Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 21 »Eru nokkrar konur á þínu !andi«, segir konungur, »sem þér sé eftirsjá að ?« Hann svarði: »Svo er, herra«. Konungur mcelti: » Vertu eigi hugsjúkur um það. Farþú út straxþegar vorar. Mun égfáþér fé og bréf mitt með innsigli til þeirra manna, sem ráða og ekki vœnti ég þess, að þeir láti ekki undan vinmælum eða ógnarorðum mínum, að gifta þér konuna«. ívar svaraði: »Eigi má svo vera«. »Þannig má það a/ls ekki vera«, segir konungur. »Ég segi ennfremur, að þó annar maður eigi hana, þá mun ég þó ná henniþér til handa, ef ég vil«. Ivar svaraði: »Þunglegar er málinu farið, herra. Bróðir minn á nú konuna«. Þá mælti konugur: »Hverfum þarfrá«, seg- ihann. »Sé ég þá annað ráð. Eftir jólin mun égfara til að sitja veislur, og far þú með mér og muntu þar sjá margar kurteisar konur, og ef þær eru ekki konungbornar, þá mun ég fá þér einhverja.« fvar svaraði: »Mál mitt liggursvo þunglega á mér, að jafnan er ég sé fagrar konur, þá minnirþað mig á þessa konu og er æ því meiri minn harmur«. Konungur mælti: »Þá mun ég gefa þér nokkur forræði og eignir, eins og ég bauð fyrr, og getur þú haft ánægju af þvi«. Ekki vildi hann það. Þá mœlti konungur: »Vandast nú málið, því að ég hefi leitað úrlausnar af fremsta megni. Og er nú eftir einn hiutur og er sá alllítils verður hjá þessum, er ég hefi boðið þér, en þó er ekki að vita, hvað helst hlýðir. Kom þú nú hvern dag, er borð eru uppi og ég er ekki að fást við nauðsynjamál, og mun ég hjala viðþig. Við skulum ræða um konuþessa alla vegu, sem þú vilt og þér kemur í hug, og mun ég gefa mér tóm tilþess, þvíaðþað verður stundum, að harmur manna verður léttari, þegar um er rætt. Og það skalþessu fylgja, að aldrei skaltu gjaflaus fara frá mínum fundi«. ívar svaraði: »Þetta vil ég, herra og haf þökk fyrir eftirleitunina«. Og nú geraþeirjafnan svo, er konungursat ekki yfir öðrum vandamálum, að ívar talaði oft við hann um þessa konu. Og þetta ráð dugðiþvíað harmur ívars bættist vonum fyrr. Tók hann gleði sína á ný og var gamansamur og léttur í lund, eins og hann hafði áður verið. Og er hann (áfram) með Eysteini... Þið tókuð trúi ég eftir því, að uppástunga konungs, sem dugði, var þessi: »Við skulum rœða um konu þessa (daglega) alla vegu, sem þú vilt og þér kemur í hug. . ..« Með þeim orðum er hann að lýsa svonefndum frjálsum hugrenningatengslum, sem er sú meginuppi- staða sálkönnunar, sem veitir fullt frelsi til »að ræða allt sem manni kemur í hug«, eins og Freud orðaði það nær átta öldum síðar. Freud mælti samt ekki með því, að umbuna sál- kannaranum, (þeim sem er að kanna sál sina eins og ívar gerði), með gjöfum. í þessu tilviki mætti ef til vill álíta, að með gjöfum sínum hafi konungur verið öllu fremur að launa hin snjöllu kvæði ívars, sem allvíða er vitnað til, meðal annars í Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar. Alúðlegur lækningamáttur konungs kemur skýrast í ljós, þegar hann hlýðir á ívar af nærfærni, dag eftir dag, með stöðuglyndum áhuga og innlifun, sem með sanni létti á þunglyndi hans og öðrum vandamálum. En við það »bættist harmur hans vonum fyrr«. Hvað sem annað varðar, þá lánaðist konung- inum að aflétta þunglyndinu með aðferð, sem við myndum nú kalla sállækningu með sálkönnunarhætti. Viðhorf konungs til kvenna og þjóðveldis íslands kemur fram í því, að hann telur sig mega ráðstafa jafnt, íslenskum sem norskum konum, hvað sem konunum og ráðamönnum í þeim löndum finnist um það. Vafalaust mótaðist viðhorf hans í þeim efnum meira af tíðarandanum, en af Iundarfari hans. Sam- kvæmt sögulegri heimild Heimskringlu (2), var Eysteinn konungur Magnússon óvenju gjörvulegur og gæfulegur maður. Var hann allt í senn: »Maður inn fríðasti sýnum, bláeygur ok nokkuð opineygur, bleikhár ok hrokkinhár, ekki hár meðalmaður, spekingur að viti, að öllu fróður, lögum ok dæmum ok mannfræði, ráðsnjall ok orðspakur og inn snjallasti, manna glaðastur og lítillátastur, hugþekkur ok ástsæll allri alþýðu« (2). HEIMILDIR 1. íslendinga sögur XII. Árnesinga sögur og Kjalnes- inga. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík: íslendingasagnaútgáfan, Hrappseyjarprent, 1947: 183-8. Þátturinn er einnig varðveittur í Morkin- skinnu Jöfraskinnu af Heimskringlu og í Frísbók. 2. Heimskringla. Snorri Sturlusonar. Reykjavík: Helgafell, 1944: 659. (Barst 04.09.1984).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.