Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1986, Side 45

Læknablaðið - 15.01.1986, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 23-4 23 Kristján Baldvinsson MINNIKVENNA Flutt í lokahófi Læknaþings 1985 Veizlustjóri, góðir félagar, yndislegu konur. Það hefur orðið hlutskipti mitt í kvöld að tala fyrir minni kvenna. Mér er það bæði ljúft og skylt. Hvaða umræðuefni er skemmtilegra en þessi betri helmingur mannskepnunnar, sem við höfum aldrei skilið til fulls, þrátt fyrir árþúsunda náin kynni. »Konan er líka maður«, sagði Laufey Valdimarsdóttir eitt sinn. Þetta hefur oft viljað gleymast í heimi karlmannanna. Ann- ars vegar höfum við þrælkað konuna og kúgað og talið okkur ofjarla hennar, líkam- lega og andlega. Allt þetta hefur konan þolað okkur vegna ástar og eðlislægrar vitundar um hlutverk sitt í lífinu. »Þú talar eins og fávís kona«, hefur hljómað um aldaraðir. »Konur skulu þegja á samkomum«, áleit Páll postuli. Kannski hafa þær gert það, en eitt er víst, þær hafa talað bæði fyrir og eftir samkomur og sagt körl- unum, hvað þeir skyldu segja. Karlmenn hafa aldrei áttað sig á konunni; þeim er hún óþrjótandi ráðgáta. Konan hugsar með hjartanu og lýtur engum öðrum lögmálum. Heili konunnar er þriðj- ungi minni að rúmtaki en heili mannsins, en þetta virðist ekkert há henni. Minni hennar er frábært. Kona fer í samkvæmi. Tíu árum síðar getur hún lýst hverju smáatriði í klæðnaði og greiðslu annarra viðstaddra kvenna. Fari eiginmaðurinn yfir strikið í eitt skipti af þúsund eða blikki aðra konu, man hún það ævilangt og sér einnig um að hressa upp á minni eiginmannsins. Rökvísi konunnar er frábær. Þegar elsk- hugi yfirstéttarkonu á 18. öld kom að henni í faðmi annars manns, réðst hann harðlega að henni. Konan grét og sagði: »Þú elskar mig ekki lengur. Þú trúir betur þvi, sem þú sérð, en mér.« Slíkt getur enginn sagt, nema kona. Konan þarfnast ástar, hún má aldrei verða okkur sjálfsagður hlutur eða vani. Hina útvöldu á maður ekki bara að elska, heldur segja henni þúsund sinnum, að maður geri það. Frakkar kunna enn þessa list. Dönsk vin- kona okkar hjónanna fór fyrir mörgum árum með systur sinni til Parísar í eigin bíl. Umferðin í París er hörð; stúlkan drap á bílnum á krossgötum og kom honum ekki í gang. Þar varð öngþveiti. Bílar flautuðu og lögregluþjónn snaraðist að stúlkunni með miklum orðaflaumi og þjósti. Stúlkan fór að hágráta. Þá sagði lögregluþjónninn allt í einu: »Moment, madamoiselle«, snaraðist til blómasala á gangstéttinni, keypti blóm og færði stúlkunni. Þetta var mjög galant. Ég hefi reyndar dálítið aðra sögu að segja af frönsku kvenfólki. Ég kom til Parísar sem ungur stúdent og fór með norskum félaga minum í leikhús. Við vorum auralitlir og keyptum ódýrustu sæti uppi undir þaki. Fata- geymslukona tók við yfirhöfnum okkar, horfði stíft á okkur og rétti fram hendi til merkis um að við ættum að gefa þjórfé. Við létum sem við sæjum þetta ekki, enda aura- lausir, og fórum til sætis, en kerlingin elti okk- ur alla leið inn og gargaði á þjórfé. Allir leik- húsgestir störðu á okkur, þessa útlendu nirfla, allir hlógu og við nærri sukkum niður úr gólfinu af skömm. Grimm getur konan verið. Séra Matthías Jochumsson sagði eitt sinn í ræðu, að konan væri »kryddið í lífsins plokkfiski«, og er mikið til í því. En hún er miklu meira. Tilvera okkar á öllum a/dursskeiðum er háð konunni og ást hennar. Ég vil sérstaklega minnast konunnar sem móður og eiginkonu. Líf okkar kviknar í kviði konunnar, sem ungbörn erum við bornir á konuhöndum, fyrstu sporin á lífsleiðinni erum við studdir konuhöndum. Við getum allir tekið undir með Davíð Stefánssyni, þegar hann minnist móður, »sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann, og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann.« Hlutverk móðurinnar er það mesta sem finnst á þessari jörð. Svo að notað sé

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.