Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1986, Page 12

Læknablaðið - 15.01.1986, Page 12
8 LÆKNABLAÐIÐ á líkið var, að kviðurinn var orðinn feikna fyrirferðarmikill, og sagði yfirsetukonan, að svo hefði orðið ísömu andránni og konan leið í ómegin. Ég krufði líkið, og fóstrið sem lá laust í kviðarholinu veltist út úr sárinu. Höfuð og herðar voru svo fyrirferðarmiklar, að fœðing pr. vias naturalis var óhugsanleg og hafði þetta valdið ruptura uteri til hliðar neðantil. Rotnunin hefir vitanlega espast fyrir alvöru um leið og himnurnar voru sprengdar. Ég taldi tvímælalítið, að ég mundi ekki hafa orðið konunni að liði þó ég hefði sjálfur sprengt himnurnar og verið viðstaddur þegar bresturinn skeði. Fór heim og svaf »sine curis«. En þetta var mér nýtt. í bókum hefi hvorki fyr né síðar lesið um uterusruptur með þeim aðdraganda, sem hér getur um. í kennslubók Ingerselevs, Födslens Patologi er aðeins varað við emphysema fóstursins sem alvarlegri fœðingahindrun er kunni að knýja til perfóratíónar«. Hér er upptalið það sem fundist hefur til þessa um Iegbresti á fyrri tímum. Eins og sjá má af þessari upptalningu er fjarri því að hægt sé að meta tíðni legbrests fyrr á árum því upplýsingar eru bæði stopular og ófullkomn- ar. Einnig er ófullkomið mat manna á hvað telja beri legbrest og hvað ekki. Þessi upp- talning hefur eingöngu verið gerð til kynn- ingar en án mats á meðferð og gangi þessi sjúkdóms. Á árinu 1949 tók Fæðingadeild Landspítalans til starfa. Allt frá þeim tíma hefir hún tekið megin þorra þeirra afbrigði- legu fæðinga sem fyrir hafa borið. í næstu grein verða rakin þau tilfelli sem fundist hafa af legbresti frá 1950, fyrst og fremst á Fæð- ingadeildinni (síðar Kvennadeild Landspítal- ans), en einnig frá öðrum stöðum á landinu eftir því sem upplýsingar liggja fyrir. Þótt e.t.v. megi afla nánari upplýsinga með því að Ieita beint í sjúkraskrám viðkomandi sjúkra- húsa á fyrri árum, verður tæplega hægt að ná fullnaðartölum um legbresti fyrir árið 1950, þannig að marktækur samanburður náist hvað tíðni snertir. HEIMILDIR 1. Sigurjón Jónsson. Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800. Reykjavík 1944: 101-2. 2. Skarðsárannáll. Annálar 1400-1800, 1. bindi. Reykjavík 1922: 82. 3. Jón Steffensen. Fyrsta frásögn af legbresti á íslandi. Læknablaðið 1986; 72: 3-4. 4. Heilbrigðisskýrslur 1881-1949. 5. Steingrímur Matthíasson. Konur í barnsnauð. Læknablaðið 1921; 7: 183-4. 6. Steingrímur Matthíasson. Konur í barnsnauð. Læknablaðið. Læknablaðið 1922; 8: 55-6. 7. Vilmundur Jónsson. Fyrstu keisaraskurðir á íslandi. Læknablaðið 1954; 38: 114-40. Myndatexti í 9. tbl. bls. 302 brenglaðist og biðst Læknablaðið velvirðingar á því. Réttur er textinn þannig: Pétur Z. Skarphéðinsson (t.v.) Geir Friðgeirsson (í miðið) og Hjálmar Freysteinsson (t.h.).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.