Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.11.1986, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 299 hraður hjartsláttur, en einnig bjúgur á ganglimum. Á lyflækningadeild Landspítalans hefur diltíazem verið allmikið notað undanfarið ár, enda eru hjáverkanir fátiðar. Þó er rétt að auka skammta varlega, ef lyfið er gefið með betablokkum. Öll lyfin þrjú ber að varast í svæsinni hjartabilun, II leiðslurofi í torleiðnihnút og sjúkum gáttahnút. Rannsóknir benda til að kalsíumblokkar dragi úr dauðsföllum eftir brátt hjartadrep. Angíotensínblokkar: Draga úr myndun angiotensíns II. Lyfin í þessum flokki eru kaptópríl (Capoten) og enalapríl (Renetec). Þau víkka slagæðar og koma að gagni við hjartabilun, auk háþrýstings. Athyglisvert er, að þau valda ekki hraðatakti eins og flest önnur æðavíkkandi lyf, og óvenjulegt er, að þol komi fram við notkun þeirra. í upphafi virtist kaptópríl oft valda hvítumigu og fækkun hvítra og rauðra blóðkorna. Þessa verður þó sjaldan vart, ef skammtar eru minni en 100-150 mg á dag. Bæði lyfin geta valdið ofnæmisbjúg (Oedema angioneuroticum). Þvagræsilyf auka mjög áhrif lyfjanna og varhugavert er að gefa angiotensínblokka án þess að stöðva gjöf þvagræsilyfja um tíma eða byrja með mjög litlum skömmtum. Hins vegar bætir betablokki og angíotensínblokki litlu við áhrif hvors annars. III. Líklegt virðist, að forskriftin, sem lýst var í upphafi, haldi velli enn um sinn, hvað varðar marga sjúklinga með háþrýsting, einkum virðist trúlegt, að betablokkar haldi hlut sínum óskertum og vinni jafnvel á gagnvart þvagræsilyfjum sem upphafslyf. Notkun hýdralasíns og prasósíns á líklega eftir að minnka. Mörgum munu þykja kalsíumblokkar og jafnvel angiotensínblokkar álitlegir valkostir í upphafi meðferðar. Þessir lyfjaflokkar henta ekki illa saman, ef þörf er frekari meðferðar. Einnig má gefa þvagræsilyf með hvorum lyfjaflokknum sem er eða báðum saman. Hefðbundin meðferð grundvallast á þvagræsilyfjum, en þó einkum betablokkum. Gangi meðferð illa með þeim hætti vegna hjáverkana eða annarra vandkvæða má nú benda á annan valkost. 1. Meðferð er hafin með kalsíumblokka, t.d. diltíazem 30-120 mg þrisvar á dag eða verapamíl 120-240 mg tvisvar á dag. 2. Nægi sú meðferð ekki, er bætt við angiotensíumblokka, t.d. kaptópríl 12,5-50 mg eða enalapríl 5-10 mg tvisvar á dag. Einnig er hugsanlegt að gefa á þessu stigi þíalsíð lyf. 3. Sé enn um háþrýsting að ræða, er bætt við þíasíð lyfi eða angiotensínblokka eftir því, hvort lyfið varð fyrir valinu á 2. stigi meðferðarinnar. Líklegt er að þessi forskrift reynist álíka áhrifarík og hin hefðbundna þriggja lyfja meðferð. Eftir sem áður munu nokkrir sjúklingar þarfnast flóknari meðferðar vegna óvenju svæsins háþrýstings, hjáverkana lyfja eða annarra tengdra sjúkdóma. Þórður Harðarson

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.