Læknablaðið - 15.11.1986, Page 16
296
LÆKNABLAÐIÐ
Grundartanga um læknisskoðanir á starfsfólki,
einkum varðandi heyrnarpróf og blásturspróf.
Eitt er það sem algjörlega vantar á sjúkrahúsið og
það er geðlækningaþjónusta. Lögum samkvæmt
eiga deildaskipt sjúkrahús að sinna
geðlækningum þótt ekki þurfi endilega að vera
um geðdeild að ræða. Margir sjúklingar eiga við
geðræn vandamál að stríða og er reynt að sinna
þeim eftir föngum á sjúkrahúsinu en mikið vantar
á að það sé fullnægjandi. Einnig er alls
ófullnægjandi að senda sjúklinga til geðlækna í
Reykjavík, reynslan er sú að oft hefur lítið komið
út úr því. Geðlækningaþjónusta er því efst á lista
þess sem bæta þarf við þjónustu Sjúkrahúss
Akraness.
Fjárhagsstaða Sjúkrahúss Akraness og breyttur
fjárhagsgrunnur
Sjúkrahúsið er rekið á daggjaldakerfinu. Á
síðustu árum hefur rekstrarhalli verið um 20%.
Árið 1985 voru útgjöld 154 milljónir en tekjur 120
milljónir króna.
Miðað við þá þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu
er rekstrarkostnaður einstaklega lágur.
Borgarspítalinn hefur t.d. verið með nálega
tvöfalt hærri daggjöld en Sjúkrahús Akraness.
Dæmi um rekstrardaggjöld sjúkrahúsa utan
Reykjavíkur eru: Sjúkrahús Keflavíkur kr. 4.509,
Sjúkrahús ísafjarðar kr. 4.714 og Sjúkrahús
Akraness 3.819. Þessar tölur eru frá júlí 1986.
Nú er fyrirhuguð breyting á rekstri sjúkrahússins
og er ætlað að setja það á föst fjárlög í stað
daggjalda. Það er erfitt að segja nákvæmlega til
um hverjar afleiðingarnar kunna að verða en
greinilega voru læknar uggandi um framtíðina
vegna þessa. Miðað við upplýsingar frá Reykjavík
og Akureyri um reynsluna af því að setja
sjúkrahúsin á föst fjárlög töldu þeir ekki ástæður
til bjartsýni.
Menn óttast að breytingar á
rekstrarfyrirkomulagi verði notaðar til blindra
sparnaðarráðstafana án nokkurs tillits til
aðstæðna, stefnt sé á niðurskurð þótt opinbert
markmið sé hagræðing með óbreyttri þjónustu.
Stærsti kostnaðarliðurinn, eða um 70% af
rekstrarkostnaði sjúkrahússins, eru laun og
launatengd gjöld. Viðmælendur okkar bentu á að
daggjöldin hafa verið það lág á Akranesi að
ótrúlegt er að hægt sé að klípa þar af.
Fyrir hendi eru kröfur um aukna þjónustu, þeim
kröfum verður ekki mætt nema með auknum
launakostnaði. Auk þess er hæpið að búast megi
við að tæki sem sjúkrahúsið sárvantar núna fáist
gefins. Það þýðir einnig aukin útgjöld.
En því miður hættir mönnum oft til þess að líta á
beinar prósentutölur þegar á að spara.
Hafa ber í huga að Sjúkrahús Akraness þolir ekki
að draga þjónustuna saman frá því sem er. Það
felst enginn sparnaður í því að hætta að taka
sjúklinga frá Reykjavík, það veldur aðeins
tilfærslu i kostnaði, og margir leita til
sjúkrahússins vegna þess að þeim stendur
þjónustan alls ekki til boða annars staðar.
Hlutfall sjúklinga hefur verið þannig að
Akurnesingar hafa verið um 45% en sjúklingar
annars staðar frá um 55%.
Hvað gerist ef fjárframlög verða skorin niður?
Trúlega verður þróunin sú, að fyrst í stað verður
safnað skuldum. Þegar það gengur ekki lengur
verður reynt að spara í launum og þá trúlega
byrjað á ræstingakonum og gangastúlkum, eins
og gert hefur verið annars staðar. Þriðja skrefið
verður að minnka sérfræðiþjónustuna sem
sjúkrahúsið býður upp á í dag. Það þýðir aukið
álag á sjúkrahúsin í Reykjavík og er alls óvíst að
þau verði tilbúin að mæta slíku.
Þessar fyrirhuguðu breytingar áttu að ganga í
garð um síðustu áramót, en vegna andstöðu var
þeim frestað. Búist er við að þær verði um næstu
áramót og er undirbúningur hafinn.
Rekstarstjórn sjúkrahússins mun t.d. hafa verið
gert að senda skýrslu um fjárhagsáætlun næsta
árs vegna væntanlegra fjárlaga.
Allt gæti þetta hugsanlega gengið ef til væri
eitthvert gæðamat í heilbrigðisþjónustunni og
samræming á starfi þar innan. Kerfið er ótrúlega
laust í reipunum. Augljóslega þykir
heilbrigðisþátturinn of stór og þess vegna er reynt
að höggva í þann útgjaldalið. Hins vegar er
spurningum um hvaða þjónustu samfélagið vill
veita og hvernig látið ósvarað. Þess vegna er alls
óljóst við hvað verður miðað þegar ákveðið
fjármagn verður skammtað til hvers sjúkrahúss
fyrir sig.
Læknarnir voru sammála um að daggjaldakerfið
væri gallað, en það hefði þó kosti sem taka bæri
tillit til. Megingalli þess fælist í vanstjórn. Það
vantaði stöðlun fyrir sjúkrahúsin og eftirlit með
útgjöldum. Hvað veldur t.d. mismunandi
daggjöldum sjúkrahúsanna? Er það einungis
mismunandi þjónusta sem boðið er upp á eða
eitthvað annað.