Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 307-12 307 Guðmundur J. Guðjónsson ÁRANGUR SKURÐAÐGERÐA Á MEÐFÆDDUM HOLFÆTI (PES VARO-EXCAVATUS CONGENITUS) 1972-1981 EFNISÁGRIP Athugaður var árangur skurðaðgerða á 211 fótum 106 einstaklinga með meðfædda holfótarskekkju (pes varo-excavatus congenitus idiopathicus). Rannsóknin spannar tímabilið 1972-1981. Áttatíu og fimm sjúklingar (80,2%) voru á vaxtarskeiði og tuttugu og einn var fullvaxinn (19,8%) er aðgerð var gerð. Skurðaðgerð þessi er eingöngu gerð á mjúkvefjum fótar og hafði því ekki neikvæð áhrif á vöxt fótarbeina. Meðaltímalengd frá aðgerð til eftirrannsóknar var 3 Vi ár. Sjúkdómseinkenni minnkuðu verulega í 96% tilfella. INNGANGUR Formgallar og skekkjur með afbrigðilegri innbyrðis afstöðu beina eru aigengari í fæti en nokkrum öðrum líkamshluta (1). Holfótur (pes varo-excavatus congenitus idiopathicus), með varusskekkju á hælbeini og excavatus-skekkju á langbogum, er tiltölulega algengur formgalli fótar (Mynd 1). Hann hefur í för með sér óeðlilega mikið álag á óeðlilega lítinn flöt iljar (táberg og hæl). Einkenni eru oft væg í bernsku, en á unglings- og fullorðinsárum koma oftast til vaxandi einkenni í formi þreytu- og álagsverkja. Skekkjur valda oft slitgigt (artrosis deformans) í smáliðum fótar vegna misgengis fótarbeina. Afleiðingin er skert starfshæfni. Hér er um að ræða meðfæddan formgalla sem oft er ættgengur. Frumorsök hans er ókunn (2). Skekkjurnar eru ekki áberandi við fæðingu, en koma í ljós við fjögurra til sjö ára aldur og ágerast með aldrinum. Hefðbundin meðferð holfótar felst í notkun innleggja, sérsmíðaðs skófatnaðar og annars umbúnaðar til lagfæringar. Slík meðferð dregur oftast úr einkennum sjúklings, en innleggin viðhalda skekkjum fótarins með þvi að styðja undir íhvolfu ilina (3). Frá Bæklunarskurðdeild Landspítalans. Barst 07/03/1985. Samþykkt í endanlegu formi 14/08/1986. Það er almenn skoðun bæklunarskurðlækna að sneiða beri hjá aðgerðum á beinum hins vaxandi fótar þar sem slíkt geti valdið truflunum á vexti þeirra. Skurðaðgerðir á mjúkvefjum fótar koma því oftast eingöngu til greina. Steindler (4, 5) hefur lýst mjúkvefjaaðgerð til réttingar á holfæti. Slík aðgerð hefur ekki neikvæð áhrif á beinvöxt. EFNIVIÐUR RANNSÓKNAR Á bæklunarskurðdeild Landspítalans og á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði voru áratuginn 1972-1981 gerðar aðgerðir a.m. Steindler á 393 fótum er hlotið höfðu sjúkdómsgreininguna pes Fig. 1. Pes varo-excavatus congenitus idiopathicus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.