Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 14

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 14
294 LÆKNABLAÐIÐ í sumum tilvikum hefur þessu starfsfólki verið útvegað húsnæði í starfsmannabústöðum og stundum er einnig mögulegt að bjóða dagvistun fyrir börnin. Lyfjafræðingur kemur ársfjórðungslega og lítur eftir lyfjabúri sjúkrahússins. Alls starfa um 230 manns í 160 stöðugildum á Sjúkrahúsi Akraness og er sjúkrahúsið fjölmennasti vinnustaður á Akranesi. Er þörf fyrir sjúkrahús á Akranesi? Á Akranesi eru um 5400 íbúar, með nágrannasveitum sunnan heiða eru íbúarnir nálægt 6000. Þessu svæði þjónar heilsugæslustöðin á Akranesi. Sjúkrahúsið þjónar auk þess öllu Vesturlandi að miklum hluta, en geta má þess að Reykjavík er í þriðja sæti hvað notkun snertir. Starfssvæði sjúkrahússins hefur þó engin föst landamerki, þannig að mögulegur sjúklingafjöldi er breytilegur. Samgöngur ráða einnig hve vel sjúkrahúsið þjónar svæðinu. Menn hugsa sig t.d. tvisvar um áður en fárveikir sjúklingar eru settir upp í bíl og ekið með þá um sveitir Vesturlands. Viðmælendur okkar voru á einu máli um að Sjúkrahús Akraness yrði að starfrækja sem deildaskipt sjúkrahús með bráðaþjónustudeildum. Með tilliti til þeirrar þjónustu sem nú er veitt þá eru íbúar Akraness og nágrannasveita of fáir til að nýta alla þjónustu sjúkrahússins. Til að bera uppi fulla starfsemi á sjúkrahúsinu þyrftu íbúar að vera um 15.000, að mati viðmælenda okkar. Þar við bætist að sjúklingar liggja skemur inni á sjúkrahúsum en áður þannig að hægt er að sinna fleirum. Sjúkrahúsið tekur við sjúklingum úr Borgarfirði, Dölum, af Snæfellsnesi, Norð-Vesturlandi og auk þess frá Reykjavík og reyndar víðar að og hefur verið með rúmlega 100% nýtingu á sjúkrarúmum. Flestir sjúklinga sem komið hafa frá Reykjavík leggjast inn á kvenlækningadeild, eða alls um 24% af heildarfjölda sjúklinga á deildinni. Á handlækningadeild koma um 16% frá Reykjavík og nálægt 4% á lyflækningadeild. Þessar tölur eru frá árinu 1985. Sjúklingar koma bæði að eigin frumkvæði og að tilvísun Iækna sem starfa við sjúkrahúsið og sinna sjúklingum í Reykjavík. Margir sjúklingar fylgja læknunum eftir, og margir burtfluttir Akurnesingar leita lækninga á heimaslóðum. Algengt er að burtfluttar konur komi á Skagann til að ala börn og sækja um leið í skjól ættingja. Verksvið Sjúkrahúss Akraness og tengsl við aðrar sjúkrastofnanir Á sjúkrahúsinu verður að vera hægt að sinna allri bráðameðferð. Að sögn lækna geta þeir það, með tiltölulega fáum undantekningum. Á deildaskiptu sjúkrahúsi er þörf á sérhæfingu en þegar ekki er um fleiri sérfræðinga að ræða en á Sjúkrahúsi Akraness verður hver og einn að sinna fleiru en þröngri sérgrein. Slysadeild er sinnt af sameiginlegum vöktum og er hún rekin á svipaðan hátt og slysadeild Borgarspítalans. Verði slys í Borgarfirðinum er hinum slösuðu sinnt frá Akranesi nema um stórslys sé að ræða, þá getur verið nauðsynlegt að flytja slasaða til Reykjavíkur. Akranes er svolítið úr þjóðbraut og ferðamannastraumurinn liggur meira í gegnum Borgarnes. Þjónusta við ferðamenn kemur þar af leiðandi meira til kasta heilsugæslulækna í Borgarnesi. Fólk sem dvelur í sumarbústöðum og orlofssvæðum í Borgarfirði leitar mikið til Borgarness, en sjúklingar eru sendir til sjúkrahússins ef þörf krefur og svipað er að segja um skólana yfir vetrartímann. Tengsl við heilsugæslulæknana í Borgarnesi hafa verið mjög góð. Þeir geta hringt á sjúkrahúsið allan sólarhringinn og náð þar í sérfræðinga og vaktlækna endranær. Heimafæðingar þekkjast ekki lengur á heilsugæslusvæðinu, allar fæðingar eiga sér stað á sjúkrahúsinu. Fæðingastofur eru tvær og fjöldi fæðinga yfirleitt frá 170 til 220. Á síðasta ári voru fæðingar 174. Psoriasis-sjúklingar eiga kost á meðferð á sjúkrahúsinu og eru þar ljós, böð og lampar. Engin sérstök gjörgæsludeild er á sjúkrahúsinu, en það mál er leyst með því að hafa veikustu sjúklingana á stofum næst vaktstofum. Alltaf er nokkuð um langlegusjúklinga inni á almennum deildum þangað til þeir komast inn á hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Á lyflækningadeild eru oftast Ianglegusjúklingar í 5 til 10 rúmum af þeim 30 sem eru á deildinni. Á lyflækningadeild er sinnt flestum bráðatilfellum sem upp koma, þar á meðal í barnasjúkdómum. Til Reykjavíkur eru eingöngu sendir sjúklingar sem þarfnast mjög sérhæfðra

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.