Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 6
288 LÆKNABLAÐIÐ krabbamein og 14 af 85 konum (16,5%). Samtals voru þetta 20 af 105 sjúklingum eða (19%). Við nánari athugun sjúklinga með krabbamein kom i ljós, að níu höfðu leitað læknis vegna óskyldra einkenna, en hnútur fundist við almenna skoðun. Vitað var um hnút hjá sjö sjúklingum í tvo til tólf mánuði. Einn sjúklingur kom vegna stækkunar á hnút, sem fylgst hafði verið með í tvö ár. Hæsi var aðalkvörtun eins sjúklings. Óljóst var af sjúkrasögu tveggja sjúklinga hvað hafði leitt til rannsóknar á skjaldkirtli. Vefjagreining: Af krabbameinsæxlum voru 16 með totumyndun (carcinoma papilliferum), tvö skjaldbúsmein (carcinoma folliculare), eitt villivaxtarmein (carcinoma anaplasticum) og eitt eitlamein (lymphoma). Aðgerðir vegna krabbameins í skjaldkirtli. Stakir hnútar í skjaldkirtli voru meðhöndlaðir með skjaldblaðsnámi (lobectomy) og eiðisnámi (isthmectomy) og ef frystiskurðarsvar sýndi krabbamein þá var oftast gert helftarnám skjaldblaðs (hemi-lobectomy) á þeim kirtilhluta, sem eftir var eða aðgerðinni var lokið sem skjaldkirtilbrottnámi (thyroidectomia totalis). Brottnám svæðiseitla (radical neck) var gert á fjórum sjúklingum, þar af á tveim um leið og skjaldkirtilsaðgerð var gerð. Vefjagreining hjá þeim sex sjúklingum sem gengust undir brottnám kirtilsins (thyroidectomia totalis) var: Tveir voru með skjaldbúsmein (carcinoma folliculare), annar var með totumein á mörgum stöðum samtímis (carcinoma multifocale), sá fjórði var með totumein í eitlingabólgu (carcinoma papilliferum in thyroiditis lymphomatosa) og enn annar var með totu- og skjaldbúsmein (carcinoma papilliferum og folliculare). Sá síðastnefndi var með raddbandalömun við skoðun fyrir aðgerð, og reyndist æxlið vaxið inn í afturhvarfstaug (nervus laryngeus recurrens). Frystiskurðarsvar hjá einum sjúklingi var að um bandvefshersli var að ræða (fibrosis), en lokaskoðun leiddi í Ijós totumein (carcinoma papilliferum), og var sjúklingurinn þvi kallaður inn aftur og gert brottnám kirtilsins. í þessu síðara sýni fannst einnig totumein. Þetta reyndist því carcinoma multifocale. Eftir aðgerð voru allir sjúklingar, sem höfðu verið með krabbamein settir á skildisvaka til þess að hindra áhrif skjaldkirtilskveikju (thyroid stimulating hormone). Afdrif. Ekki var gerð sérstök tilraun til að athuga hvernig sjúklingum reiddi af, þó er vitað að þrír dóu af völdum krabbameins í skjaldkirtli. (Einn var með carcinoma anaplasticum, einn var með carinoma papilliferum og folliculare og einn carcinoma papilliferum, sem var vaxið gegnum hýðið). Dvalartími á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð var 2-19 dagar, meðallegudagafjöldi var fimm dagar. Ekki var alltaf gerð raddbandaspeglun fyrir og eftir aðgerð og hjá nokkrum eingöngu eftir aðgerð ef ástæða þótti til. Auk sjúklingsins, sem var með raddbandalömun fyrir aðgerð reyndust þrír aðrir sjúklingar vera með raddbandalömun við skoðun eftir aðgerð. Aðgerð og vefjagreining hjá þessum þrem sjúklingum var: Skjaldkirtilsbrottnám vegna krabbameins á mörgum stöðum í kirtlinum, skjaldblaðsnám vegna langvarandi bólgu með netjuherzli og skjaldblaðsnám vegna skjaldkirtilsbólgu. Við síðara eftirlit var raddbandaspeglun eðlileg hjá einum þessara sjúklinga en tveir voru enn með lömun þó einkenni væru að þeirra áliti horfin; heilbrigða raddbandið færist yfir miðlínu. Tveir af 105 sjúklingum eru því með varanlegan skaða á afturhvarfstaug. En sé tekið tillit til að hjá sex sjúklingum var gert skjaldkirtilsbrottnám og því báðar taugar í hættu eru þetta tvær af 111 taugum (1,8%). Blóðkalk var mælt eftir aðgerð ef einkenni gáfu ástæðu til. Einn sjúklingur þurfti meðferð vegna Iágs blóðkalks og var á slíkri meðferð er hann fór til langdvalar erlendis og því ekki vitað hve lengi hann þurfti meðferð. UMRÆÐA Ábendingar um aðgerðir á skjaldkirtli eru einkum erfiðleikar við að útiloka á annan hátt að hnútur sé illkynja. Ráðgjöf um aðgerð styðst oft við tölulegar líkur á að stakur hnútur sé illkynja og oftast er stuðst við erlendar rannsóknir. Skjaldkirtill íslendinga er nokkuð sérstakur og því ekki endilega víst að erlendar niðurstöður eigi við íslendinga. Rannsóknir Júlíusar Sigurjónssonar árið 1940 sýndu að skjaldkirtill íslendinga var óvenju lítill (10-12 grömm) og innihélt mjög mikið joð á hverja þyngdareiningu. Rannsóknir Ólafs Bjarnasonar sýndu einnig að nýgengi krabbameins í skjaldkirtli er hátt hjá íslendingum eða 2,6 á 100.000 karla og 7,7 á 100.000 konur. (7,8) Með framangreindar tölur í huga mátti búast við háum tíðnitölum krabbameins í stökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.