Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1986, Side 19

Læknablaðið - 15.01.1986, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 11 kannaði tíðni legbresta í öllum fæðingum í Svíþjóð árin 1956-1961 og reyndist einn leg- brestur vera á hverjar 5156 fæðingar (9). í þess.u yfirliti um legbrest er athyglisvert að höfundar rákust aðeins á tvö tilfelli ófullkom- ins legbrests við endurtekna keisaraskurði, sem ekki voru teknir með í úrvinnslu. Árið 1984 birtist grein í The Journal of Reproducti- ve Medicine, sem fjallar um fæðingar kvenna, sem höfðu áður fætt með keisaraskurði. Þar kom í ljós að við 528 endurtekna keisara- skurði var tíðni á örgliðnunum 3,7%, og í hópi kvenna, sem reyndu fæðingu, var tíðni örgliðnana eftir fæðingu 1,9% (10). Greinar- höfundar skýrðu þennan mun á tíðni ör- gliðnana með því, að nákvæmari skoðun hefði verið á örum í legi kvenna, sem fóru í endurtekinn keisaraskurð. Þessar niðurstöður styðja þá hugmynd höfunda, að örgliðnanir, sem í ljós koma við endurtekna keisaraskurði, séu ekki skráðar í öllum tilvikum hér á landi (sem ófullkominn legbrestur), ef höfð er í huga tíðni keisara- skurða (10-15% fæðinga). Tíðni örgliðnunar í legi kvenna, sem áður hafa fætt með »klassískum« keisaraskurði, er talin vera 5-14% (10, 11). Það er einkennandi fyrir þessi ör í leginu, að þau geta brostið án undangenginna hriða. Talið er að um 2,2% bresti, áður en hríðir hefjast og horfur móður og barns við legbrest eftir »klassískan« keis- araskurð eru mjög slæmar og mun verri en eft- ir venjulegan keisaraskurð í neðri hluta legs- ins (8, 11). Af sex legbrestum eftir »klassísk- an« keisaraskurð komu þrír þeirra fyrir án fyrirvaraeinkenna og án þess að hríðir væru hafnar í 35.-36. viku meðgöngu. Ör eftir venjulegan þverskurð í neðri hluta legsins (isthmus uteri), brestay firleitt ekki nema i fæð- ingu (10). Tíðni fullkomins legbrests í fæðingu þegar áður hefur verið gerður þverskurður íneðrihlutalegs, erábilinu0,6-0,7% (12, 13). Leg frumbyrju brestur yfirleitt ekki í fæð- ingu (7, 11), nema til komi aðrir þættir, aðgerðir og/eða áverkar t.d. þegar reynd er hríðarörvun með lyfjum og fyrir liggur ósam- ræmi milli grindar og fósturs (7, 8, 11). Þegar legbrestur verður í áður heilu legi, verður hann yfirleitt í neðri hluta legsins (isthmus uteri), sem bilar vegna ofþenslu og þynningar (7, 8). Af þeimsexlegbrestum, sem komu fyrir eftir »klassiskan« keisaraskurð í þessari at- hugun, létust fjögur af sexbörnum ogein kon- an vegna lostsástands. Aftur á móti lifðu bæði móðir og barn af þá tvo legbresti, sem urðu eftir áður gerðan þverskurð í leg. Á síðasta áratug hefur færst mjög í vöxt að reyna fæðingu þótt áður hafi verið gerður keisaraskurður við fyrri fæðingar. Fram til ársins 1974 var það almenn regla í Bandaríkj- unum að gera keisaraskurð í síðari fæðingu, hafi áður verið gerður keisaraskurður og var það gert í 99% tilvika samkvæmt athugun þá (13). Á síðasta áratug hefur þróun verið í þá átt að reyna fæðingu, ef ekki liggja fyrir þeir þættir, sem kölluðu á keisaraskurð í fyrri fæðingu, svo sem grindarþrengsli, þverlega eða annað. Um það bil 60-80% þeirra kvenna, sem áður hafa farið í keisaraskurð, eiga samkvæmt því að geta fætt eðlilega í næstu meðgöngu (10, 11). Hætta á legbresti, ef gamalt ör er í neðra hluta legsins, hefur verið metin í stórum uppgjörum innan við 1% (12, 13, 14). Legbrestir af flokki 2 (ruptura traumatica) urðu 10 samtals (47,6%) og voru þeir tengdir ytri áverkum við aðgerðir í erfiðum fæð- ingum. Athygli vekur, að í sjö af 10 tilvikum var notkun oxytocin meðverkandi þáttur eða orsök. Af þessum 10 legbrestum var um að ræða fjórar gangsetningar með oxytocingjöf og í þrem tilvikum var oxytocin notað til að örva hríðir. Notkun oxytocins er varasöm og jafnvel hættuleg þegar um er að ræða miklar fjölbyrj- ur (5 eða fleiri fæðingar). Awais og Lebherz fundu fjóra legbresti í 199 gangsetningum mikilla fjölbyrja eða 2%, en engan legbrest í 383 gangsetningum kvenna, sem fætt höfðu 0-4 börn (15). Legbrestir meðal kvenna, sem áður hafa fætt sjö börn eða fleiri er 1,3% án notkunar oxytocins, samanborið við 1,1% hjá konum, sem fætt hafa færri börn en sex (16). Áhrif oxytocins sem aðal orsakar eða meðverkandi orsakaþáttar er tíunduð í flest- um uppgjörum um legbresti, og var notkun þess tengd 33% legbresta á íslandi á þessu 33 ára tímabili. Sambærilegar tölur annarra greinarhöfunda eru 40-42% (5, 7) og eiga þessar tölur við um þær konur, sem fá legbrest, en hafaekki ör í leginu. Oftast virðist oxytocinörvun hafa verið beitt á röngum forsendum, þ.e.a.s. við aðstæður sem stuðlað geta að legbresti, svo sem misræmi milli grindar og fósturs (7). Sjálfkrafa legbrestir (flokkur 3) voru þrír. Þessi tegund legbrests er oftast tengd háum aldri mæðra, mörgum fyrri fæðingum, rangri fósturstöðu eða þegar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.