokki urðu 10 samtals (47,6%). Ástæður eru sýndar í töflu II. Áberandi var tíðni vanskapaðra fóstra í þessum flokki. Eitt fóstur var heilaleysingi (anencephalus), og annað var með vatnshaus. í sjö af tíu tilfellum (70%) var meðverkandi orsakaþáttur notkun hríðarörvandi lyfja (oxytocin). í þrem fæðinganna var lyfið notað til að örva sótt, og í fjórum tilfellum var fæðing sett af stað með sama lyfi. Til þriðja flokks (ruptura spontanea) teljast þrjú tilfelli (14,3%), sjá töflu III. í öllum þremur tilfellum var um að ræða fæðingar- hindrun, sem ekki var greind og meðhöndluð tímanlega. Fjórtán börn létust (66,7%). Andvana fædd voru tólf og tvö létust á fyrsta sólar- hring. Sjö börn (33,3%) lifðu af legbresti án varanlegra eftirkasta. Meðalþyngd andvana barna var 3.463 g (2.400-4.980) en þeirra er lifðu 3.215 g (1.984- 4.150). Mæðradauði var 9,5% (2/21). Við greiningu legbrests voru 12 (52,1%) kvennanna í losti. Hjá átta konum var lost yfirvofandi við greiningu (38%). Aðeins ein kona hafði ekki lostseinkenni eða einkenni um mikla blæðingu innvortis við greiningu. Fjórar konur höfðu verki í kvið áður en hríðir hófust, átta konur (38%) fengu sára kviðverki eftir að reglulegar hríðir höfðu byrjað. Þrír legbrestir urðu án hríða eða undangenginna verkja. Eitt tilfelli greindist þegar sótt féll niður og i fjórum tilfellum greindist legbrestur við sókn fylgju og einn eftir fæðingu vegna slökunar í legvöðva (atonia). Meðferð fólst í brottnámi legs í 12 tilfellum (57,1%) og í átta tilfellum (38%) reyndist unnt að sauma rifuna í leginu og halda því. Af þeim tveim konum, sem létust, var leg numið brott (hysterectomia) hjá annarri þeirra en hún lést þremur klst. síðar vegna losts. Hinni konunni var ekki treyst í aðgerð vegna lostsástands. Reynt var að stöðva blæð- Tafla I. Legbrestir íkjölfar keisaraskurðar (Flokkur 1). Ár Aldur Fyrri fæðingar Fyrri keisaraskuröir Tegund örs ±Hríðir 1952 30 iii Sectio antea classica; + 1954 24 i Sectio antea classica; - 1972 33 VII Sectio antea classica; - 1975 34 iii Sectio antea classica; - 1980 38 i Sectio inferior transversa; + 1980 27 i Sectio inferior transversa; + 1980 22 i Sectio antea classica; + 1982 27 IV Sectio antea classica; + Tafla II. Legbrestir 1950-1982 (Flokkur 2). Fyrri Ár Aldur fæðingar Orsakir legbrests 1950 25 IV Sótt fylgja, iatrogen legbrestur. 1953 42 V Þrýst á legbotn í fæðingu. 1962 42 ii Framdráttur, sitjandistaða, oxytocin*) 1962 35 IV Vatnshöfuð, reyndur framdráttur. 1963 42 IX Misræmi**), sogklukka, oxytocin. 1964 37 II Misræmi, oxytocin gengsetning. 1969 33 IV Heilaleysingi (anencephalus), oxytocin gangsetning. 1974 37 VII Oxytocin gangsetning. 1977 29 I Cystis ovarium m.gr., oxytocin tangarfæðing. 1982 33 I Oxytocin gangsetning, sótt fylgja. *) oxytocin; hríðarörvandi lyf, notað til að setja fæðingu af stað eða örva hríðir. **) Misræmi; ósamræmi milli stærðar fósturs og grindar. Tafla III. Sjálfkrafa legbrestur (Flokkur 3). Ár Aldur Fyrri fæðingar Orsakir legbrests 1960 44 IV Þverlega 1967 40 ii Misræmi*), of mikið legvatn 1973 26 ii Misræmi, vatnshöfuð *) Misræmi milli stærðar fósturs og grindar. inguna neðan frá með saumaskap án árang- urs. Konan lést 6 klst. síðar. Að meðaltali var blóðgjöf 3,6 einingar blóðs (2-7 einingar). Af þeim átta konum, sem saumuð var hjá legrifa eftir brest, fæddu tvær tveimur og fjórum árum síðar eðlilegt barn með keisara- skurði án fylgikvilla. UMRÆÐA Tíðni fullkomins legbrests á íslandi var einn legbrestur á hverjar 7040 fæðingar á 33 ára tímabili. Sambærilegar tölur fengnar úr bandarískum rannsóknum og samræmdar m.t.t. fullkomins legbrests leiddu í Ijós tíðni- tölur á bilinu 1/1034 til 1/6673. Ásted. B

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.