Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 50
314 LÆKNABLAÐIÐ Rœktun og greining. Sýni voru yfirleitt send á strokpinnum í breyttu Stuartsæti (Culturette, Marion Scientific Corporation, Rockford, IC), hrákasýni í sótthreinsuðum hrákaglösum og sýni úr barkaástungu og berkjuskolun í sprautum eða sogleggjum. Sýnum var sáð á venjulegan hátt (3). Eftir 18-24 tíma var hafin greining á S. pyogenes með P-rauðkornaleysingu á blóðagar og síðan með basítrasínproófi, en hún var í vafatilvikum staðfest með Streptex-kekkjunarprófi (Wellcome Diagnostics). Ekki var þó farið að gera Streptex-próf reglulega i slíkum tilfellum fyrr en snemma árs 1984. Frumgreining á S. pneumonia var gerð með rauðkornaleysingu á blóðæti, útliti gróðurs og Gramlitun og endanleg greining fékkst svo með optokín næmisprófi, en ef með þurfti var hún staðfest með gallleysanleikaprófi eða, efnahvataprófi (API 20 strep). Næmispróf. Næmispróf voru gerð á grunnæti (D.S.T.) með 5% hestablóði og Vitox (OXOID). Til athugunar á penisillínónæmi hjá S. pneumoniae voru notaðar metisillínskífur (5 pg). Eryþrómýsín næmispróf var gert á venjulegan hátt með eryþrómýsínskífum (15 pg) og var framkvæmd prófanna að öðru leyti samkvæmt breyttri aðferð Bauer et al (4). S. pneumonia var sagður næmur fyrir metisillíni, ef þvermál baugsins (vaxtarhindrunar) var>28 mm, hafa minnkað næmi við 10-28 mm og ónæmur við 10 mm. Næmispróf á S. pyogenes voru gerð á 315 sýnum árið 1985, eða á 67.7% af jákvæðum sýnum greindum á þessu tímabilli. Prófunum var dreift nokkuð jafnt yfir árið. Næmispróf á S. pneumoniae voru gerð á 451 sýnum á nokkrum tímabilum frá janúar 1983 til desember 1985, eða á 37.2% af jákvæðum sýnum. NIÐURSTÖÐUR Á árunum 1982-85 ræktaðist S. pyogenes úr 1931 almennum sýnum (að meðaltali 482.8 sýni á ári) og þar af voru 1.475 hálsstrok (76.4%), sjá mynd 1. Árið 1979 ræktaðist S. pyogenes úr 140 hálsstrokum. Á árunum 1982-85 voru 85.6% hálsstrokanna úr Reykjavík og nágrenni, hin sýnin bárust víða af landsbyggðinni, samanber mynd 2. Mynd 3 sýnir dreifingu S. pyogenes- ræktana úr hálsi yfir ofangreint tímabil. Á árunum 1983-85 ræktaðist S. pneumoniae úr 1216 sýnum og voru 93,5% þeirra af höfuðborgarsvæðinu. Flest þeirra voru frá nefi og nefkoki eða 41.4%, og 28% ræktana voru úr hráka, barkaástungu og berkjuskoli, eins og sjá má á mynd 4. Mynd 5 sýnir dreifingu jákvæðra pneumokokkaræktana yfir árið fyrir ofangreint tímabil. í næmisprófum á S. pyogenes reyndust allir stofnar næmir fyrir eryþrómýsíni utan einn. Sá Jákvædar ræktanir 500- Háls Sár/kýli Annad Mynd 1. S. pyogenes. Jákvœð sy'ni frá hverjum sýnatökustað. Annað=strok frá nefi og nefkoki, eyrum, húð, kynfœrum og þvagrás. Jákvædar ræktanir Sjukrahus á Sjúkrahus á Læknar á Læknar á holuðborgarsvædmu landsbyggdinni holudborgarsvædmu landsbyggdinm Mynd 2. S. pyogenes. Fjöldi jákvœðra hálsstroka af höfuðborgarsvœðinu ogfrá landsbyggðinni. Jákvædar ræktanir jan febr mar apr mai jún júl ág sep okt nóv des Mynd 3. S. pyogenes. Meðaltal af fjölda jákvœðra hálsstroka á mánuði fyrir árin 1982-1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.