Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 9-13 9 Gunnar Herbertsson, Gunnlaugur Snædal, Stefán Helgason LEGBRESTIR Á ÍSLANDI 1950-1982 INNGANGUR Legbrestur er sjaldgæfur á nútíma fæðinga- stofnunum en þeim mun alvarlegri vegna þess lífshættulega ástands, sem skapast fyrir móður og barn. Sérstaklega eru horfur slæmar fyrir fóstrið og er burðarmálsdauði mjög hár. Legbrestur er ennþá mikið vandamál meðal þróunarþjóða, þar sem fæðingastofnanir eru fáar og skortur er á sérþjálfuðu starfsliði. Má nefna að í Úganda hefur tíðni legbrests verið um einn á hverjar 109 fæðingar og samsvar- andi tíðni frá Nígeriu 1:112 (1,2). Tíðni á Vesturlöndumerábilinu 1:1034til 1:6673. Þá er átt við fullkominn legbrest (ruptura com- pleta) (3, 4, 5, 6, 7). Ákveðið var að kanna tíðni legbrests á íslandi tímabilið 1950-1982. Þetta tímabil var valið með hliðsjón af því, að Fæðingadeild Landspítalans tók til starfa á miðju ári 1949 og upplýsingar því fyllri frá þeim tíma. Samkvæmt skilgreiningu kallast það leg- brestur þegar leg brestur í þungun við 28. viku meðgöngu eða síðar. Því eru ekki talin með þau tilvik, þegar rof kemur í legvegg við aðgerðir (perforatio), svo sem útsköf og fóstureyðingar. Gliðnun í öri (dehiscence) getur fundist við endurtekna keisaraskurði. Þá er rof ekki fullkomið og fósturhimnur og lífhimna ásamt örvef hindra að fóstrið fari út í kviðarhol. Þetta ástand leiðir ekki til blæðinga og áhætta fyrir móður og fóstur er svipuð og við venjulega keisaraskurði. Þar sem ófullkomnir legbrestir leiða ekki til mæðra- og burðarmálsdauða og geta fundist af tilviljun við endurtekna keisaraskurði, eru þeir yfirleitt ekki skráðir sem legbrestir hér á landi nema i undantekningartilvikum. Væri þessi flokkur tíundaður leiddi það til óeðlilega lágra tíðnitalna um mæðra- og barnadauða við legbresti. Höfundar fundu aðeins tvö tilvik ófullkomins legbrests á íslandi, sem bendir til vanskráningar á slíkum tilfellum. Frá Kvennadeild Landspitalans. Barst ritstjórn 15/08/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 25/09/1985. Þeim var sleppt við úrvinnslu og verður því einungis fjallað um fullkominn legbrest í þessu yfirliti. Niðurstöður annarra höfunda, sem vitnað er til, voru samræmdar þannig að ekki var tekið tillit til fjölda örgliðnana (dehiscence), sem annars voru taldar með í tíðnitölum um legbresti í sumum uppgjörum. EFNI OG AÐFERÐIR Kannaðar voru fæðingabækur ásamt gögn- um Fæðingadeildar Landspítalans og fæðing- artilkynningar, einnig heilbrigðisskýrslur (tafla XIV), og bréflegar fyrirspurnir voru sendar sjúkrahúsum út á landi. Að fengnum afritum af sjúkraskrám og læknabréfum ásamt persónulegum upplýsingum frá lækn- um um einstök tilfelli, voru gögn unnin með tilliti til aldurs, fyrri fæðinga, orsaka, einkenna, greiningar og meðferðar. Reynt var að draga fram þá aðalþætti, sem orsaka legbrest. Þar sem upplýsingar og sjúkraskýrsl- ur voru ófullnægjandi og ónákvæmar fram- an af öldinni, var ákveðið að vinna úr tilfellum, sem orðið hafa frá upphafi árs 1950 til ársloka 1982. Stuðst var eftirfarandi flokkun úr SCIAR- RA, Gynecology and Obstetrics (8). 1. flokkur: Legbrestur vegna örs í legi eftir keisaraskurð eða annarra aðgerða á legi. 2. flokkur: Legbrestur, þar sem ekki er til staðar gamalt ör, en ytri áverkar eða þættir valda rofi. 3. flokkur: Sjálfkrafa legbrestur, leg án örs, ekki þekktir ytri áverkar eða þættir, sem geta valdið rofi. NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu 1950-1982 varð 21 legbrestur á íslandi, heildarfjöldi fæðinga var 147.843. Þannig varð einn legbrestur miðað við hverjar 7040 fæðingar. Meðalaldur kvenna var 33,3 ár (22-44 ára) og 14 konur voru 30 ára eða eldri.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.