Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 41

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 309 Mynd 4 sýnir einkenni við eftirrannsókn á þeim áttatíu og fimm sem voru í hópi I (vaxandi fætur). Sextíu af sjötiu fótum piltanna sýndu góðan (86%) og sex fætur viðunandi árangur (8.6%). Sextíu og sex þessara 70 fóta (94,6%) töldust því góðir eða viðunandi. Fjórir fótanna sýndu ófullnægjandi árangur (5,4%). Af fótum stúlknanna (100 fætur) í hópi I voru 66 góðir (66%) og 32 fætur viðunandi (32%). Góður og viðunandi árangur var því 98%. Tveir fætur sýndu ófullnægjandi árangur. í öllum hópum var árangur því góður eða viðunandi í 96.3% tilvika (Mynd 4). í hópi II (fullvaxnir við aðgerð) voru tuttugu og einn (18,8%). Hjá sex körlum (12 fætur) voru 50% góðir og 50% viðunandi. Hjá fimmtán fullvaxta konum (29 fætur) voru 53% góðir og 47% viðunandi. Aðgerðin gaf því góðan og viðunandi árangur hvað einkenni snerti hjá hópnum öllum (Mynd 5). Hjá þeim sjúklingum sem voru á vaxtarskeiði er aðgerð var gerð (hópur I) reyndust ilbogar hafa færst í eðlilegt horf við klíniska skoðun i 90 fótum stúlkna (90%) og á 60 fótum pilta (85,7%) eða í 87,9% alls hópsins. Á fullvöxnu fótunum (hópur II) kom ekki í ljós nein mælanleg rétting á excavatus-skekkju við eftirrannsóknina. Varus-skekkja hælbeins hafði við eftirrannsókn á hópi I rést á 84 fótum stúlkna (84%) og á 48 fótum pilta (68%) eða hjá 76% alls hópsins. Ekki fannst nein mælanleg rétting á varus-skekkju hælbeins við eftirrannsókn þeirra sjúklinga sem fullvaxta voru við aðgerð (hópur II). Níutíu og tveir aðstandendur hinna vaxandi sjúklinga voru spurðir álits varðandi árangur aðgerðar. Sextíu og átta töldu hann góðan (74%), tuttugu og einum fannst árangur heldur til bóta (23%), en þrír töldu fætur barnanna óbreytta eða verr á sig komna en fyrir aðgerð (3%). Fylgikvillar. Engin djúp eða meiriháttar sýking kom eftir aðgerð. Nokkrir sjúklinganna voru með soðna húð við gipstöku sem ekki kröfðust annarrar meðferðar en loftunar og fótabaða. Sex sjúklinganna kvörtuðu um dofa fyrir neðan örið og þrír á jarka allt upp í eitt ár eftir aðgerð. Þessi fylgikvilli var horfinn hjá öllum utan þrem við eftirrannsóknina. örið var mjög viðkvæmt hjá tuttugu og fimm sjúklingum fyrst eftir gipstöku og var allt upp i tvö ár eftir aðgerð. Tveir sjúklingar úr hópi I voru endurskornir, annar vegna viðkvæms taugahnúts í öri og hinn vegna ófullnægjandi árangurs. Lokaárangur var góður í báðum þessum tilfellum. Hjá einum sjúklingi (úr hópi I) leiddi aðgerðin til ilsigs á báðum fótum. Þessi sjúklingur var þó einkennalaus við eftirrannsóknina og reyndist varusstaða á hælbeini horfin. Röntgenrannsókn. Sextíu fætur á vaxtarskeiði úr hópi I (28.4% hópsins) voru röntgenskoðaðir með fullu álagi við eftirrannsóknina. Mæld var TM,-línan eða langöxull talus og os metatarsi I (mynd 6 og 7). Á eðlilegum fæti er TM,-línan um 180° við álag (6, 7). Að meðaltali var TM,-hornið 178° hjá þessum 60 fótum sem röntgenmældir voru. Einnig var mælt CMv-hornið hjá þessum 60 fótum á vaxtarskeiði: Hér er um að ræða horn það sem neðri brúnin á calcaneus og metatarsus V mynda sín á milli við álag (Mynd 6, 7). CMV -hornið er við eðlilegar aðstæður 150-175 (6, 7). No symptoms less symptoms unchanged Fig. 4. Subjective symptoms at review. Growingfeet (Group I). Fig. 5. Subjective symptoms at review. Fully grown feet (Group II).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.