Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 20
12 LÆKNABLAÐIÐ misræmi var milli grindar og fósturs, sem ekki . var greint og meðhöndlað (7, 12). Yfirleitt eru sjálfkrafa legbrestir lágt hlutfall í uppgjörum frá Vesturlöndum, en meðal þróunarþjóða er hlutfall þeirra hærra eða allt að 92% legbresta (2). Mæðradauði var 9,5%. Tvær konur létust vegna blæðinga og losts. Bæði tilfellin komu fyrir á upphafsárum athugunarinnar, þ.e. 1950 og 1952. Má telja víst, að orsök þeirra sé að miklu leyti því að kenna, að ekki var til sú aðstaða, sem nú er fyrir hendi varðandi blóð- og vökvagjöf og meðhöndlun losts. Sambæri- legar tölur um mæðradauða við legbresti erlendis eru 2,7% (3), 7,6% (2), 15,2% (5), 12% (17), 17,4% (6)og 18% (9). í uppgjörifrá Úganda var mæðradauði 32,9% fyrir tímabil- ið 1966-1980 (1). Barnadauði var hár í þessu uppgjöri, 66,6% eða 14 börn af 21 létust. Sjö börn voru lifandi fædd og heilbrigð eða 33,3%. Sambærilegar tölur um barnadauða i erlendum athugunum eru 56% (5), 68% (9), 36,3% (7) og í Nígeríu 100% (2). MEÐFERÐ Leg var fjarlægt í 12 tilfellum en í 8 tilfellum var legbrestur saumaður saman. Almennt fer meðferð eftir aðstæðum á hverjum stað, ástandi sjúklings, stærð og staðsetningu rifunnar í leginu. Aðalatriði í meðferð eru rétt og skjót viðbrögð. Meðhöndla þarf þegar í stað lostástand með viðeigandi vökvameðferð. Ef legbresturinn er bundinn við neðri hluta legs (isthmus uteri) má sauma brúnirnar saman, en að öðrum kosti telja flestir heppilegra að taka leg að hluta eða fjarlægja alveg, ef ástand sjúklings leyfir (5, 6, 7). Einstaka höfundar mæla þó fremur með því að sauma legbresti saman, t.d. Groen (2), en í hans uppgjöri var í 89,9% tilvika saumaður saman legbrestur en í 10,1% tilvika þurfti þó að taka legið vegna mjög stórra rifa. Ávinningurinn við að sauma saman legbresti felst í því að aðgerð er fljótlegri og hefur minna blóðtap í för með sér en fullkomið brottnám legs, því skjót meðferö er lífsnauðsyn. Talið er að brottnám legs við meðhöndlun legbrests auki fremur á lost- áhættu fyrir móðurina. EINKENNI Talið er að hin klassísku einkenni legbrests, sem lýst er í fagbókum, þ.e. sótt fellur niður, skyndilegir kviðverkir, breyting verði á útlínum legs ásamt losti, sé ekki til staðar nema í um 30% tilvika, en eitt aðal einkennið er áframhaldandi blæðing eftir fæðingu. Gerir þetta því greininguna erfiða, nema læknar hafi möguleikann ofarlega í huga. NIÐURSTÖÐUR Rétt er að hafa sérstaka gjörgæslu og aðgát við fæðingu mikilla fjölbyrja (fimm eða fleiri fæðingar áður), ennfremur kvenna, sem áður hafa fætt með keisaraskurði. Mikla aðgæslu þarf að hafa i notkun hríðaörvandi lyfja, svo sem oxytocins og hinna nýtilkomnu prostaglandina, sem nota má til gangsetn- inga. Aldrei ætti að örva hríðir hjá konu í fæðingu, nema áður sé búið að útiloka misræmi milli grindar og fósturs. Þreifa ætti ávallt innan frá leg þeirra kvenna, sem fæða án aðgerðar en hafa áður fætt með keisara- skurði, og kanna ástand örsins í neðri hluta legs strax að lokinni fæðingu (10, 17). Vaginal fæðingu ætti aldrei að reyna hjá konum, sem áður hafa fætt með »klassiskum« keisara- skurði. Ef ekki er vitað með hvaða aðferð fyrri keisaraskurður var gerður er nauðsyn- legt að fá læknabréf eða hringja á þann stað þar sem keisaraskurðurinn var framkvæmdur og fá upplýsingar um hvort um hafi verið að ræða »klassiskan« keisaraskurð eða þver- skurð i isthmus uteri, áður en ákvörðun er tekin um hvort konan eigi að reyna fæðingu. Hafa ætti hugfast að koma má í veg fyrir legbrest með góðu mæðraeftirliti og réttri meðferð. Þessi sjúkdómsmynd þarf því aldrei að koma fyrir. SUMMARY A retroscpective study was done on complete uterine rupture in lceland during 1950-1982. Twenty one cases fulfilled the criteria for diagnosis of complete uterine rupture. Total deliveries were 147.843, which gives a rate of one uterine rupture for every 7040 deliveries. Mean age was 33.3 years (22-44)andaverageparity was3.2(1-9). In eight cases (38.1%) the rupture was through a previous Caesarean section scar and in six the rupture occurred in an old classical Caesarean section scar. Traumatic ruptures were 47.6% and spontaneus ruptures 14.3% of cases. Oxytocin use was associated with 70% of the traumatic ruptures. Perinatal mortality was 66.7% (14/21) which included threemalformed fetuses. 33.3% (7/21) werelivebornand suffered no morbidity. Maternal mortality rate was 9.5% (2/21). Management was by hysterectomy in 57.1% (18/21) and in 38% (8/21) the rupture was repaired. In one case packing and suturing was tried without success

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.