Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 8
290 1986; 72: 290-7 LÆKNABLAÐIÐ Birna Þórðardóttir SJÚKRAHÚSIÐ Á AKRANESI Sjúkrahús Akraness tók til starfa 3. júni 1952. Snemma sumars ákvað ritstjórn Læknablaðsins að hafist skyldi handa við öflun upplýsinga um sjúkrahús landsins. Reynt yrði að afla upplýsinga um þjónustusvæði viðkomandi stofnana, starfsvettvang, vinnuaðstæður, staðbundna erfiðleika og framtíðarhorfur, þannig að eitthvað sé nefnt. Ákveðið var að leita ekki langt yfir skammt og hefjast handa á Akranesi. Flett var upp i bókinni »Læknar á íslandi« eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson til að afla sögulegra fanga. Þar er að finna yfirlit yfir sjúkrahús og sjúkraskýli á íslandi fram til ársins 1965. Sjúkrahúsi Akraness er þar í engu getið. Ekki var það látið aftra för og þann 10. júní lagði ritstjóri Læknablaðsins land undir fót ásamt ritstjórnarfulltrúa og blaðamanni og var Sjúkrahús Akraness sótt heim. Læknarnir Ari J. Jóhannesson, Bragi Níelsson og Guðjón Guðmundsson, allir yfirlæknar á sjúkrahúsinu, veittu ljúflega upplýsingar og voru okkur innan handar í hvívetna. Einnig leituðum við upplýsinga hjá Jóhönnu F. Jóhannesdóttur hjúkrunarforstjóra og Ásthildi Einarsdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra. Kunnum við þeim bestu þakkir og ekki síður öðru starfsfólki sjúkrahússins sem veitti okkur aðstoð. Rétt er að taka fram að þótt einkum hafi verið leitað upplýsinga hjá fyrrnefndum yfirlæknum og öðru tilgreindu starfsfólki, þá eru allar skoðanir á ábyrgð blaðamanns eins.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.