Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 52
316 LÆKNABLAÐIÐ næmir fyrir lyfinu við MIC< 1 ng/ml (13). í Frakklandi hefur ónæmistíðni verið á bilinu 0.5-2% (14). S. pneumoniae og penisillínónæmi. Meðal þeirra sjúkdómsvaldandi baktería, sem lengst af héldu næmi sínu óskertu fyrir penisillíni, var S. pneumoniae. Penisillín hefur verið kjörlyf við pneumokokkasýkingum, dregið verulega úr alvarlegum afleiðingum þeirra og einfaldað meðferð. Þróun penisillínónæmis á undanförnum 15-20 árum á líklega eftir að breyta viðhorfi manna til sjúkdóma af völdum pneumokokka. Frá 1965 hafa greinst pneumokokkastofnar með skert penisillínnæmi víða um heim. Fundist hafa bæði penisillínónæmir stofnar með MIC> 1 pg/ml og stofnar með minnkað næmi eða MIC = 0,1-1 pg/ml. Þessir stofnar hafa valdið ýmsum pneumokokkasjúkdómum svo sem lungnabólgu, heilahimnubólgu og blóðígerð. Oft hefur fengist viðunandi árangur með penisillínmeðferð, þrátt fyrir skert næmi, en stundum og sérstaklega ef um heilahimnubólgu er að ræða, hefur slík meðferð reynst ónóg eða gagnslaus. Ekki er vitað með vissu hvernig penisillínónæmismyndun er háttað hjá S. pneumoniae. Ekki hefur verið sýnt fram á þ-laktamasa framleiðslu hjá pneumokokkum né eyðileggingu lyfsins (5, 7). Talið er að penisillín-bindandi eggjahvítuefni í frumuvegg bakteríunnar eigi þátt í þróun næmisskerðingar (15, 16). Tíðni penisillínónæmis pneumokokka er nokkuð misjöfn milli heimshluta. í Evrópu hefur hún verið innan við 5% og í Norður-Ameríku allt að 15%. Einna hæst tíðni hefur fundist í Nýju-Guineu eða 22% (17). Nýleg rannsókn í Svíþjóð leiddi ekki í ljós teljandi breytingar á næmi S. pneumoniae frá því sem áður þekktist og reyndust þar innan við 3% stofna hafa minnkað penisillínnæmi (15). Uggvænleg þróun hefur sést í Suður-Afríku, en á undanförnum níu árum hafa greinst þar fjölónæmir pneumokokkastofnar, ónæmir fyrir öllum P-laktamlyfjum, eryþrómýsíni og skyldum lyfjum, tetrasýklíni, súlfónamíðum, klóramfeníkóli og rifampisíni (5, 17). í Bandaríkjunum hafa einnig fundist fjölónæmir pneumokokkastofnar (18). Athyglisvert er, að í Suður-Afríku og Nýju-Guineu var mikil sýklalyfjanotkun undanfari ónæmismyndunar (5, 7). Hér á landi hefur sala á sýklalyfjum undanfarin ár verið meiri en í nágrannalöndum okkar og mætti því búast við að ónæmisvandamál væru hér meira áberandi. Svo er þó ekki og á landfræðileg einangrun landsins ef til vill einhvern þátt í því. Einnig má vera að til að fá ónæmisvandamál af því tagi sem lýst er hér að ofan, þurfi sýklalyfjanotkun að vera mun ótæpilegri og jafnvel óðruvisi en hér þekkist. Þó ekki sé alltaf talin þörf á að gera næmispróf á þessum bakteríum hér á landi, er rétt að fylgjast með framvindu mála og gera næmispróf með reglulegu millibili og jafnvel alltaf í vissum tilvikum, svo sem ef um er að ræða heilahimnubólgu eða blóðígerð af völdum pneumokokka eða sýkingar í ónæmisskertum sjúklingum (17). Faraldsfræði. Ljóst er af mynd 4 að tíðni jákvæðra. S. pyogenes-ræktana úr hálsi er misjöfn eftir árstíðum, eykst að vetri og nær hámarki í mars, lækkar svo með sumri og er lægst í ágúst. Þetta er eins og annars staðar í tempruðu loftslagi, hálsbólga af völdum S. pyogenes er algengust seinni hluta vetrar og snemma að vori. Þessi almenna tilhneiging er þó ekki einhlít og á mynd 6 sést dreifing jákvæðra ræktana á hverju ári fyrir sig og þar má t.d. sjá að árið 1982 ræktast S. pyogenes oftar úr hálstrokum í júlí en í janúar og febrúar. í sumum mánuðunum sjást einnig miklar tíðnisveiflur milli ára samanber desembermánuð, en þar eru þriðjungi færri jákvæðar ræktanir árið 1984 en 1983. Víð samanburð á skráðum tilfellum af S. pyogenes-hálsbólgu og skarlatsótt, og fjölda jákvæðra hálsræktana á árunum 1979 og 1982-1983, sjá töfluna, kemur í ljós að þar gætir nokkurs misræmis. Jákvæðr ræktanir yrðu aðeins fleiri ef strok úr nefi og nefkoki teldust með, en þar sem hlutur þeirra af öllum jákvæðum háls- og nef(kok)strokum er mjög lítill myndi hækkunin engan veginn nægja til skýringar á þessum mikla mun á skráningu og tölum sýkladeildar Landspítalans. Tafla 1. Fjöldi skráðra tilfella afS. pyogenes- hálsbóigu og skarlatsótt á landinu 1979, 1982, 1983. Ár Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Alls 1979................. 83 284 367 1982 .............. 599 849 1.448 1983 ............ 1.061 1.248 2.309 Samtals 1.743 2.381 4.124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.