Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1986, Side 18

Læknablaðið - 15.11.1986, Side 18
LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL m Læknafélag íslands og H Læknafélag Reykjavíkur 72. ÁRG. - NÓVEMBER 1986 MEÐFERÐ HÁÞRÝSTINGS - BREYTT YIÐHORF i. Allmörg undanfarin ár hefur lyfjameðferð háþrýstings verið í furðu föstum skorðum, ef miðað er við þann fjölda lyfja, sem er á boðstólum. Flestir sérfræðingar á þessu sviði hafa verið sammála í stórum dráttum um eftirfarandi stig meðferðar: 1. Meðferð er hafin með betablokkum eða þíasíðum. Oft er yngri sjúklingum gefnir betablokkar, en þeim eldri þíasíð. 2. Nægi meðferð ekki með öðrum lyfjaflokkum, eru lyf af báðum gefin samtímis. 3. Fái sjúklingur ekki eðlilegan blóðþrýsting við það, er æðavíkkandi lyfi bætt við, t.d. hýdralasíni eða alfablokka, t.d. prasósíni. sumir, að lyfin kunni að valda skyndidauða. Rannsókn gerð í Bandaríkjunum nýlega leiddi í ljós óeðlilega mikla dánartíðni meðal háþrýstingssjúklinga, sem höfðu ST-T hækkanir á hjartariti og tóku þíasíð. Loks er vitað að taka þíasíða eykur kólesteról i sermi manna og eykur þannig e.t.v. áhættu á kransæðasjúkdómi. Betablokkar: Vægar hjáverkanir af betablokkum eru algengar og hvimleiðar, þótt ekki geri þær alltaf nauðsynlegt, að lyfjagjöf sé hætt. Flestar eru alkunnar: Þreyta, slappleiki, kaldir útlimir, miklar draumfarir, ofskynjanir og kafmæði. Á hitt er að líta, að óyggjandi rannsóknir hafa sýnt, að betablokkar draga úr dánartíðni sjúklinga eftir vægt hjartadrep. Þetta gildir a.m.k. um þá betablokka, sem ekki hafa eigin aðrenerga verkun. Betablokkar draga úr takttruflunum og virðast hafa lítil áhrif á blóðfitu. Þetta hefur orðið til þess, að notkun betablokka hefur aukist við háþrýstingi á kostnað þvagræsilyfja. Vatnsleysanlegir blokkar (t.d. atenólól) hafa nokkra fræðilega kosti umfram fituleysanlega. Hýdralasín og prasósín: Eins og kunnugt er, getur hýdralasín valdið rauðum úlfum. Áður var talið, að lítil hætta væri á slíku, ef dagskammtur væri minni en 300 mg á dag. Nýlegar enskar rannsóknir hafa sýnt, að rauðir úlfar geta hlotist af talsvert minni skömmtum. Aðalókostur prasósíns er brátt blóðþrýstingsfall, eftir að lyfið er tekið í fyrsta sinn, eða eftir hlé á lyfjatökunni. Þetta getur hæglega valdið aðsvifi eða yfirliði, einkum ef sjúklingur þarf að fara á fætur að næturlagi. Á hinn bóginn virðist prasósín hafa jákvæð áhrif á blóðfitu, dregur úr LDL kólestróli, en eykur HDL kólesteról. Um eða yfir 95% sjúklinga fá eðlilegan blóðþrýsting við þessa meðferð. Alvarlegar hjáverkanir eru fátíðar og því sjaldan talið nauðsynlegt að grípa til annarra lyfja, t.d. meþýldópa eða gúaneþidíns. Á síðustu árum hafa mönnum orðið æ ljósari ýmsir vankantar og hugsanlegar úrbætur á þessari forskrift, annars vegar ný vitneskja um neikvæðar hliðar einstakra lyfja og hins vegar tilurð nýrra og álitlegra lyfja. Lítum fyrst á nokkra ókosti einstakra hefðbundinna lyfja. Þíasíð: Rannsóknir, sem m.a. hafa verið gerðar á göngudeild Landspítalans fyrir háþrýsting af Jóhanni Ragnarssyni og fleirum, sýna, að sjúklingum, sem taka þíasíð að staðaldri, er hætt við hjartsláttartruflunum frá sleglum. Því óttast II. Merkustu lyfjaflokkar, sem fram hafa komið á undanfömum árum við háþrýstingi, eru án efa kalsíumblokkar og angíotensínblokkar. Kalsíumblokkar: Nú eru á markaði hérlendis þrjú lyf í þessum flokki: Verapamíl (Isoptin, Geangin), nífedipín (Adalat) og díltíazem draga einnig úr takttruflunum frá gáttum. Kalsíumblokkar-lækka blóðþrýsting með því að víkka slagæðar og draga úr fráfalli hjartans. Þeir lækka blóðþrýsting því meira, sem hann er hærri í upphafi. Nauðsynlegt er þó, að beita þeim með gát. Varasamt er að gefa saman verapamíl og betablokka vegna hættu á leiðslurofi á hjarta. Hjáverkanir nífedipíns eru svipaðar og annarra æðavíkkandi lyfja, höfuðverkur, roði í andliti og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.