Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 301 enn í þessu sambandi athuguð stækkun skjöldungs'í þungúðum skoskum konum og íslenskum og stækkaði skjöldungur barnshafandi skoskra kvenna sýnilega og áþreifanlega, en lítt eða ekki í íslenskum konum. Jafnframt kom í ljós, að ólífrænt joð i blóði íslenskra kvenna reyndist all hátt en TSH (thyreotropic hormone) í sermi að sama skapi lágt (16). Loks gerði Bjarni Þjóðleifsson víðtæka rannsókn á tíðni skjöldungseitrana (Graves’ disease) hér á landi og reyndust íslendingar ekki frábrugðnir öðrum þjóðum í því efni (17). Nú er vitað um allmiklar lífsvenjubreytingar íslendinga i mataræði og fleiru á síðustu 30-40 árum, sem nánar verður gerð grein fyrir hér á þessum blöðum. Fróðlegt væri því að vita, hvort slíkar breytingar endurspeglist í stærð skjöldungs hér á landi svo að íslendingar verði máske ekki lengur í sérflokki hvað slíkt snertir eins og fram kom í meira en 40 ára gömlum rannsóknum Júlíusar Sigurjónssonar í þeim efnum eins og fyrr segir og enn er byggt á í nútímaumfjöllum, svo sem við kennslu í þessum fræðum við Háskóla íslands, samkvæmt munnlegum upplýsingum kennarans í lífefnafræði, Þorvaldar Veigars Guðmundssonar dósents. Þessar upplýsingar dósentsins ásamt áhuga hans á málinu hafa verið núverandi höfundi drjúg uppörfun til nýrra þyngdarmælinga á skjöldungum fullorðinna í framhaldi af nýburarannsóknunum. Ekkert í seinni tima rannsóknum, sem hér hefir verið vitnað í, né heldur í rannsóknum núverandi höfundar bendir þó til joðskorts í fæði íslendinga, þvert á móti munu íslendingar enn búa við joðríkan kost þrátt fyrir minnkandi neyslu sjávarafurða, með stækkandi skjöldung. Á hinn bóginn er vert að geta þess að viða þar sem »einföld landlæg skjöldungsstækkun« var algeng hefir verið beitt forvarnaraðgerðum svo sem joðbættum matvælum, einkum matarsalti með árangri. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Úr 462 nýburakrufningum á Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði á árunum 1967-1976 voru valdir 292 einstaklingar af báðum kynjum til þyngdarmælinga og annarra rannsókna á skjöldungum og nýrnahettum. Hafði þá verið sleppt úr úrtakinu öllum þeim efnivið, sem talinn var ónothæfur vegna upplausnar (rotnunar), bjúgs, áberandi blæðinga og vanskapnaðar. Úrvalið og allflestar viktanir gerði núverandi höfundur sjálfur í þessum yngstu aldursflokkum í tengslum við víðtækar vefjameinafræðilegar rannsóknir á burðarmálsdauða. (Þ.e. 0-7 daga gamla nýbura, andvana og lifandi fædd.) Þá voru í framhaldi af nýburarannsóknunum viktaðir skjöldungar úr eldri börnum og fullorðnu fólki. Vegna erfiðleika á hreinsun er ekki hægt að taka fullorðins nýrnahettur með hér. Allir voru þessir skjöldungar viktaðir af núverandi höfundi og öðrum starfsmönnum stofnunarinnar á mjög nákvæma vikt eins og nýburar (10 mg). Þegar úrtakið var gert var sleppt öllum afbrigðilegum eða sjúklegum kirtlum, en mest bar þar á góðkynja æxlum, en einnig sáust einstaka illkynja æxli og víðtækar bólgubreytingar svo sem »hashimoto« og meinvörp. Sleppt var og fáeinum, skjöldungum, sem viktuðu 40 g eða meira, þótt ekki sæjust á þeim augljós merki sjúkdóma, í samræmi við þá skoðun vísindamanna að við þau þyngdarmörk lægju skilin á milli eðlilegra og sjúklegra kirtla (18). í heild var reynt að haga þessu úrtaki þannig að sem bestur samanburður fengist við fyrri rannsóknir hér á landi. Alls voru teknir með í úrtakið 1082 skjöldungar, þar af eins og fyrr segir 292 úr nýburum og 790 úr eldri börnum og fullorðnu fólki. Til þess að meta hugsanleg áhrif ýmissa umhverfisþátta á stærð skjöldungs voru kannaðar fyrirliggjandi rannsóknir á mataræði og neysluvenjum íslendinga frá því um 1938-40 og til síðustu ára. Ekki reyndist unnt að fá tölur um líkamsþyngd fullorðinna við krufningu, þar eð slíkt er ekki skráð hér, en talið er að ákveðið hlutfall sé á milli skjöldungsþyngdar og líkamsþyngdar við tiltekin sambærileg skilyrði. Til þess að fá samt hugmynd um breytingar á hæð og þyngd íslendinga eru fyrirliggjandi rannsóknir birtar til viðmiðunar. Loks voru viktaðar 334 nýrnahettur samhliða skjöldungsviktunum nýfæddra barna. NIÐURSTÖÐUR Nýburar. Meðalþyngd skjöldunga 292 nýfæddra barna í 500-4000 gramma þyngdarflokknum reyndist vera 0,98 g. Meðaltöl í léttasta flokki voru 0,4 g, en í þyngsta flokki 1,42 g, en staðal-dreifing (st. dev.) var aðeins 0,26-0,47 samanber fyrstu töflu. Meðalþyngd skjöldungs fyrirburða reyndist 0,69 g og fullburða barna (>2500 g) 1,25 g. Þyngstu kirtlar sem tiltækir voru í úrtakið voru 3 g.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.