Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 42

Læknablaðið - 15.11.1986, Page 42
310 LÆKNABLAÐIÐ CMv-hornið var hjá þessum 60 fótum að meðaltali 152. Sömu 60 fætur úr hópi I sem valdir voru til röntgenmyndatöku voru ljósmyndaðir við lokaeftirlit og myndirnar bornar saman við ljósmyndir teknar fyrir aðgerð. Ekki er hægt að meta samanburðinn tölulega því myndirnar voru ekki teknar undir stöðluðum kringumstæðum. Þær gefa þó góða mynd af því hvernig fæturnir litu út fyrir og eftir aðgerð. Þetta kemur fram við samanburð á myndröð 8 sem var tekin fyrir aðgerð og myndröð 9 sem tekin var þrem árum eftir aðgerð. UMRÆÐA Meðfæddum holfæti með varus-skekkju á hælbeini (pes varo-excavatus congenitus idiopathicus) veldur ómeðhöndlaður vaxandi álagssársauka og oft skertri starfsgetu með normal measurements, i.e. TM/I is a straight line and CM/V is 150-175. Lower graph: Pes cavus deformity with TM/1 less than 180 and CM/V less than 150 (see Templeton (6), Dawis and Hatt (7). Fig. 7. Radiological measurements before and after operation. aldrinum (8). Að endingu getur innbyrðis misræmi einstakra fótabeina valdið slitgigt með versnun allra einkenna og stundum varanlegri bæklun. Hefðbundin meðferð viðheldur skekkju fótar, þannig að hætta er á aukningu kenndareinkenna á fullorðinsaldri. Ýmsir greinahöfundar sem fjalla um meðfæddan holfót (4, 5, 9, 10) álíta að bíða eigi átekta með skurðaðgerðir uns veruleg bæklunareinkenni, slitgigt og skert starfsgeta á fullorðinsárum, séu til staðar. í þeim tilvikum verður oftast að grípa til meiriháttar staurliða- og réttingaraðgerða á beinagrind fótar. Sherman og Westin (11) skýra frá fullnægjandi árangri í 82% tilvika þar sem aðgerð Steindlers var beitt á börnum. En þar var um að ræða holfót eftir lömunarveiki eða aflögun í kjölfar klumbufótar (pes equino-varus congenitus). Fáir fætur í efniviði þessara höfunda höfðu sjúkdómsgreininguna meðfæddur holfótur (pes varo-excavatus congenitus). Greinarhöfundur hefur ekki fundið í ritskrám heimildir svo neinu nemi um notkun Steindlers-aðgerðar við meðferð fóta með þá sjúkdómsgreiningu. í þessari rannsókn var beitt mjúkvefjaaðgerð (a.m. Steindler) á 170 vaxandi fótum (hópur I, 81,2%) og 41 fullvöxnum fæti (hópur II, 18,8%). Meðaltímalengd milli aðgerðar og eftirrannsóknar var 3 Zi ár. Við eftirrannsókn kom í Ijós að í 96,3% tilvika voru kenndareinkenni horfin eða minnkuð í hópi I. Skurðaðgerðin leiddi einnig til réttingar á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.